Skorin upp herör gegn einelti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. febrúar 2013 10:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, eftir undirritunina í gær. Mynd/Stefán Virkja á alla knattspyrnuhreyfinguna til að fá sem flestar hendur til að taka þátt í baráttunni gegn einelti hér á landi. Þetta segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, en í gær var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu sambandsins og fjögurra ráðuneyta um aðgerðir í baráttunni gegn einelti í íslensku samfélagi. Á næstu tveimur árum er áætlað að nýta landsliðsfólk á öllum aldri til að fara inn í alla skóla landsins til að vekja athygli á málstaðnum. KSÍ mun einnig vekja athygli á baráttunni á landsleikjum, auk þess að fara fram á það við knattspyrnufélögin að gera slíkt hið sama á sínum leikjum í sumar. Samstarfið má rekja til Facebook-færslu stúlku á Egilsstöðum sem baðst vægðar undan einelti sem hún hafði mátt þola. Leikmenn A-landsliðs kvenna tóku kyndilinn á lofti og sendu frá sér tónlistarmyndband með yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum. Landsliðskonurnar fengu svo viðurkenningu frá menntamálaráðherra vegna þessa á árlegum baráttudegi gegn einelti hinn 8. nóvember síðastliðinn.Eigum flottar fyrirmyndir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd ráðuneytanna fjögurra sem standa að verkefninu „Í þínum sporum" sem nú fer í samstarf með KSÍ. „Við höfum nú unnið í þessari baráttu gegn einelti markvisst innan stjórnsýslunnar og það er frábært að fá stóra íþróttahreyfingu eins og KSÍ til að taka slaginn með okkur," sagði Katrín við Fréttablaðið í gær. „Við eigum margar flottar fyrirmyndir í knattspyrnunni, bæði fyrir stráka og stelpur, en það skiptir miklu máli hvaðan boðskapurinn kemur."Viljum virkja alla hreyfinguna Þórir segir að aðkoma KSÍ að verkefninu muni standa yfir í tvö ár. Á þeim tíma muni landsliðsfólk á öllum aldri heimsækja alla grunnskóla landsins. „Markmiðið með heimsóknunum er að koma inn í skólana með fræðsluefni um einelti og hvaða áhrif það hefur. Þar að auki munum við nota viðburði á vegum KSÍ, til að mynda landsleiki, til að vekja athygli á málstaðnum," segir Þórir. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að virkja knattspyrnuhreyfinguna í heild til að vekja athygli á baráttunni gegn einelti." Þórir segir að knattspyrnusambandið geri sér grein fyrir að einelti eigi sér ekki aðeins stað innan veggja skólanna. „Það er einelti víða í þjóðfélaginu og líka í fótboltanum, enda er það stór hreyfing með tugþúsundir iðkenda. Markmið okkar er að koma fræðslunni einnig inn í knattspyrnufélögin og til þjálfaranna – því það er ekki sama hvernig tekið er á svona málum. Þá njótum við þeirra þekkingar sem er til staðar hjá ráðuneytunum og getum notað það til að uppræta einelti innan knattspyrnunnar. Það er okkar vilji að fá alla okkar iðkendur til að taka höndum saman og standa saman í baráttunni." Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Virkja á alla knattspyrnuhreyfinguna til að fá sem flestar hendur til að taka þátt í baráttunni gegn einelti hér á landi. Þetta segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, en í gær var skrifað undir samstarfsyfirlýsingu sambandsins og fjögurra ráðuneyta um aðgerðir í baráttunni gegn einelti í íslensku samfélagi. Á næstu tveimur árum er áætlað að nýta landsliðsfólk á öllum aldri til að fara inn í alla skóla landsins til að vekja athygli á málstaðnum. KSÍ mun einnig vekja athygli á baráttunni á landsleikjum, auk þess að fara fram á það við knattspyrnufélögin að gera slíkt hið sama á sínum leikjum í sumar. Samstarfið má rekja til Facebook-færslu stúlku á Egilsstöðum sem baðst vægðar undan einelti sem hún hafði mátt þola. Leikmenn A-landsliðs kvenna tóku kyndilinn á lofti og sendu frá sér tónlistarmyndband með yfirskriftinni Fögnum fjölbreytileikanum. Landsliðskonurnar fengu svo viðurkenningu frá menntamálaráðherra vegna þessa á árlegum baráttudegi gegn einelti hinn 8. nóvember síðastliðinn.Eigum flottar fyrirmyndir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra skrifaði undir yfirlýsinguna fyrir hönd ráðuneytanna fjögurra sem standa að verkefninu „Í þínum sporum" sem nú fer í samstarf með KSÍ. „Við höfum nú unnið í þessari baráttu gegn einelti markvisst innan stjórnsýslunnar og það er frábært að fá stóra íþróttahreyfingu eins og KSÍ til að taka slaginn með okkur," sagði Katrín við Fréttablaðið í gær. „Við eigum margar flottar fyrirmyndir í knattspyrnunni, bæði fyrir stráka og stelpur, en það skiptir miklu máli hvaðan boðskapurinn kemur."Viljum virkja alla hreyfinguna Þórir segir að aðkoma KSÍ að verkefninu muni standa yfir í tvö ár. Á þeim tíma muni landsliðsfólk á öllum aldri heimsækja alla grunnskóla landsins. „Markmiðið með heimsóknunum er að koma inn í skólana með fræðsluefni um einelti og hvaða áhrif það hefur. Þar að auki munum við nota viðburði á vegum KSÍ, til að mynda landsleiki, til að vekja athygli á málstaðnum," segir Þórir. „Við lítum á þetta sem tækifæri til að virkja knattspyrnuhreyfinguna í heild til að vekja athygli á baráttunni gegn einelti." Þórir segir að knattspyrnusambandið geri sér grein fyrir að einelti eigi sér ekki aðeins stað innan veggja skólanna. „Það er einelti víða í þjóðfélaginu og líka í fótboltanum, enda er það stór hreyfing með tugþúsundir iðkenda. Markmið okkar er að koma fræðslunni einnig inn í knattspyrnufélögin og til þjálfaranna – því það er ekki sama hvernig tekið er á svona málum. Þá njótum við þeirra þekkingar sem er til staðar hjá ráðuneytunum og getum notað það til að uppræta einelti innan knattspyrnunnar. Það er okkar vilji að fá alla okkar iðkendur til að taka höndum saman og standa saman í baráttunni."
Íslenski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Hvernig fóta Víkingar sig á grasinu? Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira