Fylgjast með útblæstri herflugvéla 23. mars 2013 07:00 Flugvél, eða vélar, frá bandaríska hernum hafa á árinu 2012 tekið á loft á Íslandi eða lent hér á leið sinni frá ríki utan EES. Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með loftslagsheimildir skyldar stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig að fylgjast með því að fyrirtæki hafi útblástursheimildir til móts við það magn af gróðurhúsalofttegundum sem starfsemi þeirra leysir út í andrúmsloftið. Kerfið nær til stóriðju og flugrekenda og er þeim síðarnefndu skipt niður á flugsvæði, meðal annars eftir því hvort þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa flugrekendur ekki að starfa í viðkomandi landi þótt þeir séu þar skráðir. Á Íslandi eru um 350 flugrekendur skráðir og falla því undir umsjón Umhverfisstofnunar. Listinn sýnir að flugvélar frá viðkomandi flugrekendum, hvort sem er danska stefnumótasíðan eða herirnir, hafa lent hér á leið frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða tekið á loft héðan. Hvert erindið var er ekki tilgreint.Sektir eða kyrrsetning Allir flugrekendur, sem falla undir kerfið, verða að hafa skilað inn losunaráætlun 31. mars. Þar er tilgreint hve miklu af gróðurhúsalofttegundum (CO2) vélar þeirra hafa blásið út í loftið. Umhverfisstofnun fer yfir áætlunina og flugrekendur hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunarheimildum í samræmi við hana og athugasemdir Umhverfisstofnunar, ef einhverjar eru. Kerfið virkar þannig að flugfélag tilkynnir, svo dæmi sé tekið, um að það hafi losað 20 þúsund tonn af CO2 út í andrúmsloftið. Segjum að Umhverfisstofnun geri athugasemdir um að í raun sé heildartalan 22 þúsund tonn. Flugrekandinn hefur þá frest til 30. apríl til að verða sér úti um heimildir á móti losuninni. Kerfið er í raun eins og heimabanki og fari flugrekandinn yfir á reikningnum þarf hann að millifæra losunarheimildir inn á hann. Árið 2012 var tilraunaár með þetta kerfi, en í ár ber íslenskum stjórnvöldum að fara eftir því að fullu. Það þýðir að þeim ber að sjá til þess að flugrekendur hafi losunarheimildir á móti útblæstri. Sé svo ekki á að leggja á þá stjórnvaldssekt, sem nemur 100 evrum á hvert tonn af útblæstri. Að öðrum kosti verði vélarnar kyrrsettar.Ábyrgð Umhverfisstofnunar Ef við gefum okkur að flugrekandinn í ímyndaða dæminu hér að framan eigi engar loftslagsheimildir á móti útblæstri þá þarf hann að kaupa sér heimildir í apríl. Verðið á þeim er um sjö evrur á tonnið á markaði og kostnaður félagsins næmi 154 þúsund evrum, tæplega 25 milljónum íslenskra króna. Takist það ekki, eða sinni félagið því ekki, ber Umhverfisstofnun, samkvæmt lögum, að leggja 100 evra sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu dæmi, um 360 milljónir króna. Hilda Guðný Svavarsdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnuninni beri að framfylgja lögunum. „Okkar hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að flugrekendur framfylgi skyldum sínum samkvæmt lögunum og einnig að sinna leiðbeiningarskyldu okkar í þessu sambandi.“ Fréttablaðið sagði í gær frá því að Landhelgisgæslan væri á þessum lista. Verið er að reyna að semja um undanþágu fyrir gæsluna, en takist það ekki þarf hún að kaupa sér loftslagsheimildir, með tilheyrandi snúningum varðandi gjaldeyrishöft. Sektunum á að beita frá og með 1. maí. Óvíst er þó hvernig Umhverfisstofnun hyggst fara að því að sekta egypska eða írska herinn, eða hvort flugvélar bandarískra flugfélaga verða kyrrsettar lendi þær hér. kolbeinn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Egypski og ísraelski herinn, kínversk flugfélög, stefnumótasíðan dating.dk og líbanskt flugfélag. Þetta eru dæmi um þá flugrekendur sem skráðir eru á Íslandi og eru á ábyrgð íslenskra stjórnvalda þegar kemur að útblástursmálum. Viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með loftslagsheimildir skyldar stjórnvöld í hverju ríki fyrir sig að fylgjast með því að fyrirtæki hafi útblástursheimildir til móts við það magn af gróðurhúsalofttegundum sem starfsemi þeirra leysir út í andrúmsloftið. Kerfið nær til stóriðju og flugrekenda og er þeim síðarnefndu skipt niður á flugsvæði, meðal annars eftir því hvort þeir fljúgi þar um. Þannig þurfa flugrekendur ekki að starfa í viðkomandi landi þótt þeir séu þar skráðir. Á Íslandi eru um 350 flugrekendur skráðir og falla því undir umsjón Umhverfisstofnunar. Listinn sýnir að flugvélar frá viðkomandi flugrekendum, hvort sem er danska stefnumótasíðan eða herirnir, hafa lent hér á leið frá ríki utan Evrópska efnahagssvæðisins, eða tekið á loft héðan. Hvert erindið var er ekki tilgreint.Sektir eða kyrrsetning Allir flugrekendur, sem falla undir kerfið, verða að hafa skilað inn losunaráætlun 31. mars. Þar er tilgreint hve miklu af gróðurhúsalofttegundum (CO2) vélar þeirra hafa blásið út í loftið. Umhverfisstofnun fer yfir áætlunina og flugrekendur hafa síðan frest til 30. apríl til að skila inn losunarheimildum í samræmi við hana og athugasemdir Umhverfisstofnunar, ef einhverjar eru. Kerfið virkar þannig að flugfélag tilkynnir, svo dæmi sé tekið, um að það hafi losað 20 þúsund tonn af CO2 út í andrúmsloftið. Segjum að Umhverfisstofnun geri athugasemdir um að í raun sé heildartalan 22 þúsund tonn. Flugrekandinn hefur þá frest til 30. apríl til að verða sér úti um heimildir á móti losuninni. Kerfið er í raun eins og heimabanki og fari flugrekandinn yfir á reikningnum þarf hann að millifæra losunarheimildir inn á hann. Árið 2012 var tilraunaár með þetta kerfi, en í ár ber íslenskum stjórnvöldum að fara eftir því að fullu. Það þýðir að þeim ber að sjá til þess að flugrekendur hafi losunarheimildir á móti útblæstri. Sé svo ekki á að leggja á þá stjórnvaldssekt, sem nemur 100 evrum á hvert tonn af útblæstri. Að öðrum kosti verði vélarnar kyrrsettar.Ábyrgð Umhverfisstofnunar Ef við gefum okkur að flugrekandinn í ímyndaða dæminu hér að framan eigi engar loftslagsheimildir á móti útblæstri þá þarf hann að kaupa sér heimildir í apríl. Verðið á þeim er um sjö evrur á tonnið á markaði og kostnaður félagsins næmi 154 þúsund evrum, tæplega 25 milljónum íslenskra króna. Takist það ekki, eða sinni félagið því ekki, ber Umhverfisstofnun, samkvæmt lögum, að leggja 100 evra sekt á hvert tonn. Það þýðir, í þessu dæmi, um 360 milljónir króna. Hilda Guðný Svavarsdóttir, lögfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að stofnuninni beri að framfylgja lögunum. „Okkar hlutverk er meðal annars að fylgjast með því að flugrekendur framfylgi skyldum sínum samkvæmt lögunum og einnig að sinna leiðbeiningarskyldu okkar í þessu sambandi.“ Fréttablaðið sagði í gær frá því að Landhelgisgæslan væri á þessum lista. Verið er að reyna að semja um undanþágu fyrir gæsluna, en takist það ekki þarf hún að kaupa sér loftslagsheimildir, með tilheyrandi snúningum varðandi gjaldeyrishöft. Sektunum á að beita frá og með 1. maí. Óvíst er þó hvernig Umhverfisstofnun hyggst fara að því að sekta egypska eða írska herinn, eða hvort flugvélar bandarískra flugfélaga verða kyrrsettar lendi þær hér. kolbeinn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent