Máltíðir Miðjarðarhafsins Teitur Guðmundsson skrifar 5. mars 2013 06:00 Fyrir rúmri viku var birt grein í New England Journal of Medicine þar sem farið var yfir rannsókn sem gerð var með rúmlega 7.000 einstaklingum á Spáni þar sem skoðað var hvaða áhrif tiltekið mataræði hefði á hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er ein fárra slíkra sem gerð hafa verið, en hún er sambærileg að upplagi og þegar gerðar eru stærri rannsóknir með tilliti til virkni lyfja sem kallast RCT (Randomized Controlled Trial) og eru undirstöður svokallaðrar sannreyndrar læknisfræði. Þarna var verið að bera saman þrjá hópa einstaklinga um nokkurra ára skeið sem fylgdu leiðbeiningum um mataræði sem nefnt er eftir Miðjarðarhafinu með ákveðnum áherslum á aukna neyslu ólífuolíu hjá einum þeirra, hnetuneyslu hjá öðrum og í þeim þriðja var almennt verið að leiðbeina um lækkun á fituneyslu auk fræðslu til allra. Hóparnir voru samsettir úr einstaklingum á bilinu 55-80 ára sem höfðu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en voru ekki með sjúkdómsgreiningu. Það sem kemur í ljós er að þeir sem héldu sig við ofangreint mataræði og máltíðir Miðjarðarhafsins sýndu fram á marktæka lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, eða allt að 30%, sem er svipað og við sjáum hjá þeim sjúklingum sem nota blóðfitulækkandi lyf í forvarnarskyni.Samanburð vantar Okkur hefur reyndar lengi grunað að þessi samsetning á mataræði hefði jákvæð áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma og eru eldri rannsóknir til sem ber að sama brunni. Það eru hins vegar engar rannsóknir til sem sýna muninn á milli breytingar á mataræði og fylgni við slíkt samanborið við lyf og/eða lyfleysu. Þegar maður rýnir í rannsóknir verður því ljóst að okkur er ekki alveg að takast að bera saman þá hluti sem við helst vildum þegar kemur að því að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar til almennings. Þá vantar sárlega að bera saman mismunandi tegundir mataræðis, þar sem það er ekki lengur sérstaklega bundið við ákveðin landsvæði heldur geta einstaklingar í hinum vestræna heimi nánast valið sér hvaða línu þeir aðhyllast hverju sinni, sem er gott. En hvort við eigum að drekka rauðvín og dreypa á ólífuolíu með hnetum, ávöxtum og grænmeti líkt og við Miðjarðarhafið eða borða hráan fisk og sjávargróður eins og þang og þörunga líkt og í fjarlægri Asíu er óljóst. Stanslaus áróður um það hvað er hollt og óhollt getur hins vegar ruglað mann talsvert í ríminu. Fagaðilarnir eru jafnvel orðnir óöruggir um það hvað þeir eigi að segja skjólstæðingum sínum og taka lítinn sem engan þátt í umræðunni sem er stýrt af hagsmunapoti aðila sem hafa oftsinnis litla sem enga þekkingu á starfsemi líkamans eða samsetningu matar og næringar.Gríðarlegir hagsmunir Þá verður að telja það einnig til að hagsmunirnir eru gríðarlegir þegar horft er til lýðheilsu. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengastir sjúkdóma og leggja flesta að velli í hinum vestræna heimi og víðar. Því verðum við að finna ráð til að sporna við þeirri þróun sem orðið hefur. Á sama tíma eru hagsmunir lyfjaiðnaðarins geysimiklir, þar sem stærstu tekjupóstar hans liggja einmitt í framleiðslu á lyfjum til meðhöndlunar og forvarna gegn þessum sömu sjúkdómum. Það væri því ekki hjálplegt fyrir þann iðnað ef hægt væri að sýna fram á betri árangur með því að fara út í búð og kaupa ákveðnar matartegundir heldur en að taka töflur. Líklega munu slíkar rannsóknir ekki eiga sér stað í náinni framtíð en það verður áhugavert að skoða þær þegar fram líða stundir. Þangað til munu læknar áfram stunda sannreynda læknisfræði eins og hún er kölluð (evidence based medicine) og ef við eigum að trúa þessari rannsókn getum við augljóslega gefið leiðbeiningar um máltíðir Miðjarðarhafsins eins og Pollo Sofrito með glasi af góðu Brunello di Montalcino og espresso með vænu stykki af 70% súkkulaði í eftirrétt. Góðar stundir! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir rúmri viku var birt grein í New England Journal of Medicine þar sem farið var yfir rannsókn sem gerð var með rúmlega 7.000 einstaklingum á Spáni þar sem skoðað var hvaða áhrif tiltekið mataræði hefði á hjarta- og æðasjúkdóma. Þetta er ein fárra slíkra sem gerð hafa verið, en hún er sambærileg að upplagi og þegar gerðar eru stærri rannsóknir með tilliti til virkni lyfja sem kallast RCT (Randomized Controlled Trial) og eru undirstöður svokallaðrar sannreyndrar læknisfræði. Þarna var verið að bera saman þrjá hópa einstaklinga um nokkurra ára skeið sem fylgdu leiðbeiningum um mataræði sem nefnt er eftir Miðjarðarhafinu með ákveðnum áherslum á aukna neyslu ólífuolíu hjá einum þeirra, hnetuneyslu hjá öðrum og í þeim þriðja var almennt verið að leiðbeina um lækkun á fituneyslu auk fræðslu til allra. Hóparnir voru samsettir úr einstaklingum á bilinu 55-80 ára sem höfðu áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma en voru ekki með sjúkdómsgreiningu. Það sem kemur í ljós er að þeir sem héldu sig við ofangreint mataræði og máltíðir Miðjarðarhafsins sýndu fram á marktæka lækkun á tíðni hjarta- og æðasjúkdóma, eða allt að 30%, sem er svipað og við sjáum hjá þeim sjúklingum sem nota blóðfitulækkandi lyf í forvarnarskyni.Samanburð vantar Okkur hefur reyndar lengi grunað að þessi samsetning á mataræði hefði jákvæð áhrif á þróun hjarta- og æðasjúkdóma og eru eldri rannsóknir til sem ber að sama brunni. Það eru hins vegar engar rannsóknir til sem sýna muninn á milli breytingar á mataræði og fylgni við slíkt samanborið við lyf og/eða lyfleysu. Þegar maður rýnir í rannsóknir verður því ljóst að okkur er ekki alveg að takast að bera saman þá hluti sem við helst vildum þegar kemur að því að gefa ráðleggingar og leiðbeiningar til almennings. Þá vantar sárlega að bera saman mismunandi tegundir mataræðis, þar sem það er ekki lengur sérstaklega bundið við ákveðin landsvæði heldur geta einstaklingar í hinum vestræna heimi nánast valið sér hvaða línu þeir aðhyllast hverju sinni, sem er gott. En hvort við eigum að drekka rauðvín og dreypa á ólífuolíu með hnetum, ávöxtum og grænmeti líkt og við Miðjarðarhafið eða borða hráan fisk og sjávargróður eins og þang og þörunga líkt og í fjarlægri Asíu er óljóst. Stanslaus áróður um það hvað er hollt og óhollt getur hins vegar ruglað mann talsvert í ríminu. Fagaðilarnir eru jafnvel orðnir óöruggir um það hvað þeir eigi að segja skjólstæðingum sínum og taka lítinn sem engan þátt í umræðunni sem er stýrt af hagsmunapoti aðila sem hafa oftsinnis litla sem enga þekkingu á starfsemi líkamans eða samsetningu matar og næringar.Gríðarlegir hagsmunir Þá verður að telja það einnig til að hagsmunirnir eru gríðarlegir þegar horft er til lýðheilsu. Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengastir sjúkdóma og leggja flesta að velli í hinum vestræna heimi og víðar. Því verðum við að finna ráð til að sporna við þeirri þróun sem orðið hefur. Á sama tíma eru hagsmunir lyfjaiðnaðarins geysimiklir, þar sem stærstu tekjupóstar hans liggja einmitt í framleiðslu á lyfjum til meðhöndlunar og forvarna gegn þessum sömu sjúkdómum. Það væri því ekki hjálplegt fyrir þann iðnað ef hægt væri að sýna fram á betri árangur með því að fara út í búð og kaupa ákveðnar matartegundir heldur en að taka töflur. Líklega munu slíkar rannsóknir ekki eiga sér stað í náinni framtíð en það verður áhugavert að skoða þær þegar fram líða stundir. Þangað til munu læknar áfram stunda sannreynda læknisfræði eins og hún er kölluð (evidence based medicine) og ef við eigum að trúa þessari rannsókn getum við augljóslega gefið leiðbeiningar um máltíðir Miðjarðarhafsins eins og Pollo Sofrito með glasi af góðu Brunello di Montalcino og espresso með vænu stykki af 70% súkkulaði í eftirrétt. Góðar stundir!
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun