Frábær á réttum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. mars 2013 06:00 "Ef við lokum vörninni getum við unnið hvaða lið sem er,“ segir Guðmundur. Mynd/Vilhelm Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8) Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Óhætt er að segja að Guðmundur Jónsson hafi stigið fram þegar lið hans þurfti á því að halda. Þegar ljóst var að Baldur Þór Ragnarsson og Darri Hilmarsson yrðu frá keppni út tímabilið reiknuðu margir með því að Þórsarar myndu gefa eftir í baráttunni um annað sæti Dominos-deildarinnar. Tap gegn Keflavík í næsta leik renndi stoðum undir vangavelturnar en þá sagði Guðmundur hingað og ekki lengra. „Þegar meiðslin þeirra koma aftan að manni hugsar maður að tími sé kominn til að axla ábyrgð og gera eitthvað af viti," segir Guðmundur. Bakvörðurinn fór fyrir liði sínu í síðustu tveimur leikjunum sem unnust og tryggðu liðinu annað sætið. Frammistaða hans seinni hluta móts tryggði honum sæti í úrvalsliði seinni hlutans sem tilkynnt var í gær. „Ég var ekki alveg nógu sáttur við spilamennskuna fyrri hluta tímabilsins en hún hefur verið fín undanfarið," segir Njarðvíkingurinn uppaldi og vonast eftir því að framhald verði á. Annað sætið gefur Þórsurum heimaleikjarétt út keppnina gegn öllum liðum nema toppliði og ríkjandi Íslandsmeisturum Grindavíkur. Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórsara, segir meiðsli fyrrnefndra lykilmanna hafa gert mönnum ljóst að þeir þyrftu að axla meiri ábyrgð. „Það verður ekki annað sagt en að Guðmundur Jónsson hafi gert það allhressilega. Hann hefur spilað frábærlega undanfarið. Ég hef trú á því að við fáum fleiri í þennan toppgír og þá getur allt gerst," segir Benedikt. Þórsarar mæta KR-ingum í fyrsta leik liðanna í Þorlákshöfn á fimmtudagskvöld. KR-ingum var spáð Íslandsmeistaratitlinum og hefur frammistaða liðsins valdið vonbrigðum. Sjöunda sæti varð hlutskipti liðsins sem hefur þó á reynslumeira liði að skipa en Þórsarar. „Við erum ekki með reynslumesta liðið í úrslitakeppninni. Þorlákshöfn komst þangað í fyrsta skipti í fyrra. Þetta eru ungir strákar og verða bara að stíga fram," segir Guðmundur. Hann minnir á að deildin hafi verið sérstaklega jöfn og liðin hafi skipst á að vinna í vetur. „Ef maður mætir ekki tilbúinn getur þetta farið á alla vegu. Menn þurfa að mæta klárir í slagsmál," segir Guðmundur. Þór kom flestum á óvart og komst í úrslitin gegn Grindavík í fyrra en mátti játa sig sigraðan í fjórum leikjum gegn Grindavík. Getur liðið farið alla leið í ár? „Já, engin spurning. Ég hef trú á því," segir Guðmundur.Guðmundur Jónsson í 21. og 22. umferð(Tölfræði hans í fyrstu 20 umferðunum)Stig í leik 28,5 (12,7)3ja stiga skotnýting 58 prósent (32 prósent)Skotnýting 60 prósent (37 prósent)Fráköst í leik 6,5 (4,1)Stoðsendingar í leik 4,0 (2,7)Framlag í leik 31,0 (10,8)
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn