Eru siðareglur lífeyrissjóða gluggaskraut? Ólafur Hauksson skrifar 13. mars 2013 06:00 Icelandair Group er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu meirihluta Íslendinga. Ætla mætti að fulltrúar lífeyrissjóða á aðalfundi Icelandair Group hefðu siðareglur þeirra í heiðri við val stjórnarmanna. En slíkar reglur virðast ekki flækjast fyrir, í ljósi þeirrar staðreyndar að fulltrúar lífeyrissjóðanna velja Sigurð Helgason sem stjórnarformann Icelandair Group. Ekki er langt síðan Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, var dæmt í Hæstarétti til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota þegar Sigurður Helgason var þar forstjóri. Þessi brot áttu sér stað á árunum 2003 og 2004, en þá fórnaði Icelandair farþegatekjum upp á 18 milljarða króna til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Sem þáverandi forstjóri bar Sigurður ábyrgð á samkeppnislagabrotum Icelandair. Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa þessi lögbrot og hrikalegt tekjutap sem þeim fylgdu engin áhrif haft á framgang hans í viðskiptalífinu. Þess í stað hefur Sigurði verið lyft á stall stjórnarformanns Icelandair Group.Metnaðarfullar siðareglur Aðaleigendur Icelandair Group, Framtakssjóður með Landsbankann og lífeyrissjóðina innanborðs, ásamt flestöllum lífeyrissjóðum landsins, hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráðurinn í þeim er að sýna samfélagslega ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Með valinu á Sigurði Helgasyni í stjórn Icelandair Group láta lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn eins og siðareglurnar séu gluggaskraut en ekki til alvöru notkunar. Sem forstjóri Icelandair vann Sigurður beinlínis gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna, fólksins í landinu. Undir stjórn hans gerði Icelandair atlögu að hagsmunum almennings með misnotkun á markaðsráðandi stöðu félagsins. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi, samkeppni sem tryggði neytendum lægri flugfargjöld en áður höfðu þekkst.Farþegatekjur Icelandair hrundu Árin 2001 og 2002 voru heildarfarþegatekjur Icelandair 85 milljarðar króna, framreiknað til dagsins í dag. Næstu tvö ár, 2003 og 2004, fyrstu ár samkeppninnar frá Iceland Express, lækkuðu heildarfarþegatekjur Icelandair niður í 67 milljarða króna. Samt fækkaði farþegum félagsins ekkert. Undir stjórn Sigurðar Helgasonar fórnaði Icelandair sem sé 18 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýja keppinautinn. Þá, líkt og nú, voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í félaginu. Sjóðfélagar töpuðu því beint á þessum lögbrotum í gegnum verri afkomu Icelandair. Ekki skyldi gleyma áhrifunum af miskunnarlausu framferði Sigurðar á stofnendur Iceland Express. Vegna þessara lögbrota töpuðu þeir margra ára undirbúningsvinnu, milljarða króna viðskiptahugmynd og lífvænlegu fyrirtæki, þegar þeir neyddust til að láta það af hendi vegna lögbrota Icelandair.Á að kjósa Sigurð áfram? Framferði Icelandair, á ábyrgð Sigurðar Helgasonar, stríddi gegn öllu viðskiptasiðferði. Siðlaus framkoma af því tagi fyrnist ekki. Ef fulltrúar lífeyrissjóðanna og Landsbankans ætla að kjósa hann aftur til setu í stjórn Icelandair Group, þá afhjúpa þeir sig sem hræsnara sem halda að siðareglur séu bara til að sýnast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Icelandair Group er að langmestu leyti í eigu lífeyrissjóðanna, sem eru í eigu meirihluta Íslendinga. Ætla mætti að fulltrúar lífeyrissjóða á aðalfundi Icelandair Group hefðu siðareglur þeirra í heiðri við val stjórnarmanna. En slíkar reglur virðast ekki flækjast fyrir, í ljósi þeirrar staðreyndar að fulltrúar lífeyrissjóðanna velja Sigurð Helgason sem stjórnarformann Icelandair Group. Ekki er langt síðan Icelandair, dótturfélag Icelandair Group, var dæmt í Hæstarétti til að greiða 80 milljóna króna sekt vegna grófra samkeppnislagabrota þegar Sigurður Helgason var þar forstjóri. Þessi brot áttu sér stað á árunum 2003 og 2004, en þá fórnaði Icelandair farþegatekjum upp á 18 milljarða króna til að drepa nýjan keppinaut í fæðingu. Sem þáverandi forstjóri bar Sigurður ábyrgð á samkeppnislagabrotum Icelandair. Af einhverjum undarlegum ástæðum hafa þessi lögbrot og hrikalegt tekjutap sem þeim fylgdu engin áhrif haft á framgang hans í viðskiptalífinu. Þess í stað hefur Sigurði verið lyft á stall stjórnarformanns Icelandair Group.Metnaðarfullar siðareglur Aðaleigendur Icelandair Group, Framtakssjóður með Landsbankann og lífeyrissjóðina innanborðs, ásamt flestöllum lífeyrissjóðum landsins, hafa sett sér metnaðarfullar siðareglur. Rauði þráðurinn í þeim er að sýna samfélagslega ábyrgð. Mikil áhersla er lögð á góða viðskiptahætti í samræmi við almennt og gott viðskiptasiðferði. Með valinu á Sigurði Helgasyni í stjórn Icelandair Group láta lífeyrissjóðirnir og Landsbankinn eins og siðareglurnar séu gluggaskraut en ekki til alvöru notkunar. Sem forstjóri Icelandair vann Sigurður beinlínis gegn hagsmunum eigenda lífeyrissjóðanna, fólksins í landinu. Undir stjórn hans gerði Icelandair atlögu að hagsmunum almennings með misnotkun á markaðsráðandi stöðu félagsins. Tilgangurinn var að koma í veg fyrir samkeppni í millilandaflugi, samkeppni sem tryggði neytendum lægri flugfargjöld en áður höfðu þekkst.Farþegatekjur Icelandair hrundu Árin 2001 og 2002 voru heildarfarþegatekjur Icelandair 85 milljarðar króna, framreiknað til dagsins í dag. Næstu tvö ár, 2003 og 2004, fyrstu ár samkeppninnar frá Iceland Express, lækkuðu heildarfarþegatekjur Icelandair niður í 67 milljarða króna. Samt fækkaði farþegum félagsins ekkert. Undir stjórn Sigurðar Helgasonar fórnaði Icelandair sem sé 18 milljarða króna farþegatekjum til að drepa nýja keppinautinn. Þá, líkt og nú, voru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í félaginu. Sjóðfélagar töpuðu því beint á þessum lögbrotum í gegnum verri afkomu Icelandair. Ekki skyldi gleyma áhrifunum af miskunnarlausu framferði Sigurðar á stofnendur Iceland Express. Vegna þessara lögbrota töpuðu þeir margra ára undirbúningsvinnu, milljarða króna viðskiptahugmynd og lífvænlegu fyrirtæki, þegar þeir neyddust til að láta það af hendi vegna lögbrota Icelandair.Á að kjósa Sigurð áfram? Framferði Icelandair, á ábyrgð Sigurðar Helgasonar, stríddi gegn öllu viðskiptasiðferði. Siðlaus framkoma af því tagi fyrnist ekki. Ef fulltrúar lífeyrissjóðanna og Landsbankans ætla að kjósa hann aftur til setu í stjórn Icelandair Group, þá afhjúpa þeir sig sem hræsnara sem halda að siðareglur séu bara til að sýnast.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar