Jarðbundin sýn á orkulindir Ari Trausti Guðmundsson og jarðvísindamaður og rithöfundur skrifa 7. mars 2013 06:00 Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Er Ísland ríkt af vatnsorku og jarðvarmaorku? Svarið felur í sér afstætt mat. Norðmenn hafa næstum fullvirkjað sín vatnsföll. Heildaraflið er um 30.000 MW. Afl núverandi íslenskra vatnorkuvera er tæplega 2.000 MW, að meðtalinni Búðarhálsvirkjun. Í biðflokki eru um 385 MW og er þar um að ræða virkjanir á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Aukið rennsli jökulvatna vegna hlýnunar gæti bætt tímabundið við einum 150-200 MW í núverandi virkjunum. Þetta merkir að fyrirsjáanlega nær virkjað vatnsafl ekki 10% af því norska. Jarðvarmaorkuver framleiða núna um 710 MW af rafafli, auk varmaafls sem felst í heitu neysluvatni. Í undirbúningi og nýtingarflokki eru virkjanir með um 780 MW af rafafli. Til samanburðar má líta til Bandaríkjanna en þar eru um 3.200 MW rafafls framleidd með jarðvarma. Fyrirsjáanlega næði Ísland að framleiða innan við helming þess. Kína, með sinn 1,3 milljarð íbúa, nýtir yfir 3.000 MW af lágvarma, mest til hitunar, en aðeins 30 MW til raforkuframleiðslu. Sennilega er hægt að framleiða hér um 4.000 MW í vatnsorku- og jarðhitaorkuverum eða innan við tvöfalt núverandi rafafl. Vissulega er það mikið miðað við íbúafjölda en lítið þegar þess er gætt að tvö og hálft breskt kjarnorkuver býr yfir sama afli. Við njótum þess að búa svona fá í landi með 11% jökulþekju (i bili!) og um 30 háhitasvæðum. Raforka þessara auðlinda er endanleg með núverandi tækni en ekki næstum ótæmandi eins og stundum mætti halda af óvarlegum orðum. Gætum að því.Aðrar leiðir Líta má til annarra leiða í raforkuframleiðslu. Vindorka er sambærileg hér við mörg önnur lönd. Stóru myllurnar tvær við Búrfell framleiða innan við 2MW og það þyrfti um 90 slíkar til að ná sama afli og í nýju Búðarhálsvirkjuninni. Virkjun sjávarfallastrauma er kleif og ef til vill má líka framleiða nokkuð dýra raforku í himnuvirkjunum (osmósuvirkjunum) þar sem ferskt og salt vatn í árósum er nýtt. Enn sem komið er hefur íslenska djúpborunarverkefnið (IDDP) ekki opnað fyrir orkustrauma sem fræðilega séð eru á 5-6 km dýpi. Takist að virkja þá, gæti jarðvarmaorkuforðinn margfaldast en það á eftir að koma í ljós. Ef horft er, án gömlu sölumennskutakta hrunsins og af raunsæi, á þessar staðreyndir er ljóst að við verðum að vanda okkur. Vanda til þess hvernig fáein þúsund megavött af raforku eru notuð á næstunni en af henni fer fyrirsjáanlega yfir helmingur til orkufreks iðnaðar í eigu erlendra aðila. Eigum við að nefna innlendan iðnað, landbúnað með jarðvarma, eldsneytisframleiðslu og afl til að mæta mannfjölgun? Miðað við núverandi þróun þarf 500-600 MW, bara til að mæta almennri raforkuþörf fram til 2050. Frá 2009 hefur verið unnið að uppbyggingu íslenska jarðhitaklasans. Þar koma um 80 stofnanir, fyrirtæki og sérfræðingar að samvinnu í geiranum. Þetta er afar mikilvægt starf (sjá www.gekon.is). Ég hef haft tækifæri til að snerta klasann örlítið á sviði umhverfismála. Samvinnan kristallar kunnáttuna hér heima í jarðhitafræðum og jarðhitanýtingu og í henni liggur útflutningsgeta okkar. Hún byggir m.a. á upplýsingum um staðreyndir, til dæmis um kosti og galla jarðvarmans, fyrirmyndum að varkárri og fjölþættri nýtingu og á jarðbundinni sýn á möguleikum Íslendinga sem og annarra þjóða. Í vikunni fer fram stór alþjóðleg jarðhitaráðstefna sem klasinn efnir til. Ísland er nýbúið að hafa forystu um að koma upp stóru alþjóðlegu samvinnuverkefni um nýtingu jarðhita í Austur-Afríku og hefur um langt skeið unnið að jarðhitaverkefnum í mörgum löndum. Það eru mikilvæg skref og jarðbundin.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun