Kórdrengir réttvísinnar Hjörleifur Sveinbjörnsson skrifar 4. apríl 2013 07:00 Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörleifur Sveinbjörnsson Mál Annþórs og Barkar Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Börkur Birgisson og Annþór Karlsson afplána dóma á Litla-Hrauni. Það er að verða ár síðan þriðji fanginn, Sigurður Hólm, dó á Hrauninu. Allar götur síðan hafa Börkur og Annþór verið vistaðir á einangrunargangi og liggja þeir undir grun um að hafa orðið Sigurði heitnum að bana. Nú þegar verið er að vinda ofan af Guðmundar- og Geirfinnsmálum, þökk sé Ögmundi Jónassyni dómsmálaráðherra, er vert að halda því til haga að maður sem er grunaður um glæp telst saklaus nema hann verði sannur að sök. Réttarkerfi þess tíma missti sjónar á þessum sannindum með þeim afleiðingum að málin hafa legið eins og mara á þjóðinni í fjóra áratugi. Og ekki bara réttarkerfið: Stórir hópar í samfélaginu heimtuðu sökudólga og fólk úr heimi stjórnmála og fjölmiðla kynti undir svo úr varð eitruð blanda. Sökudólgarnir fundust m.a. vegna þess að það var argað að þeir yrðu að finnast. Til að réttarríkið standi undir nafni verður að tryggja sakborningum réttláta málsmeðferð. Alveg sama hvað þeir kunna að vera illa kynntir og bjóði ekki af sér góðan þokka. Sævar og félagar voru ekki neinir kórdrengir sem sóttir voru inn í fermingarveislu, eins og réttvísin orðaði það svo háðslega á sínum tíma. Börkur og Annþór eru ekki neinir kórdrengir heldur og framkoma Barkar í garð dómsvaldsins hefur síst orðið honum til framdráttar, en réttarríkið á að hafa sinn gang fyrir því. Ófreskjuna Breivik er varla hægt að nefna í sömu andrá og annað fólk, ekki heldur miður vel lukkaða kórdrengi, en það er norsku samfélagi og réttarkerfi til ævarandi hróss að jafnvel hann fékk réttláta málsmeðferð. Fyrirfram dómar Ég hef engar forsendur til að leggja mat á sekt eða sakleysi Barkar og Annþórs gagnvart ákæru um að vera valdir að dauða samfanga þeirra en ég hef áhyggjur af því að almannarómur telji þá seka fyrir fram. Ég óttast líka að réttvísin sé sama sinnis. Úr þeirri átt heyrðist að það hefði bara verið tímaspursmál hvenær eitthvað þessu líkt gerðist. Sú hugsun kallast því miður á við ýmsa fyrirframdómana í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum, s.s. þau orð þáverandi dómsmálaráðherra að þungu fargi væri létt af þjóðinni, þegar lögreglan lýsti því yfir hverjir hinir seku væru. Hátt í ársvist á einangrunargangi, með mjög takmörkuðum möguleikum á að hreyfa sig, getur varla verið mannbætandi. Er fangelsið svona vanbúið? Er verið að tryggja öryggi einhverra? Og það sem mestu skiptir: Fer ekki að bóla á krufningarskýrslu eftir allan þennan tíma svo botn fáist í þetta mál og hinni löngu einangrun megi ljúka? Ég held að það sé til bóta að fá svör við þessum spurningum. Mér dettur ekki í hug að mæla ofbeldisverkum bót. Fyrir mér mega og eiga ofbeldismenn að fá makleg málagjöld en enn og aftur: Þeir verða þá að vera sannir að sök, að undangenginni réttlátri málsmeðferð. Besti punkturinn aftan við Guðmundar- og Geirfinnsmál er að þau endurtaki sig ekki.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun