Rotaðist en hélt leik áfram Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2013 06:00 Justin Shouse á enn eftir að verða Íslandsmeistari og er greinilega tilbúinn að fórna sér til þess að ná því. Fréttablaðið/Valli Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira
Stjörnumenn og Snæfellingar tryggðu sér sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta á skírdag og mætast í fyrsta leik í Stykkishólmi á þriðjudaginn eftir páska. Annað árið í röð unnu Stjörnumenn oddaleik á móti Keflvíkingum en í báðum þessum leikjum hafa Garðbæingar þurft að koma til baka eftir að hafa lent meira en tíu stigum undir í seinni hálfleik. Justin Shouse, leikstjórnandi Stjörnunnar, skoraði bara eina körfu í leiknum og var með framlag upp á 0 stig á tölfræðiblaðinu. Hann gekk ekki heill til skógar og var enn að glíma við eftirmál stríðsins á Sunnubraut fjórum dögum fyrr.Fór upp á spítala eftir sigurinn „Ég er svakalega ánægður að hafa náð að kreista þetta fram því ástandið á okkur var ekkert sérstakt. Justin fékk alveg svakalegt höfuðhögg á sunnudaginn og fékk þá heilahristing. Hann er svo klikkaður að hann lætur engan vita af þessu. Hann fór á spítala eftir leikinn á skírdag því hann fann þá enn fyrir þessu. Miðað við það með Jovan upp í stúku og Marvin á annarri löppinni þá er ég ofboðslega ánægður. Við vissum að þetta yrði erfitt og við yrðum bara að koma okkur í gegnum þetta einhvern veginn," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar um þennan magnaða sigur. Justin skoraði fimm mikilvæg stig á lokakaflanum. „Hann setti niður skuggaleg víti og jöfnunarkarfan hans var ákveðin yfirlýsing en það var eina karfan sem hann skoraði í leiknum," sagði Teitur en aðeins eitt af tíu skotum Justins í leiknum rataði rétta leið. Stjarnan á næst leik á móti Snæfelli í Hólminum á þriðjudaginn en missti Justin af einhverjum leikjum í undanúrslitunum vegna höfuðhöggsins? „Nei, hann missir ekki af leikjum. Hann er á batavegi og við hvílum hann fram að leik," segir Teitur og það var ljóst að „Floppavík"-viðtalið hans eftir tapið í leik tvö er nú komið í nýtt samhengi.Missti hausinn í leik tvö „Það er kannski ekkert skrýtið að hann hafi misst hausinn í Keflavík á sunnudaginn," sagði Teitur í léttum tón en bætir svo við: „Þetta er ekkert venjulegur maður. Hann rotast í leik en skiptir sér ekki út af. Hann lætur engan vita af því. Í fyrra á móti ÍR þá dettur hann með andlitið í gólfið eftir baráttu um bolta og það lendir einhver ofan á honum. Hann brýtur tennur og er með munninn fullan af blóði en skiptir sér samt ekki út af. Hann er svo klikkaður," segir Teitur og Justin Shouse fær mikið hrós frá mesta sigurvegaranum í sögu úrslitakeppni körfuboltans á Íslandi. „Þetta er langharðasti leikmaður sem ég hef komist í kynni við á ferlinum. Hann er ósérhlífinn. Hann langar alveg svakalega í Íslandsmeistaratitilinn og fórnar öllu fyrir hann," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Sjá meira