Fjárfestingar í fullum gangi Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 20. mars 2013 06:00 Mjög er rætt um að auka þurfi þjóðartekjur og hagvöxt og að besta ráðið til þess sé að örva fjárfestingar. En þar er við ramman reip að draga og ytri aðstæður hafa verið okkur mótdrægar. Hagvöxtur er lítill í helstu viðskiptalöndum og sums staðar neikvæður eins og í Bretlandi um þessar mundir. Sjálf neyðumst við til að beita gjaldeyrishöftum og heimilin í landinu líða fyrir óstöðugleika gjaldmiðilsins. Forystumenn í atvinnulífinu og raunar þjóðin öll skynjar æ betur að á vandanum verður að taka og engum dyrum má loka. Þannig vill nú 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýlegri könnun ljúka aðildarviðræðum við ESB.Tíu milljarðar á þessu ári Ríkisstjórnin getur borið höfuðið hátt í þessum efnum. Margvísleg verkefni og framkvæmdir, sem falla undir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar, eru nú hafnar eða eru á undirbúningsstigi. Þær eru fjármagnaðar með arði af eignarhlutum ríkisins í bönkunum og veiðigjaldi sem lögleitt var á síðasta ári. Samtals nema fjárfestingar í krafti áætlunar ríkisstjórnarinnar 10,3 milljörðum króna á þessu ári; 4,2 milljarðar króna renna til hennar af veiðigjaldinu en um 6,1 milljarður er arðgreiðslur vegna eignarhluta í bönkunum. Fjárfestingaráætlunin, sem kynnt var snemma sumars í fyrra, gerði okkur kleift að flýta samgöngubótum en áætlað er að 2,5 milljarðar renni til þeirra á þessu ári. Tilboð verða opnuð innan tíðar í Norðfjarðargöng og ráðgert er að hefja framkvæmdir síðsumars. Einnig verður 640 milljónum króna varið á þessu ári til framkvæmda við Landeyjahöfn og til hönnunar nýs Herjólfs. Framlag til rannsókna- og tækniþróunarsjóða hefur verið aukið um 1,3 milljarða króna. Ég veit að það mælist hvarvetna vel fyrir enda þurfum við í sífellt meiri mæli að treysta á sérhæfða kunnáttu og tækniþekkingu í atvinnulífinu. Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar var frá upphafi ætlað að örva skapandi greinar, auka veg græna hagkerfisins og efla hag ferðaþjónustunnar. Þannig hafa framlög til Kvikmyndasjóðs verið hækkuð um 82 prósent á þessu ári. Framlög til verkefnissjóða lista og skapandi greina hækka um 250 milljónir króna. Hálfum milljarði króna verður varið til uppbyggingar ferðamannastaða. Ekki er óalgengt að annað eins komi frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem mótframlag. Í nafni áætlunarinnar verður stofnaður grænn fjárfestingarsjóður með 500 milljóna króna framlagi. Hann verður vistaður í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styður þar m.a. starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá er ráðgert að verja öðrum 280 milljónum króna á vegum forsætisráðuneytisins til að auka fjölbreytni atvinnulífsins og örva græna hagkerfið.Menningin skapar verðmæti Nýverið var tekin skóflustunga að nýju húsi íslenskra fræða við Háskóla Íslands. Þar verður Árnastofnun til húsa í framtíðinni, handritin okkar dýrmætu og menningardeild Háskóla Íslands. Opinbert framlag til framkvæmdanna er hluti fjárfestingaráætlunarinnar og nemur 800 milljónum króna. Aðrar 600 milljónir króna til verksins koma frá Happdrætti Háskóla Íslands. Þá hefur samist um leigu á Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands, en 500 milljónum króna verður varið til safnsins á þessu ári af fjármunum fjárfestingaráætlunarinnar. Margt fleira mætti nefna, eins og framkvæmdir við fjölsótta ferðamannastaði sem miða að vernd friðlýstra svæða. Það er líka ánægjulegt og viðeigandi nú í „Hönnunarmars“ að jafnframt auknum framlögum til verkefnissjóða lista og skapandi greina hafa verið stofnaðir nýir sjóðir eins og Hönnunarsjóður og Handverkssjóður. Allt sem hér er nefnt snertir verkefni sem hafin eru eða eru í undirbúningi. Ríkisstjórnin hefur því ótrauð stuðlað að fjárfestingum og tekist að fjármagna þær með arði af eignum og auðlindum þjóðarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein HönnunarMars Jóhanna Sigurðardóttir Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mjög er rætt um að auka þurfi þjóðartekjur og hagvöxt og að besta ráðið til þess sé að örva fjárfestingar. En þar er við ramman reip að draga og ytri aðstæður hafa verið okkur mótdrægar. Hagvöxtur er lítill í helstu viðskiptalöndum og sums staðar neikvæður eins og í Bretlandi um þessar mundir. Sjálf neyðumst við til að beita gjaldeyrishöftum og heimilin í landinu líða fyrir óstöðugleika gjaldmiðilsins. Forystumenn í atvinnulífinu og raunar þjóðin öll skynjar æ betur að á vandanum verður að taka og engum dyrum má loka. Þannig vill nú 61 prósent þeirra sem tóku afstöðu í nýlegri könnun ljúka aðildarviðræðum við ESB.Tíu milljarðar á þessu ári Ríkisstjórnin getur borið höfuðið hátt í þessum efnum. Margvísleg verkefni og framkvæmdir, sem falla undir fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar, eru nú hafnar eða eru á undirbúningsstigi. Þær eru fjármagnaðar með arði af eignarhlutum ríkisins í bönkunum og veiðigjaldi sem lögleitt var á síðasta ári. Samtals nema fjárfestingar í krafti áætlunar ríkisstjórnarinnar 10,3 milljörðum króna á þessu ári; 4,2 milljarðar króna renna til hennar af veiðigjaldinu en um 6,1 milljarður er arðgreiðslur vegna eignarhluta í bönkunum. Fjárfestingaráætlunin, sem kynnt var snemma sumars í fyrra, gerði okkur kleift að flýta samgöngubótum en áætlað er að 2,5 milljarðar renni til þeirra á þessu ári. Tilboð verða opnuð innan tíðar í Norðfjarðargöng og ráðgert er að hefja framkvæmdir síðsumars. Einnig verður 640 milljónum króna varið á þessu ári til framkvæmda við Landeyjahöfn og til hönnunar nýs Herjólfs. Framlag til rannsókna- og tækniþróunarsjóða hefur verið aukið um 1,3 milljarða króna. Ég veit að það mælist hvarvetna vel fyrir enda þurfum við í sífellt meiri mæli að treysta á sérhæfða kunnáttu og tækniþekkingu í atvinnulífinu. Fjárfestingaráætlun ríkisstjórnarinnar var frá upphafi ætlað að örva skapandi greinar, auka veg græna hagkerfisins og efla hag ferðaþjónustunnar. Þannig hafa framlög til Kvikmyndasjóðs verið hækkuð um 82 prósent á þessu ári. Framlög til verkefnissjóða lista og skapandi greina hækka um 250 milljónir króna. Hálfum milljarði króna verður varið til uppbyggingar ferðamannastaða. Ekki er óalgengt að annað eins komi frá fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem mótframlag. Í nafni áætlunarinnar verður stofnaður grænn fjárfestingarsjóður með 500 milljóna króna framlagi. Hann verður vistaður í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og styður þar m.a. starfsemi Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Þá er ráðgert að verja öðrum 280 milljónum króna á vegum forsætisráðuneytisins til að auka fjölbreytni atvinnulífsins og örva græna hagkerfið.Menningin skapar verðmæti Nýverið var tekin skóflustunga að nýju húsi íslenskra fræða við Háskóla Íslands. Þar verður Árnastofnun til húsa í framtíðinni, handritin okkar dýrmætu og menningardeild Háskóla Íslands. Opinbert framlag til framkvæmdanna er hluti fjárfestingaráætlunarinnar og nemur 800 milljónum króna. Aðrar 600 milljónir króna til verksins koma frá Happdrætti Háskóla Íslands. Þá hefur samist um leigu á Perlunni undir Náttúruminjasafn Íslands, en 500 milljónum króna verður varið til safnsins á þessu ári af fjármunum fjárfestingaráætlunarinnar. Margt fleira mætti nefna, eins og framkvæmdir við fjölsótta ferðamannastaði sem miða að vernd friðlýstra svæða. Það er líka ánægjulegt og viðeigandi nú í „Hönnunarmars“ að jafnframt auknum framlögum til verkefnissjóða lista og skapandi greina hafa verið stofnaðir nýir sjóðir eins og Hönnunarsjóður og Handverkssjóður. Allt sem hér er nefnt snertir verkefni sem hafin eru eða eru í undirbúningi. Ríkisstjórnin hefur því ótrauð stuðlað að fjárfestingum og tekist að fjármagna þær með arði af eignum og auðlindum þjóðarinnar.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar