Faglegar aðferðir og góð samvinna 11. janúar 2013 06:00 Ingólfur Snorrason, yfirþjálfari einkaþjálfunardeildar hjá Hreyfingu heilsurækt. Mynd/GVA "Við höfum verið að fá fleiri yfirgripsmikil verkefni undanfarið og má þar nefna að samvinna við sjúkraþjálfara, lækna og einkaþjálfara hefur aukist, sem hefur gefið mörgum kúnnum tækifæri til betri heilsu og bata. Samþætting faggreina er mun meiri og útkoman jákvæðari,“ segir Ingólfur Snorrason, yfirþjálfari einkaþjálfunardeildar hjá Hreyfingu heilsurækt. Ástundun heilbrigðs lífsstíls er orðin hefð og sífellt fleiri leita sér aðstoðar við að ná þeim markmiðum sem óskað er eftir. Hjá Hreyfingu er mikill erill þessa dagana, fullt af skemmtilegum tilboðum og spennandi tímar framundan. Ingólfur hefur undanfarið hjálpað fjölda íþróttamanna úr ýmsum greinum að læra að æfa á faglegri og heildrænni hátt. "Það eru nýir tímar í þjálfun og umsjón með íþróttafólki; áhersla á hugarfar og réttar æfingar er meiri. Ingólfur hefur einnig sinnt fjarþjálfun gegnum heimasíðu sína ingo.is og er töluvert um að fólk nýti sér þann möguleika til að ná góðum árangri á vægu verði. "Fjarþjálfunin er góður kostur fyrir þá sem vilja hafa aðhald og yfirsýn í æfingum. Fólki finnst þægilegt að vera í sambandi við þjálfara sinn og vinna sameiginlega að farsælum og persónulegum heilsulausnum. Samskipti nú á dögum eru með þeim hætti að flestum þykir auðvelt að tjá sig á tölvutæku formi og þær leiðbeiningar sem hægt er að gefa í gegnum netið eru auðskiljanlegar og gefa fólki nægar upplýsingar til að ná settu marki. Það er þó mikilvægt að muna að það framkvæmir enginn æfingarnar fyrir mann og það er alltaf mikilvægt að sýna sjálfum sér þann aga að halda sig við setta stefnu, ekki bara rétt eftir áramót og sumarfrí.“ Ingólfur segir þó að fleiri og fleiri láti heilbrigðan lífsstíl spanna allt árið og þannig myndist sterkari tengsl milli viðskiptavina og fyrirtækisins sem þeir kjósa að skipta við. "Hjá Hreyfingu er það þannig að maður þekkir fjöldann allan af kúnnum, enda hittir maður þá nær daglega allt árið.“ Ingólf og fleiri þjálfara má finna hjá Hreyfingu Heilsurækt, á hreyfing.is en auk þess býður Ingólfur upp á fjölda þjónustuþátta á heimasíðunni ingo.is. Heilsa Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira
"Við höfum verið að fá fleiri yfirgripsmikil verkefni undanfarið og má þar nefna að samvinna við sjúkraþjálfara, lækna og einkaþjálfara hefur aukist, sem hefur gefið mörgum kúnnum tækifæri til betri heilsu og bata. Samþætting faggreina er mun meiri og útkoman jákvæðari,“ segir Ingólfur Snorrason, yfirþjálfari einkaþjálfunardeildar hjá Hreyfingu heilsurækt. Ástundun heilbrigðs lífsstíls er orðin hefð og sífellt fleiri leita sér aðstoðar við að ná þeim markmiðum sem óskað er eftir. Hjá Hreyfingu er mikill erill þessa dagana, fullt af skemmtilegum tilboðum og spennandi tímar framundan. Ingólfur hefur undanfarið hjálpað fjölda íþróttamanna úr ýmsum greinum að læra að æfa á faglegri og heildrænni hátt. "Það eru nýir tímar í þjálfun og umsjón með íþróttafólki; áhersla á hugarfar og réttar æfingar er meiri. Ingólfur hefur einnig sinnt fjarþjálfun gegnum heimasíðu sína ingo.is og er töluvert um að fólk nýti sér þann möguleika til að ná góðum árangri á vægu verði. "Fjarþjálfunin er góður kostur fyrir þá sem vilja hafa aðhald og yfirsýn í æfingum. Fólki finnst þægilegt að vera í sambandi við þjálfara sinn og vinna sameiginlega að farsælum og persónulegum heilsulausnum. Samskipti nú á dögum eru með þeim hætti að flestum þykir auðvelt að tjá sig á tölvutæku formi og þær leiðbeiningar sem hægt er að gefa í gegnum netið eru auðskiljanlegar og gefa fólki nægar upplýsingar til að ná settu marki. Það er þó mikilvægt að muna að það framkvæmir enginn æfingarnar fyrir mann og það er alltaf mikilvægt að sýna sjálfum sér þann aga að halda sig við setta stefnu, ekki bara rétt eftir áramót og sumarfrí.“ Ingólfur segir þó að fleiri og fleiri láti heilbrigðan lífsstíl spanna allt árið og þannig myndist sterkari tengsl milli viðskiptavina og fyrirtækisins sem þeir kjósa að skipta við. "Hjá Hreyfingu er það þannig að maður þekkir fjöldann allan af kúnnum, enda hittir maður þá nær daglega allt árið.“ Ingólf og fleiri þjálfara má finna hjá Hreyfingu Heilsurækt, á hreyfing.is en auk þess býður Ingólfur upp á fjölda þjónustuþátta á heimasíðunni ingo.is.
Heilsa Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ ÍMARk rýnir í markaðsheim framtíðarinnar Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Peltor og Dynjandi saman í 60 ár Framlína heilbrigðisþjónustunnar kallar eftir liðsauka Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Hreinsun þakrenna fyrirbyggir skemmdir Sjá meira