Hvar eru konurnar? Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 13. mars 2013 06:00 Nýr ritstjóri Fréttatímans, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, hefur tekið saman athyglisverða tölfræði um konur og dagblöð. Af þeim 130 ritstjórum sem verið hafa á dagblöðum á Íslandi frá upphafi er hún fimmta konan. Fyrir einni og hálfri viku höfðu sem sagt fjórar konur gegnt ritstjórastöðu á íslenskum dagblöðum. Og samanlagður starfstími þeirra er skemmri en forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Frá upphafi blaðaútgáfu hér á landi hefur lengur verið kvenkyns forsætisráðherra en kvenkyns ritstjóri dagblaðs. Er þetta eðlilegt? Já, segja einhverjir og tína það til að engu máli skipti hvort karl eða kona gegni stöðunni. Málið snúist um verðleika einstaklinga, ekki hvort þeir eru með typpi eða ekki. Samkvæmt þessum rökum er það eðlileg ályktun að konur séu einfaldlega minni að verðleikum en karlar þegar kemur að ritstjórn dagblaða. Auðvitað er það ekki þannig. Þegar jafnaugljós tilhneiging og þessi kemur fram þá liggur eitthvað meira á bak við hana en sú tilviljun að í hvert einasta skipti sem ráða þarf nýjan ritstjóra bíði verðugur karl á kantinum sem henti betur en kona. Væri um að ræða vísindatilraun, um nánast hvaða annað fyrirbæri sem er, mundi rannsakandinn leyfa sér að fullyrða að hér byggju aðrar ástæður að baki. Þegar kemur að jafnréttismálum er hins vegar alltaf stór hópur tilbúinn að láta líta svo út sem konur séu bara svona óheppnar. Því miður sé bara alltaf einhver karl sem henti betur. Það eru undantekningalítið karlar sem tala svona. Sjálfur er ég karl, loðinn og rámur, og hef aldrei rekið mig á glerþakið fræga. Þess vegna veit ég í raun ekki hversu mikilvægt það er konum að hafa kvenyfirmenn, eða hversu mikilvægt það er konum að lesa eftir konur. Ég get reynt að gera mér það í hugarlund, hlustað skilningsríkur á konur sem um það ræða, en ég get ekki reynt það á eigin skinni. Af því að ég tilheyri þeim hópi sem er með typpi. Við höfum ekkert umfram konur, nema þennan spena sem hefur leitt okkur til hæstu metorða í samfélaginu. Það er einfaldlega ekki boðlegt að láta eins og þetta sé ekki vandamál. Það er ástæða fyrir því að stjórnvöld og fyrirtæki fara í átak til að auka hlut kvenna. Við fjölmiðlar segjum frá slíkum átökum en verðum einnig að bera þroska til að líta í eigin barm. Helmingur lesenda okkar er konur og fjölmiðlar eiga að þjóna lesendum sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Nýr ritstjóri Fréttatímans, Sigríður Dögg Auðunsdóttir, hefur tekið saman athyglisverða tölfræði um konur og dagblöð. Af þeim 130 ritstjórum sem verið hafa á dagblöðum á Íslandi frá upphafi er hún fimmta konan. Fyrir einni og hálfri viku höfðu sem sagt fjórar konur gegnt ritstjórastöðu á íslenskum dagblöðum. Og samanlagður starfstími þeirra er skemmri en forsætisráðherratíð Jóhönnu Sigurðardóttur. Frá upphafi blaðaútgáfu hér á landi hefur lengur verið kvenkyns forsætisráðherra en kvenkyns ritstjóri dagblaðs. Er þetta eðlilegt? Já, segja einhverjir og tína það til að engu máli skipti hvort karl eða kona gegni stöðunni. Málið snúist um verðleika einstaklinga, ekki hvort þeir eru með typpi eða ekki. Samkvæmt þessum rökum er það eðlileg ályktun að konur séu einfaldlega minni að verðleikum en karlar þegar kemur að ritstjórn dagblaða. Auðvitað er það ekki þannig. Þegar jafnaugljós tilhneiging og þessi kemur fram þá liggur eitthvað meira á bak við hana en sú tilviljun að í hvert einasta skipti sem ráða þarf nýjan ritstjóra bíði verðugur karl á kantinum sem henti betur en kona. Væri um að ræða vísindatilraun, um nánast hvaða annað fyrirbæri sem er, mundi rannsakandinn leyfa sér að fullyrða að hér byggju aðrar ástæður að baki. Þegar kemur að jafnréttismálum er hins vegar alltaf stór hópur tilbúinn að láta líta svo út sem konur séu bara svona óheppnar. Því miður sé bara alltaf einhver karl sem henti betur. Það eru undantekningalítið karlar sem tala svona. Sjálfur er ég karl, loðinn og rámur, og hef aldrei rekið mig á glerþakið fræga. Þess vegna veit ég í raun ekki hversu mikilvægt það er konum að hafa kvenyfirmenn, eða hversu mikilvægt það er konum að lesa eftir konur. Ég get reynt að gera mér það í hugarlund, hlustað skilningsríkur á konur sem um það ræða, en ég get ekki reynt það á eigin skinni. Af því að ég tilheyri þeim hópi sem er með typpi. Við höfum ekkert umfram konur, nema þennan spena sem hefur leitt okkur til hæstu metorða í samfélaginu. Það er einfaldlega ekki boðlegt að láta eins og þetta sé ekki vandamál. Það er ástæða fyrir því að stjórnvöld og fyrirtæki fara í átak til að auka hlut kvenna. Við fjölmiðlar segjum frá slíkum átökum en verðum einnig að bera þroska til að líta í eigin barm. Helmingur lesenda okkar er konur og fjölmiðlar eiga að þjóna lesendum sínum.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun