Vona að liðið þrauki með mér Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2013 07:30 Í annarri heimsálfu. Ólafur ræddi við blaðamenn í gegnum Skype í gær.fréttablaðið/valli Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni." Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson var í gær ráðinn þjálfari Vals en hann tekur við starfinu næsta sumar af Patreki Jóhannessyni, sem mun þá skipta yfir í Hauka. Ólafur er með nýstárlegar hugmyndir fyrir sitt fyrsta þjálfarastarf. Ólafur Stefánsson var í gær kynntur sem nýr þjálfari Vals. Það var gert í gegnum Skype-samskiptaforritið þar sem Ólafur er staddur í Doha í Katar, þar sem hann spilar með Lakhwiya Sports Club út þennan vetur. Að því loknu leggur hann skóna á hilluna og tekur að sér starf þjálfara í fyrsta sinn með formlegum hætti. Það kemur í sjálfu sér ekki á óvart að hans fyrsti viðkomustaður á þjálfaraferlinum sé æskufélagið Valur. „Ég hef verið með þetta í hausnum í nokkurn tíma," sagði Ólafur. „Þegar ég svo heyrði að Patti [Patrekur Jóhannesson] væri að hætta þá fór ég að hugsa meira um þetta. Planið var svo sem ekki að fara í þjálfun en ég ákvað að reyna að halda mig við handboltann, sem ég kann eitthvað í."Ekki að eltast við titla strax Ólafur mun hvorki spila með Valsliðinu næsta tímabil né nýta sér tengsl sín á leikmannamarkaðnum í Evrópu. Ólafur ætlar þess í stað að einbeita sér að þeim efnivið sem er til staðar í félaginu og byggja upp til framtíðar. „Þetta snýst ekki um að vinna titla strax," sagði Ólafur en þess má geta að Valur er sem stendur í neðsta sæti N1-deildarinnar. „Ef við föllum lít ég á það sem næði til að búa til enn betri jarðveg. En þá er ég heldur ekkert að fara að banka upp á hjá Patta [þegar ég kem heim]," sagði hann í léttum dúr. Ólafur hefur ekki menntað sig í handboltaþjálfarafræðum og talaði um að hann gæti notað þetta tækifæri til að afsanna það sem hann kallaði „tröllatrú Íslendinga á prófgráðum". Hann viðurkennir samt fúslega reynsluleysi sitt, þó svo að hann hafi skýrar hugmyndir um hvað hann ætli sér að gera. „Ég hef ekki hugmynd um hvort ég sé góður þjálfari eða ekki. Valsarar eru samt tilbúnir að taka þá áhættu að fá mann inn sem hefur aldrei þjálfað áður. En það er ekki tryggt að maður sé góður kennari, þó svo að maður hafi sjálfur verið góður nemandi. En ég er viljugur að læra og vona að liðið þrauki með mér í allri þeirri vitleysu sem ég á eftir að bomba á þá. Þetta verður eintómt „experiment"," sagði landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi.Vona að leikmenn skemmti sér „Ég veit alveg hvað ég er að fara að gera. Ég vona bara að leikmenn skemmti sér á meðan," sagði Ólafur sem lýsti einnig ánægju sinni með að vera kominn aftur í sitt gamla félag. „Ég hef verið með samviskubit yfir því að hafa verið í burtu og er að koma til Íslands til að hjálpa þeim sem ég hef verið frá. Ég tel mig svo vera með eitthvað í hausnum sem verður að komast út. Margir munu vonandi hafa gott af því, og ég líka sjálfur," sagði Ólafur. Hann ætlar sér óhefðbundnar leiðir í þjálfuninni og setur ekki fyrir sig að blanda saman æfingum mismunandi aldursflokka. „Þetta verður allt saman eitt batterí. Æfingarnar mínar munu miða við að strákur úr fjórða flokki geti verið með á meistaraflokksæfingu. Annars vil ég hafa sem fæst orð um hvernig þetta verður. Viljinn til að vinna er góður, en viljinn til að undirbúa er mikilvægari. Þetta snýst um að vakna á hverjum degi og hafa sem minnst bil á milli þess sem maður stefnir að og það sem maður gerir. Ef það tekst, þá gerast góðir hlutir," sagði Ólafur. „Fyrst og fremst er ég fáránlega glaður með að vera á heimleið. Og það verður hverjum frjálst að kíkja í Valsheimilið. Það er alltaf heitt á könnunni."
Olís-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira