Til jafnaðar- og félagshyggjufólks Guðbjartur Hannesson skrifar 18. janúar 2013 00:01 Þegar Göran Persson heimsótti Ísland rétt eftir hrunið í árslok 2008 sagði hann okkur að sú ríkisstjórn sem gripi til nauðsynlegra aðgerða til að rétta efnahagslífið við yrði ein sú óvinsælasta í sögunni. Uppskeran og dómur sögunnar kæmi síðar.Verum stolt Og hvað þurfum við jafnaðarmenn að gera núna þegar kosningar eru fram undan? Ég vil byrja á því að segja að við þurfum ekki að breiða yfir nafn og númer og reisa nýtt flagg með nýjum flokki. Við þurfum umfram allt að leita inn í kjarna jafnaðarstefnunnar, horfa til langrar sögu þeirrar stoltu alþjóðlegu hreyfingar sem við tilheyrum og vera trú okkar grunngildum því þar eru svörin við verkefnum dagsins. Þegar við lítum yfir kjörtímabilið eigum við að vera stolt af árangrinum – en líka raunsæ gagnvart þeim verkefnum sem eru fram undan. Jafnaðarstefnan hefur nefnilega það leiðarljós sem samfélagið þarf. Við erum hluti Norðurlandanna og horfum til þeirra samfélaga sem félagar okkar í jafnaðarmannahreyfingunni hafa byggt upp. Þau eru ekki aðeins velferðarríki heldur eru þau líka talin einhver samkeppnishæfustu samfélög í heimi. Kjarninn er hin tvíþætta áhersla jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar.Forgangsverkefnið Forgangsverkefni stjórnvalda á næstu árum er að skapa aðstæður til að efla verulega fjárfestingu í atvinnulífinu og verðmætasköpun svo við sem þjóð getum greitt niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Aðeins þannig tryggjum við bætt lífskjör og hefjum endurreisn velferðarkerfisins. Á sama tíma þurfum við jafnframt að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri. Það er mikilvægur þáttur þess að geta losað um fjármagnshöftin. Metnaðarfull atvinnustefna okkar jafnaðarmanna birtir skýra sérstöðu okkar. Við lofum ekki stórum ríkisreknum töfralausnum eða verjum rótgróna sérhagsmuni. Við gagnrýnum það sem vandamál að hér hefur arður í atvinnulífinu einkum orðið til í skjóli útdeildrar aðstöðu eða einkaleyfa til að nýta sameiginlegar auðlindir.Okkar sýn Sýn okkar er um atvinnulíf sem stenst alþjóðlega samkeppni og blómstrar í opnu hagkerfi. Þess vegna viljum við skapa heilbrigt rekstrarumhverfi og stoðkerfi þar sem áherslan er ekki á pólitískar úthlutanir heldur samkeppni góðra viðskiptahugmynda. Við munum nefnilega að markaðurinn er þarfur þjónn en afleitur herra. Þessa atvinnustefnu okkar munum við stolt geta borið fram í vor og staðið við hana. Við höfum kjark til að ræða stöðu krónunnar og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðrir verða að svara áleitnum spurningum um hvernig framtíð þeir sjá fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili í hávaxtaumhverfi haftakrónu eftir að hafa útilokað upptöku nýs gjaldmiðils. Við sem erum í forystusveit hreyfingar okkar megum ekki gleyma því, þegar við lítum stolt yfir árangur síðustu ára, að þetta hefði aldrei tekist án þrautseigju og staðfestu þjóðarinnar og ykkar félaganna sem mynda Samfylkinguna. Við þingmenn erum vanir því að sitja undir ágjöf af ýmsu tagi en ég hef oft verið bæði undrandi og þakklátur fyrir þann trúnað og þá samstöðu sem þið hafið sýnt og þannig skilað hreyfingu okkar heilli í gegnum þetta verkefni þrátt fyrir mjög harðan andróður. Hjá ykkur liggur líka lykillinn að því að við getum haldið verkinu áfram. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar Göran Persson heimsótti Ísland rétt eftir hrunið í árslok 2008 sagði hann okkur að sú ríkisstjórn sem gripi til nauðsynlegra aðgerða til að rétta efnahagslífið við yrði ein sú óvinsælasta í sögunni. Uppskeran og dómur sögunnar kæmi síðar.Verum stolt Og hvað þurfum við jafnaðarmenn að gera núna þegar kosningar eru fram undan? Ég vil byrja á því að segja að við þurfum ekki að breiða yfir nafn og númer og reisa nýtt flagg með nýjum flokki. Við þurfum umfram allt að leita inn í kjarna jafnaðarstefnunnar, horfa til langrar sögu þeirrar stoltu alþjóðlegu hreyfingar sem við tilheyrum og vera trú okkar grunngildum því þar eru svörin við verkefnum dagsins. Þegar við lítum yfir kjörtímabilið eigum við að vera stolt af árangrinum – en líka raunsæ gagnvart þeim verkefnum sem eru fram undan. Jafnaðarstefnan hefur nefnilega það leiðarljós sem samfélagið þarf. Við erum hluti Norðurlandanna og horfum til þeirra samfélaga sem félagar okkar í jafnaðarmannahreyfingunni hafa byggt upp. Þau eru ekki aðeins velferðarríki heldur eru þau líka talin einhver samkeppnishæfustu samfélög í heimi. Kjarninn er hin tvíþætta áhersla jafnaðarmanna á jöfnuð, velferð og lífsgæði annars vegar og verðmætasköpun byggða á öflugu atvinnulífi, athafnafrelsi og alþjóðaviðskiptum hins vegar.Forgangsverkefnið Forgangsverkefni stjórnvalda á næstu árum er að skapa aðstæður til að efla verulega fjárfestingu í atvinnulífinu og verðmætasköpun svo við sem þjóð getum greitt niður erlendar skuldir þjóðarbúsins. Aðeins þannig tryggjum við bætt lífskjör og hefjum endurreisn velferðarkerfisins. Á sama tíma þurfum við jafnframt að sýna aðhald og ábyrgð í ríkisrekstri. Það er mikilvægur þáttur þess að geta losað um fjármagnshöftin. Metnaðarfull atvinnustefna okkar jafnaðarmanna birtir skýra sérstöðu okkar. Við lofum ekki stórum ríkisreknum töfralausnum eða verjum rótgróna sérhagsmuni. Við gagnrýnum það sem vandamál að hér hefur arður í atvinnulífinu einkum orðið til í skjóli útdeildrar aðstöðu eða einkaleyfa til að nýta sameiginlegar auðlindir.Okkar sýn Sýn okkar er um atvinnulíf sem stenst alþjóðlega samkeppni og blómstrar í opnu hagkerfi. Þess vegna viljum við skapa heilbrigt rekstrarumhverfi og stoðkerfi þar sem áherslan er ekki á pólitískar úthlutanir heldur samkeppni góðra viðskiptahugmynda. Við munum nefnilega að markaðurinn er þarfur þjónn en afleitur herra. Þessa atvinnustefnu okkar munum við stolt geta borið fram í vor og staðið við hana. Við höfum kjark til að ræða stöðu krónunnar og aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðrir verða að svara áleitnum spurningum um hvernig framtíð þeir sjá fyrir íslenskt atvinnulíf og heimili í hávaxtaumhverfi haftakrónu eftir að hafa útilokað upptöku nýs gjaldmiðils. Við sem erum í forystusveit hreyfingar okkar megum ekki gleyma því, þegar við lítum stolt yfir árangur síðustu ára, að þetta hefði aldrei tekist án þrautseigju og staðfestu þjóðarinnar og ykkar félaganna sem mynda Samfylkinguna. Við þingmenn erum vanir því að sitja undir ágjöf af ýmsu tagi en ég hef oft verið bæði undrandi og þakklátur fyrir þann trúnað og þá samstöðu sem þið hafið sýnt og þannig skilað hreyfingu okkar heilli í gegnum þetta verkefni þrátt fyrir mjög harðan andróður. Hjá ykkur liggur líka lykillinn að því að við getum haldið verkinu áfram.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar