Tókum okkur í gegn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. mars 2013 07:00 Rakel Dögg segir að landsliðskonurnar hafi verið óánægðar með gengið á EM og tekið fast á sínum málum eftir mótið. Fréttablaðið/Stefán Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur." Íslenski handboltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira
Handbolti Íslenska landsliðið í handbolta gaf um helgina skýr skilaboð með tveimur frábærum sigrum á sterku liði Svía í æfingaleikjum hér á landi. Svíar, sem léku til úrslita á EM 2010, mættu til leiks með sterkt lið en aðeins vantaði skyttuna Linnea Torstenson. Þetta var fyrsti sigur Íslands á Svíum í 49 ár eða frá því að kvennalandsliðið vann 5-4 sigur á Svíþjóð á leið sinni að Norðurlandameistaratitlinum árið 1964. „Það er alltaf hægt að koma á óvart í einum leik en mér fannst það mikið styrkleikamerki að við náðum að vinna báða leikina," sagði Rakel Dögg í samtali við Fréttablaðið. „Það var í raun frábært afrek." Ísland náði sér ekki á strik á EM í Serbíu nú í desember síðastliðnum en stelpurnar töpuðu öllum leikjum sínum þar. Rakel segir að það hafi verið merkjanlega betri liðsandi í hópnum í leikjunum um helgina heldur en þá. „Neistinn kom aftur. Eftir EM ræddum við sérstaklega um að það hafi vantað upp á bæði liðsheild og stemningu í liðinu. Við höfðum svo sem engar skýringar á því en ræddum það vel og lengi. Við tókum okkur í gegn og það hefur skilað sér, bæði á æfingu og í leikjum." Rakel segir að aðkoma Viðars Halldórssonar íþróttafélagsfræðings hafi haft mikið að segja. „Hann hefur hjálpað okkur með andlega þáttinn, bæði með því að halda fyrirlestra um hin ýmsu mál og vera með okkur á einstaklingsfundum. Það hefur Ágúst landsliðsþjálfari einnig gert," segir Rakel og lofaði hún forráðamenn HSÍ fyrir að fá Viðar til að aðstoða liðið. „Hann er nú orðinn hluti af landsliðsteyminu og hefur þegar hjálpað okkur mjög mikið. Það er ekkert vafamál," bætir hún við.Ramune og Flora frábærar Á tæpu ári hafa tveir leikmenn bæst í íslenska landsliðið sem eru af erlendu bergi brotnir. Skyttan Ramune Pekarskyte fæddist í Litháen en fékk ríkisborgararétt um mitt ár í fyrra. Svo bættist markvörðurinn Florentina Stanciu, sem lék áður með rúmenska landsliðinu, í hópinn fyrr í þessum mánuði. Báðar þekkja vel til íslensks handbolta eftir að hafa spilað hér á landi í fjöldamörg ár. Rakel Dögg, sem spilaði með Florentinu hjá Stjörnunni á sínum tíma, segir þær báðar styrkja liðið mikið. „Fyrir utan það hversu góðar þær eru í handbolta eru þetta frábærar stelpur sem falla mjög vel inn í hópinn. Flora er einn besti markvörður heims að mínu mati og hefur unnið mjög vel með [Guðnýju] Jennýju [Ásmundsdóttur] á æfingum og í leikjum. Þær mynda mjög sterkt markvarðateymi," segir Rakel. „Svo var Ramune frábær í þessum leikjum gegn Svíum. Á EM var hún nýkomin inn í landsliðið og hafði nýlega verið meidd þar að auki, en um helgina sýndi hún sitt rétta andlit."Eigum möguleika gegn Tékkum Það ræðst í byrjun júní hvort Ísland kemst á HM í handbolta sem haldið verður í Serbíu í desember næstkomandi. Liðið mætir þá Tékkum heima og að heiman. „Tékkar eru með frábært lið en við erum líka góðar þegar við spilum vel. Við eigum möguleika en þurfum þá að spila eins og manneskjur."
Íslenski handboltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Álftanes - Tindastóll | Heimamenn í harðindum en gestirnir á góðu skriði Körfubolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Sjá meira