Eru dansarar og ljósamenn á danssýningu Sara McMahon skrifar 15. mars 2013 06:00 Dansararnir Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir setja upp dansverkið Coming up. Á sýningunni dansa þær, stýra hljóði og ljósum. Fréttablaðið/Vilhelm Dansararnir Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir standa að danssýningunni Coming Up sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói þann 22. mars. Stúlkurnar eru báðar meðlimir danshópsins Hreyfiþróunarsamsteypan. Verkið fjallar um tvo danshöfunda sem ætla sér að skapa dansverk með hinum fullkomna hápunkti. Þeir eiga þó erfitt með að dansa í takt og virðist hinn fullkomni hápunktur renna út í sandinn. „Við höfðum áhuga á að skoða nánar hápunkta og uppbyggingu dansverka. Flestum listamönnum langar að búa til nokkuð stórkostlegt fyrir sviðið og ná hinum fullkomna hápunkti. Í leiðinni erum við líka að fjalla um hversdagsleikan og hið ófullkomna,“ lýsir Katrín. Stúlkurnar eru báðar háskólamenntaðar á sviði danslista, en Katrín er einnig með MA gráðu í heilsuhagfræði og starfar sem slíkur hjá velferðarráðuneytinu. Melkorka er jafnframt nýkjörin formaður Félags íslenskra listdansara. „Ég starfa sem heilsuhagfræðingur, þó ég kalli sjálfa mig áhugahagfræðing því ég er vanari vinnunni sem listamaður. Melkorka er nýkjörin formaður FÍLD og stússast í því þessa dagana. Við erum því báðar komnar í vinnu í opinbera geiranum samhliða dansinum,“ segir hún og hlær. Vinna við uppsetningu verksins hefur staðið frá því í janúar og að sögn Katrínar hafa æfingar gengið vel. „Við stjórnum líka hljóðinu og ljósunum. Við erum í raun allt í öllu; dönsum, spilum og kveikjum ljósin,“ segir hún og bætir við: „Við saumuðum þó ekki búningana.“ Þegar Katrín er að lokum spurð hvort að þær hafi nokkru sinni lent í því að gleyma danssporum á sýningum svarar hún játandi. „En það er partur af þessu. Í fyrra slasaðist Melkorka til dæmis í miðri sýningu og við þurftum að halda áfram að dansa á milli þess sem við reyndum að finna sjúkrakassa baksviðs. Ég held að áhorfendur hafi samt ekki tekið eftir neinu. The show must go on.“ Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Dansararnir Katrín Gunnarsdóttir og Melkorka Sigríður Magnúsdóttir standa að danssýningunni Coming Up sem frumsýnd verður í Tjarnarbíói þann 22. mars. Stúlkurnar eru báðar meðlimir danshópsins Hreyfiþróunarsamsteypan. Verkið fjallar um tvo danshöfunda sem ætla sér að skapa dansverk með hinum fullkomna hápunkti. Þeir eiga þó erfitt með að dansa í takt og virðist hinn fullkomni hápunktur renna út í sandinn. „Við höfðum áhuga á að skoða nánar hápunkta og uppbyggingu dansverka. Flestum listamönnum langar að búa til nokkuð stórkostlegt fyrir sviðið og ná hinum fullkomna hápunkti. Í leiðinni erum við líka að fjalla um hversdagsleikan og hið ófullkomna,“ lýsir Katrín. Stúlkurnar eru báðar háskólamenntaðar á sviði danslista, en Katrín er einnig með MA gráðu í heilsuhagfræði og starfar sem slíkur hjá velferðarráðuneytinu. Melkorka er jafnframt nýkjörin formaður Félags íslenskra listdansara. „Ég starfa sem heilsuhagfræðingur, þó ég kalli sjálfa mig áhugahagfræðing því ég er vanari vinnunni sem listamaður. Melkorka er nýkjörin formaður FÍLD og stússast í því þessa dagana. Við erum því báðar komnar í vinnu í opinbera geiranum samhliða dansinum,“ segir hún og hlær. Vinna við uppsetningu verksins hefur staðið frá því í janúar og að sögn Katrínar hafa æfingar gengið vel. „Við stjórnum líka hljóðinu og ljósunum. Við erum í raun allt í öllu; dönsum, spilum og kveikjum ljósin,“ segir hún og bætir við: „Við saumuðum þó ekki búningana.“ Þegar Katrín er að lokum spurð hvort að þær hafi nokkru sinni lent í því að gleyma danssporum á sýningum svarar hún játandi. „En það er partur af þessu. Í fyrra slasaðist Melkorka til dæmis í miðri sýningu og við þurftum að halda áfram að dansa á milli þess sem við reyndum að finna sjúkrakassa baksviðs. Ég held að áhorfendur hafi samt ekki tekið eftir neinu. The show must go on.“
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira