Barnalög þurfa vandaða framkvæmd Ögmundur Jónasson skrifar 3. janúar 2013 08:00 Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í reynd má segja að lögin móti umgjörð um mannréttindi barna. Opinber umræða um þennan lagabálk, sem þegar á heildina er litið markar jákvæð tímamót, hefur því miður litast nokkuð af deilum og fyrir vikið gefið villandi mynd af lögum sem víðtæk samstaða ríkir um. Þessar deilur snúast um mjög afmarkaða þætti og nú síðustu daga um dagsetningu gildistöku laganna og opinber fjárframlög við framkvæmd þeirra. Við samþykkt laganna síðastliðið sumar gerði Alþingi nokkrar breytingar á lögunum sem snerta veigamikla þætti. Alþingi ákvað t.a.m. að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Óþarfi er að fara í rökstuðning með eða á móti þessu fyrirkomulagi því ágreiningurinn heyrir nú liðinni tíð og verkefni dagsins er að tryggja að réttindi barna séu aldrei fyrir borð borin þótt deilur foreldra þeirra rati inn í dómsal.Lögheimilisdeilur í dómsal Alþingi gerði einnig breytingar sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd laganna og breyta henni frá því sem áætlað var. Þannig var dómurum líka veitt heimild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili. Þetta leiðir til þess að lögbundin sáttameðferð fyrir foreldra sem deila, sem er meðal nýmæla í lögunum, þarf einnig að ná til lögheimilismála. Það hefur aftur þær afleiðingar að fleiri mál en ella koma til kasta þeirra ráðgefandi aðila sem koma til með að annast sáttameðferð í forsjárdeilum. Þessi breyting leiðir því af sér útgjaldaauka frá því sem áætlað var í kostnaðarumsögn við upphaflega frumvarpið, en upphaflega var gert ráð fyrir að aukinn kostnaður væri að lágmarki upp á 35-40 milljónir króna. Auk þessa kom sífellt betur í ljós við undirbúning gildistöku barnalaganna að til að lögin gætu orðið annað og meira en orðin tóm þyrfti meira fjárframlag en upphaflega var áætlað. Vegna þessa alls hljóðaði nýtt kostnaðarmat upp á 60 milljónir króna. Á þetta féllst Alþingi við afgreiðslu fjárlaga, svo sem lesa má um í breytingartillögum fjárlaganefndar, og var þá samþykkt að veita 30 milljónum króna til málaflokksins, að því gefnu að gildistöku laganna yrði frestað um hálft ár eða fram til 1. júlí 2013. Frestunin var einnig mikilvæg til að tryggja nægilegan tíma til undirbúnings gildistökunnar, þ.m.t. að útfæra að fullu hina skyldubundnu sáttameðferð en óvissa um fjárframlög hafði tafið mikilvæga þætti í þeim undirbúningi.Björt framtíð á þingi Stjórnarandstaðan á Alþingi, undir forystu þeirra þingmanna sem kenna sig við Bjarta framtíð, ákvað hins vegar að láta þetta sem vind um eyru þjóta og staðhæfði að 30 milljónir króna nægðu vel til að standa að framkvæmd breyttra laga. Þar fór í stafni sami maður og hafði haft forgöngu um þær breytingar sem voru meðal ástæðna fyrir kostnaðaraukanum, þ.e. Guðmundur Steingrímsson. Taldi hann niðurstöðu fjárlaganefndar, sem hann hafði sjálfur greitt atkvæði með, og röksemdir sérfræðinga einu gilda; hann væri sannfærður um að gerbreytt verklag gæti hafist þann 1. janúar 2013. Á þetta féllust allir þingmenn stjórnarandstöðunnar og fór svo að frestunartillagan var felld. Þetta er furðuleg og ábyrgðarlaus framganga þingmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst þeirra sem annars kenna sig við bætt vinnubrögð og bjartari tíma.Hagsmunir barna í húfi Ríkisstjórn hefur nú náð að afstýra því slysi að lögin tækju gildi án þess að nægilegt fjárframlag væri tryggt en hún samþykkti á fundi sínum sl. föstudag viðbótarfjárveitingu til málaflokksins þannig að fullar 60 milljónir króna eru tryggðar. Innanríkisráðuneytið setur allt púður í að lágmarka skaðann og vandræði sem af því hljótast að Alþingi hafnaði ósk þeirra sem framkvæma lögin um frestun gildistöku. Strax milli jóla og nýárs fundaði ég með formanni Sýslumannafélags Íslands en sýslumannsembætti landsins munu bera hitann og þungann af breyttri framkvæmd. Þau vinna nú, í samvinnu við ráðuneytið, hörðum höndum að því að undirbúa breytta verkferla. Hagsmunir og réttindi barna eru hér í húfi og enginn hefur leyfi til að taka áhættu með þau. Það á líka við um stjórnmálamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Um áramót tóku gildi breytingar sem gerðar hafa verið á barnalögum. Þar er að finna mörg nýmæli sem styrkja og treysta réttarstöðu barna og þar á meðal má nefna lögfestingu á grunngildum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Í reynd má segja að lögin móti umgjörð um mannréttindi barna. Opinber umræða um þennan lagabálk, sem þegar á heildina er litið markar jákvæð tímamót, hefur því miður litast nokkuð af deilum og fyrir vikið gefið villandi mynd af lögum sem víðtæk samstaða ríkir um. Þessar deilur snúast um mjög afmarkaða þætti og nú síðustu daga um dagsetningu gildistöku laganna og opinber fjárframlög við framkvæmd þeirra. Við samþykkt laganna síðastliðið sumar gerði Alþingi nokkrar breytingar á lögunum sem snerta veigamikla þætti. Alþingi ákvað t.a.m. að veita dómurum heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Óþarfi er að fara í rökstuðning með eða á móti þessu fyrirkomulagi því ágreiningurinn heyrir nú liðinni tíð og verkefni dagsins er að tryggja að réttindi barna séu aldrei fyrir borð borin þótt deilur foreldra þeirra rati inn í dómsal.Lögheimilisdeilur í dómsal Alþingi gerði einnig breytingar sem hafa þýðingu fyrir framkvæmd laganna og breyta henni frá því sem áætlað var. Þannig var dómurum líka veitt heimild til að kveða upp dóm um hjá hvoru foreldri sínu barn skuli eiga lögheimili. Þetta leiðir til þess að lögbundin sáttameðferð fyrir foreldra sem deila, sem er meðal nýmæla í lögunum, þarf einnig að ná til lögheimilismála. Það hefur aftur þær afleiðingar að fleiri mál en ella koma til kasta þeirra ráðgefandi aðila sem koma til með að annast sáttameðferð í forsjárdeilum. Þessi breyting leiðir því af sér útgjaldaauka frá því sem áætlað var í kostnaðarumsögn við upphaflega frumvarpið, en upphaflega var gert ráð fyrir að aukinn kostnaður væri að lágmarki upp á 35-40 milljónir króna. Auk þessa kom sífellt betur í ljós við undirbúning gildistöku barnalaganna að til að lögin gætu orðið annað og meira en orðin tóm þyrfti meira fjárframlag en upphaflega var áætlað. Vegna þessa alls hljóðaði nýtt kostnaðarmat upp á 60 milljónir króna. Á þetta féllst Alþingi við afgreiðslu fjárlaga, svo sem lesa má um í breytingartillögum fjárlaganefndar, og var þá samþykkt að veita 30 milljónum króna til málaflokksins, að því gefnu að gildistöku laganna yrði frestað um hálft ár eða fram til 1. júlí 2013. Frestunin var einnig mikilvæg til að tryggja nægilegan tíma til undirbúnings gildistökunnar, þ.m.t. að útfæra að fullu hina skyldubundnu sáttameðferð en óvissa um fjárframlög hafði tafið mikilvæga þætti í þeim undirbúningi.Björt framtíð á þingi Stjórnarandstaðan á Alþingi, undir forystu þeirra þingmanna sem kenna sig við Bjarta framtíð, ákvað hins vegar að láta þetta sem vind um eyru þjóta og staðhæfði að 30 milljónir króna nægðu vel til að standa að framkvæmd breyttra laga. Þar fór í stafni sami maður og hafði haft forgöngu um þær breytingar sem voru meðal ástæðna fyrir kostnaðaraukanum, þ.e. Guðmundur Steingrímsson. Taldi hann niðurstöðu fjárlaganefndar, sem hann hafði sjálfur greitt atkvæði með, og röksemdir sérfræðinga einu gilda; hann væri sannfærður um að gerbreytt verklag gæti hafist þann 1. janúar 2013. Á þetta féllust allir þingmenn stjórnarandstöðunnar og fór svo að frestunartillagan var felld. Þetta er furðuleg og ábyrgðarlaus framganga þingmanna stjórnarandstöðunnar, ekki síst þeirra sem annars kenna sig við bætt vinnubrögð og bjartari tíma.Hagsmunir barna í húfi Ríkisstjórn hefur nú náð að afstýra því slysi að lögin tækju gildi án þess að nægilegt fjárframlag væri tryggt en hún samþykkti á fundi sínum sl. föstudag viðbótarfjárveitingu til málaflokksins þannig að fullar 60 milljónir króna eru tryggðar. Innanríkisráðuneytið setur allt púður í að lágmarka skaðann og vandræði sem af því hljótast að Alþingi hafnaði ósk þeirra sem framkvæma lögin um frestun gildistöku. Strax milli jóla og nýárs fundaði ég með formanni Sýslumannafélags Íslands en sýslumannsembætti landsins munu bera hitann og þungann af breyttri framkvæmd. Þau vinna nú, í samvinnu við ráðuneytið, hörðum höndum að því að undirbúa breytta verkferla. Hagsmunir og réttindi barna eru hér í húfi og enginn hefur leyfi til að taka áhættu með þau. Það á líka við um stjórnmálamenn.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun