Gæti reynst fordæmisgefandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. apríl 2013 08:30 Útlit er fyrir að Kári muni ekki spila félagsliðshandbolta aftur fyrr en á næsta tímabili, en þá verður hann genginn til liðs við Bjerringbro/Silkeborg í Danmörku.fréttablaðið/stefán Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á miðvikudagskvöldið í góðri trú, enda hafi hann fengið leyfi frá læknum Wetzlar til að taka sig af sjúkralista félagsins. Svo virðist hins vegar að það hafi ekki verið gert og að nú standi orð gegn orði. Wetzlar sagði upp samningi Kára strax daginn eftir leik. Það kom línumanninum sterka í opna skjöldu og kippti strákunum öllum niður á jörðina eftir frækilegan sigur í Slóveníu, þar sem Kári var í lykilhlutverki á lokamínútunum. „Vinnubrögðin hjá Wetzlar í þessu máli eru gjörsamlega fáránleg og óskiljanleg," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir enn fremur að enginn frá HSÍ hefði heyrt neitt frá Wetzlar um að hann mætti ekki spila. „Ekki orð. Ég var búinn að hafa samband við öll þau félög sem eiga leikmenn í landsliðinu og biðja um að fá þá lausa á ákveðnum tímum. Ef félög vilja setja sig upp á móti því verða þau að hafa samband. Það var ekki gert," segir hann. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um málavexti. Kári segir að hann hafi verið skráður á sjúkralista Wetzlar til 4. apríl en fengið leyfi tveggja lækna félagsins til að flýta þeirri dagsetningu um tvo daga. Til grundvallar lá læknisskoðun hjá íslenska landsliðinu þar sem Kári var metinn leikfær. „Ég fékk mjög skýrt svar frá tveimur læknum Wetzlar. Þeir sögðu báðir já," sagði Kári við Fréttablaðið. „Ég stóð við mitt og sinnti tilkynningaskyldunni. Viðbrögðin komu mér svo algjörlega í opna skjöldu – annars væri ég ekki að segja mína hlið málsins." Kári er byrjaður að skoða sína stöðu í samstarfi við HSÍ og lögfræðinga og umboðsmenn í Þýskalandi. Málið er því á viðkvæmu stigi og gæti reynst fordæmisgefandi fyrir öll landslið handboltaheimsins, eftir því sem Aron segir. „Ef félög hafa völd til að halda mönnum á sjúkralista þó svo að þeir séu leikfærir er alþjóðlegur handbolti í mikilli hættu. Kári var að koma til baka eftir erfiða aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. Hann hafði lagt hart að sér til að ná heilsu og reynist svo í lagi fyrir mikilvægan landsleik, þar sem hann stendur sig vel. Svo fær hann þessa tusku í andlitið. Mér finnst mjög skrýtin lykt af þessu máli." Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson segist hafa spilað með íslenska landsliðinu gegn Slóveníu á miðvikudagskvöldið í góðri trú, enda hafi hann fengið leyfi frá læknum Wetzlar til að taka sig af sjúkralista félagsins. Svo virðist hins vegar að það hafi ekki verið gert og að nú standi orð gegn orði. Wetzlar sagði upp samningi Kára strax daginn eftir leik. Það kom línumanninum sterka í opna skjöldu og kippti strákunum öllum niður á jörðina eftir frækilegan sigur í Slóveníu, þar sem Kári var í lykilhlutverki á lokamínútunum. „Vinnubrögðin hjá Wetzlar í þessu máli eru gjörsamlega fáránleg og óskiljanleg," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir enn fremur að enginn frá HSÍ hefði heyrt neitt frá Wetzlar um að hann mætti ekki spila. „Ekki orð. Ég var búinn að hafa samband við öll þau félög sem eiga leikmenn í landsliðinu og biðja um að fá þá lausa á ákveðnum tímum. Ef félög vilja setja sig upp á móti því verða þau að hafa samband. Það var ekki gert," segir hann. Svo virðist sem mönnum beri ekki saman um málavexti. Kári segir að hann hafi verið skráður á sjúkralista Wetzlar til 4. apríl en fengið leyfi tveggja lækna félagsins til að flýta þeirri dagsetningu um tvo daga. Til grundvallar lá læknisskoðun hjá íslenska landsliðinu þar sem Kári var metinn leikfær. „Ég fékk mjög skýrt svar frá tveimur læknum Wetzlar. Þeir sögðu báðir já," sagði Kári við Fréttablaðið. „Ég stóð við mitt og sinnti tilkynningaskyldunni. Viðbrögðin komu mér svo algjörlega í opna skjöldu – annars væri ég ekki að segja mína hlið málsins." Kári er byrjaður að skoða sína stöðu í samstarfi við HSÍ og lögfræðinga og umboðsmenn í Þýskalandi. Málið er því á viðkvæmu stigi og gæti reynst fordæmisgefandi fyrir öll landslið handboltaheimsins, eftir því sem Aron segir. „Ef félög hafa völd til að halda mönnum á sjúkralista þó svo að þeir séu leikfærir er alþjóðlegur handbolti í mikilli hættu. Kári var að koma til baka eftir erfiða aðgerð þar sem æxli var fjarlægt úr baki hans. Hann hafði lagt hart að sér til að ná heilsu og reynist svo í lagi fyrir mikilvægan landsleik, þar sem hann stendur sig vel. Svo fær hann þessa tusku í andlitið. Mér finnst mjög skrýtin lykt af þessu máli."
Olís-deild karla Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Sjá meira