Til þeirrar sem sagði að ég þyrfti „að passa fituprósentuna“ Tara Margrét Vilhjálmsdóttir skrifar 19. janúar 2013 06:00 Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tara Margrét Vilhjálmsdóttir Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við sátum á góðri stundu í árlegu áramótaboði. Ég hef oft séð þig í þessu sama boði og mér finnst yfirleitt frekar gaman að hitta þig. En þar sem við sátum þarna á móti hvor annarri við eldhúsborðið mæltirðu þessu fleygu orð: „Tara, þú ert alveg ótrúlega falleg og munt alltaf verða það … en!“ Þetta „en“ kannast flestar konur, sem ekki falla inn í staðalímynd samfélagsins um vöxt og holdafar, vel við. Þetta er orð sem við höfum flestallar heyrt margoft og í hvert skipti vitum við hvað koma skal í kjölfarið. Það er að sjálfsögðu alltaf misjafnt hvernig það er orðað og flestir reyna að fara fínt í það. Í þessu tilfelli kaust þú að klára setninguna með orðunum „…þú þarft að passa fituprósentuna þína“. Fyrir hvern spyr ég? Fyrir þig? Hvaða rétt telur þú þig hafa á því að hafa eitthvað um fituprósentu mína að segja? Ég útskýrði kurteislega fyrir þér að ég hefði aldrei verið líkamlega og andlega heilbrigðari og að ég hefði ekki áhuga á að fórna því í þeim tilgangi að missa nokkur kíló. Ég hreyfði mig reglulega og borðaði heilnæma fæðu. Þú vísaðir síðan til þess þegar ég var 17 ára. Þá fannst þér ég svo falleg. Þú sagðir mér að það hefði verið „ég“. Ég eigi ekki að vera eins og ég er í dag. Er það „ég“ að vera með átröskun, eins og ég var með á þessum tíma og stuðlaði að grennri vexti mínum? Er það hin sanna „ég“ að líða andlegar og líkamlegar vítiskvalir til að passa inn í eitthvert fyrir fram ákveðið samfélagslegt form sem er engan veginn mitt? Þú áreittir mig allt kvöldið þrátt fyrir að ég bæði þig í sífellu um að láta mig vera. Þegar ég var á leiðinni út um dyrnar króaðirðu mig af og sagðir mér að leita að ákveðnum einkaþjálfara sem þú nefndir með nafni. Því að þá myndu „kílóin sko hrynja af mér“. Þá fékk ég nóg. Ég lét loks reiði mína í ljós, sagði þér að ég hefði einfaldlega engan áhuga á að aukakílóin mín færu að hrynja af mér. Ég væri sátt við mitt og að þú hefðir einfaldlega engan rétt til að tala svona til mín. Þú fórst þá í vörn og skildir hvorki upp né niður í þessum viðbrögðum mínum. Þú varðst reið við mig fyrir að standa með sjálfri mér.Fitufordómar Þetta kvöld varð ég fyrir dæmigerðum fitufordómum. Þeir sem láta þá í ljós réttlæta gjörðir sínar með því hugarfari að viðkomandi eigi fordómana skilið. Þess vegna eru fitufordómar jafn algengir og raun ber vitni, jafnvel á Íslandi. Þeir hafa svokallað samfélagslegt samþykki. Fordómar, af hvaða orsökum sem þeir stafa, geta þó aldrei talist réttlætanlegir. Þetta eru skilaboðin sem ég vil koma á framfæri til þeirra sem telja svona hegðun ásættanlega. Ég get ekki annað en hugsað til þess ef einhver annar en ég hefði orðið fyrir hinu sama af hendi konunnar. Ég veit að margir hefðu líklega þotið fyrir framan næsta spegil að gagnrýna hvern blett líkama síns, að berja sjálfa sig niður. Ég veit það vegna þess að rannsóknir sýna að hátt í 80% íslenskra stúlkna og kvenna á aldrinum 13-24 eru óánægðar með líkama sinn. Flestar þeirra hafa farið í megrun. Og er það einhver furða þegar þessar stúlkur vita að þær þurfa að þola áreiti eins og ég varð fyrir þetta kvöld ef þær voga sér að fara yfir kjörþyngd? Mér fannst leiðinlegt að hefja nýtt ár á þessum nótum. Þetta atvik varð þó til þess að ég fylltist meiri eldmóði fyrir starfi mínu með Samtökum um líkamsvirðingu, hverra markmið eru meðal annars að stuðla að virðingu fyrir fjölbreytileika holdafars, jákvæðri líkamsímynd og heilsueflingu óháð holdafari. Enginn á að þurfa að þola niðrandi glósur um útlit sitt hvort sem þær eru vegna holdafars, háralitar, hæðar eða andlitslags. Það er hegðun sem sýnir okkar innri mann, ekki útlit. Gleðilegt nýtt líkamsvirðingarár!
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun