Stóri bróðir í Njarðvík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2013 06:00 Nigel Moore er með 19,9 stig, 7,6 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í vetur. Liðið er búið að vinna 12 af 19 leikjum síðan að hann kom. Tveir oddaleikir um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla fara fram í kvöld, annar í Garðabæ (Stjarnan-Keflavík) og hinn í Njarðvík (Snæfell-Njarðvík). Í Hólminum mun reyna á spútniklið Njarðvíkur á móti reynslumiklu liði Snæfells. Lykilmenn Njarðvíkingar hafa ekki mikla reynslu frá slíkum úrslitaleikjum nema kannski einn þeirra. Nigel Moore er 33 ára gamall reynslubolti sem er búinn að spila í mörg ár í Evrópu sem atvinnumaður en að þessu sinni spilar hann við hlið ungu húnanna í Njarðvík. Fjórir lykilmenn liðsins eru tvítugir eða yngri og leikstjórnandi liðsins verður ekki 19 ára fyrr en nóvember.Ekki vanur því að vera elstur „Ég er ekki vanur því að vera elsti maðurinn í liðinu en það er bara hluti af boltanum þegar ferillinn lengist. Þessa stráka vantar kannski smá reynslu en þeir lærðu körfubolta á réttan hátt og þeir kunna að spila körfubolta eins og á að gera það. Þetta var frábær ákvörðun hjá Njarðvíkurstjórninni og þeir vissu augljóslega hvernig leikmenn voru að koma upp," sagði Nigel Moore en er hann pabbinn eða stóri bróðir í liðinu? „Ég myndi frekar segja að mér líði eins og eldri bróður," sagði Moore hlæjandi og bætti við: „Ég reyni að kenna þeim það sem ég get en besta leiðin fyrir þessa stráka til að læra er að fá að prófa hlutina sjálfir. Þeir fá að gera það og sýna að þeir geta það," sagði Moore. Moore var frábær þegar Njarðvík jafnaði metin í leik tvö en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði með 30 stig og 13 fráköst. Hann segist hafa viljað bæta fyrir fyrsta leikinn þar sem hann skoraði bara 5 stig. „Mér leið vel í leiknum og ég var mjög ánægður með að okkur tókst að koma sterkir til baka eftir tapið á föstudagskvöldið. Ég held að ég hafi ekki spilað verr í vetur en ég gerði í fyrsta leiknum," sagði Nigel. Nigel Moore er hingað kominn fyrir tilstuðlan Jeb Ivey sem mælti með honum við Einar Árna Jóhannsson þjálfara. Einar Árni þjálfaði Njarðvík og Jeb lék með liðinu þegar Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari 2006. „Jeb hafði bara góða hluti að segja um fólkið í Njarðvík," segir Nigel sem var að koma til baka eftir aðgerð í sumar. En hvað með oddaleikinn á móti Snæfelli? „Ég held að það mikilvægasta fyrir okkur sé að spila Njarðvíkurboltann sem er að spila saman og af krafti," sagði Nigel sem hikar ekkert við að gagnrýna sjálfan sig.Ég mætti ekki í leik eitt „Við spiluðum ekki illa í fyrsta leiknum en vandamálið var bara að ég mætti ekki til leiks. Ef ég mæti á fimmtudaginn (í kvöld) þá verður þetta allt annar leikur. Ég lofa því að mæta til leiks," segir Nigel en það munaði 41 framlagsstigi á framlagi hans í leik eitt og tvö. Nigel segir að leikurinn í Hólminum verði erfiður. „Við getum aldrei slakað á gegn Snæfelli því þeir hafa svo mörg vopn í sínu liði. Þeir getað skorað mikið og þess vegna er mikilvægt að við spilum okkar leik. Þetta er mjög hættulegir mótherjar því þeir eru klókir og reynslumiklir," segir Nigel en það er enginn sáttur í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir langþráðan sigur í úrslitakeppni í leik tvö.Vitum hvað við getum „Allt annað en að komast áfram í næstu umferð er ekki nógu gott og þá skiptir engu máli þótt liðið sé að bæta sig. Allir aðrir eru kannski ánægðir með hvað við erum þegar búnir að gera en við sjálfir vitum hvað við getum. Sigur er því það eina sem kemur til greina í kvöld," sagði Nigel Moore að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Tveir oddaleikir um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla fara fram í kvöld, annar í Garðabæ (Stjarnan-Keflavík) og hinn í Njarðvík (Snæfell-Njarðvík). Í Hólminum mun reyna á spútniklið Njarðvíkur á móti reynslumiklu liði Snæfells. Lykilmenn Njarðvíkingar hafa ekki mikla reynslu frá slíkum úrslitaleikjum nema kannski einn þeirra. Nigel Moore er 33 ára gamall reynslubolti sem er búinn að spila í mörg ár í Evrópu sem atvinnumaður en að þessu sinni spilar hann við hlið ungu húnanna í Njarðvík. Fjórir lykilmenn liðsins eru tvítugir eða yngri og leikstjórnandi liðsins verður ekki 19 ára fyrr en nóvember.Ekki vanur því að vera elstur „Ég er ekki vanur því að vera elsti maðurinn í liðinu en það er bara hluti af boltanum þegar ferillinn lengist. Þessa stráka vantar kannski smá reynslu en þeir lærðu körfubolta á réttan hátt og þeir kunna að spila körfubolta eins og á að gera það. Þetta var frábær ákvörðun hjá Njarðvíkurstjórninni og þeir vissu augljóslega hvernig leikmenn voru að koma upp," sagði Nigel Moore en er hann pabbinn eða stóri bróðir í liðinu? „Ég myndi frekar segja að mér líði eins og eldri bróður," sagði Moore hlæjandi og bætti við: „Ég reyni að kenna þeim það sem ég get en besta leiðin fyrir þessa stráka til að læra er að fá að prófa hlutina sjálfir. Þeir fá að gera það og sýna að þeir geta það," sagði Moore. Moore var frábær þegar Njarðvík jafnaði metin í leik tvö en hann skoraði 14 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði með 30 stig og 13 fráköst. Hann segist hafa viljað bæta fyrir fyrsta leikinn þar sem hann skoraði bara 5 stig. „Mér leið vel í leiknum og ég var mjög ánægður með að okkur tókst að koma sterkir til baka eftir tapið á föstudagskvöldið. Ég held að ég hafi ekki spilað verr í vetur en ég gerði í fyrsta leiknum," sagði Nigel. Nigel Moore er hingað kominn fyrir tilstuðlan Jeb Ivey sem mælti með honum við Einar Árna Jóhannsson þjálfara. Einar Árni þjálfaði Njarðvík og Jeb lék með liðinu þegar Njarðvík varð síðast Íslandsmeistari 2006. „Jeb hafði bara góða hluti að segja um fólkið í Njarðvík," segir Nigel sem var að koma til baka eftir aðgerð í sumar. En hvað með oddaleikinn á móti Snæfelli? „Ég held að það mikilvægasta fyrir okkur sé að spila Njarðvíkurboltann sem er að spila saman og af krafti," sagði Nigel sem hikar ekkert við að gagnrýna sjálfan sig.Ég mætti ekki í leik eitt „Við spiluðum ekki illa í fyrsta leiknum en vandamálið var bara að ég mætti ekki til leiks. Ef ég mæti á fimmtudaginn (í kvöld) þá verður þetta allt annar leikur. Ég lofa því að mæta til leiks," segir Nigel en það munaði 41 framlagsstigi á framlagi hans í leik eitt og tvö. Nigel segir að leikurinn í Hólminum verði erfiður. „Við getum aldrei slakað á gegn Snæfelli því þeir hafa svo mörg vopn í sínu liði. Þeir getað skorað mikið og þess vegna er mikilvægt að við spilum okkar leik. Þetta er mjög hættulegir mótherjar því þeir eru klókir og reynslumiklir," segir Nigel en það er enginn sáttur í Njarðvíkurliðinu þrátt fyrir langþráðan sigur í úrslitakeppni í leik tvö.Vitum hvað við getum „Allt annað en að komast áfram í næstu umferð er ekki nógu gott og þá skiptir engu máli þótt liðið sé að bæta sig. Allir aðrir eru kannski ánægðir með hvað við erum þegar búnir að gera en við sjálfir vitum hvað við getum. Sigur er því það eina sem kemur til greina í kvöld," sagði Nigel Moore að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira