Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál Guðbjartur Hannesson skrifar 16. mars 2013 06:00 Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Eflaust þekkja flestir á eigin skinni hvernig togstreita getur skapast milli heimilis og vinnu og aðstæður í versta falli orðið slíkar að fólki finnist það sífellt vera að svíkjast undan merkjum, ýmist gagnvart fjölskyldunni eða vinnunni. En þótt við höfum hvert um sig hugmynd um hvernig þetta getur verið er mikilvægt að afla sem mestra upplýsinga um þessi mál og rannsaka þau sem best þannig að úr megi bæta. Eitt af markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, er að gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Þetta sama markmið er mjög áberandi í stefnu Evrópusambandsins í jafnréttismálum. Hér á landi hefur umræðan að mestu snúist um möguleika fjölskyldna með ung börn til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf en í Evrópu beinast sjónir æ meir að umönnun eldri ættingja enda fer gömlu fólki fjölgandi um alla álfuna. Þetta þarf að koma inn í umræðuna hér á landi.Lykilþáttur Aðgerðir til að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf geta verið margvíslegar og þar er jafnrétti kynjanna bæði á vinnumarkaði og inni á heimilum lykilþáttur. Þar erum við að tala um vinnutíma fólks, meðal annars lengd vinnuvikunnar, sveigjanlegan vinnutíma, fæðingarorlof foreldra, frídaga vegna veikinda barna og veikinda eða umönnunar aldraðra. Skipulag skólastarfs er einnig mikilvægur þáttur, eins og aðgangur að leikskólum, samfelldur skóladagur og skólamáltíðir svo eitthvað sé nefnt. Einnig má nefna skiptingu heimilis- og uppeldisstarfa, frítíma, heilsu og réttinn til einkalífs. Með þessu síðasta er meðal annars átt við að fólk taki ekki vinnuna með sér heim og fái frið frá vinnunni utan vinnutíma. Í þessu samhengi má nefna að Svíar hafa beint sjónum að veikindadögum fólks og hlutastörfum á vinnumarkaði en þar í landi eru veikindadagar kvenna helmingi fleiri en veikindadagar karla. Bent hefur verið á að okkur skortir þekkingu og upplýsingar um mörg framangreind atriði. Kannanir sýna að verkaskipting á heimilum er enn mjög ójöfn. Við höfum upplýsingar um nýtingu fæðingarorlofs en þó eru þar ýmsir þættir sem við viljum kanna nánar. Einnig vantar okkur upplýsingar um sveigjanlegan vinnutíma hér á landi og veikindadaga.Leiðir að lausnum Mikilvægt er að fjalla um þessi mál og finna leiðir að lausnum, samræming fjölskyldu- og atvinnulífs varðar lífsgæði fólks og á að stuðla að farsælla fjölskyldulífi. Til að vinna að þessu mikilvæga verkefni skipaði ég í samstarfi við Jafnréttisráð og Jafnréttisstofu vinnuhóp um samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Í vinnuhópnum sitja fulltrúar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. Eitt af fyrstu verkefnum vinnuhópsins var að boða til morgunverðarfundar í Reykjavík þar sem meðal annars var leitað svara við því hvernig fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög geta auðveldað starfsfólki og eða íbúum að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Upptökur erinda frá morgunverðarfundinum má sjá á heimasíðunni www.hidgullnajafnvaegi.is Vinnuhópurinn mun skila mér greinargerð um framkvæmd verkefna og aðgerðir á opnum fundi sem haldinn verður á Akureyri föstudaginn 12. apríl nk. Þar verða einnig kynntar fyrstu niðurstöður rannsóknar á því hvernig þátttakendum á vinnumarkaði finnst þeim takast að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Barátta kvenna fyrir aukinni menntun og sýnileika í samfélaginu hefur leitt til aukinnar þátttöku kvenna á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það bera þær enn í dag meginábyrgð á því ólaunaða starfi sem fram fer inni á heimilunum. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er jafnréttismál. Ef vel tekst til þá leiðir það til aukinna lífsgæða fyrir alla.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun