Þeir efnilegustu í heimi tefla Svavar Hávarðsson skrifar 20. febrúar 2013 07:00 Áhorfendur eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Skákskýringar verða í boði allt mótið. fréttablaðið/valli N1-Reykjavíkurskákmótið 2013 hófst í Hörpu síðdegis í gær og er haldið í 28. skipti. Mótið er hið fjölmennasta frá upphafi. Keppendur eru 228, þar af 150 erlendir gestir frá 38 þjóðum. Aldrei hafa fleiri stórmeistarar teflt á alþjóðlegu skákmóti á Íslandi eða 35 alls, en þeirra á meðal er Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga sem er 78 ára að aldri. Tveir heimsmeistarar keppa á mótinu og þrír stigahæstu skákmenn heims 20 ára og yngri. Kínverska stúlkan Guo Qi er heimsmeistari stúlkna og Alexander Ipatov er heimsmeistari pilta, og eru meðal margra kornungra snillinga sem setja munu mikinn svip á mótið. Stigahæstur allra er Anish Giri, 19 ára gamall, en meðal annarra meistara eru Wesley So frá Filippseyjum og kínversku ofurstórmeistararnir Bu Xiangzhi, Yu Yangyi og Ding Liren. Fjölmörg börn og ungmenni tefla á stórmótinu í Hörpu. Margra augu munu beinast að hinum 13 ára Wei Yi, sem er stigahæstur allra í heiminum 14 ára og yngri og er þegar kominn með tvo stórmeistaraáfanga af þremur. Yngsti keppandi mótsins er Óskar Víkingur Davíðsson, 7 ára, sem jafnframt er yngsti keppandinn í 49 ára sögu mótsins. Alls eru tefldar tíu umferðir og stendur mótið til 27. febrúar. Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
N1-Reykjavíkurskákmótið 2013 hófst í Hörpu síðdegis í gær og er haldið í 28. skipti. Mótið er hið fjölmennasta frá upphafi. Keppendur eru 228, þar af 150 erlendir gestir frá 38 þjóðum. Aldrei hafa fleiri stórmeistarar teflt á alþjóðlegu skákmóti á Íslandi eða 35 alls, en þeirra á meðal er Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga sem er 78 ára að aldri. Tveir heimsmeistarar keppa á mótinu og þrír stigahæstu skákmenn heims 20 ára og yngri. Kínverska stúlkan Guo Qi er heimsmeistari stúlkna og Alexander Ipatov er heimsmeistari pilta, og eru meðal margra kornungra snillinga sem setja munu mikinn svip á mótið. Stigahæstur allra er Anish Giri, 19 ára gamall, en meðal annarra meistara eru Wesley So frá Filippseyjum og kínversku ofurstórmeistararnir Bu Xiangzhi, Yu Yangyi og Ding Liren. Fjölmörg börn og ungmenni tefla á stórmótinu í Hörpu. Margra augu munu beinast að hinum 13 ára Wei Yi, sem er stigahæstur allra í heiminum 14 ára og yngri og er þegar kominn með tvo stórmeistaraáfanga af þremur. Yngsti keppandi mótsins er Óskar Víkingur Davíðsson, 7 ára, sem jafnframt er yngsti keppandinn í 49 ára sögu mótsins. Alls eru tefldar tíu umferðir og stendur mótið til 27. febrúar.
Reykjavíkurskákmótið Skák Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Sjá meira