Óstaðfest hvort Friðrik fór til Paragvæ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. desember 2013 19:32 Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. Óljóst hvar hann hvarf Fréttastofa ræddi í dag við Moniku Costa, yfirmann rannsóknardeildar Interpol í Paragvæ. Hún segir að lögreglan vinni í málinu en ekki sé hægt að staðfesta hvort Friðrik hafi farið til Brasilíu og síðan til Paragvæ þar sem landamæraeftirlitið getur ekki staðfest ferðir þeirra. Það sé því óljóst hvar hann hvarf. Öll gögn í málinu send til Íslands Monika segir að Interpol hafi í morgun sent lögreglunni á Íslandi öll gögn í máli Friðriks. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur haft mál Friðriks á sínum snærum og fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfið. Karl sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en að ferðin hafi lítinn árangur borið. Jólin erfið fyrir fjölskylduna Bróðir Friðriks, Kristján Einar Kristjánsson, segir fjölskylduna hafa þungar áhyggjur af afdrifum Friðriks. Þau hafa lýst eftir honum með margvíslegum hætti og vinnur fjölskyldan náið með lögreglunni. Kristján segir jólin hafa verið erfið. Fjölskyldan mun þó að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda leitinni áfram á nýju ári. „Við höldum í vonina um að fá einhverjar góðar fréttir. Maður hættir aldrei að leita að fjölskyldumeðlim," segir Kristján. Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Íslenska lögreglan fékk í dag send öll gögn sem liggja fyrir hjá Interpol í Paragvæ um hvarf Friðriks Kristjánssonar, þrítugs manns sem ekkert hefur spurst til síðan í apríl. Bróðir Friðriks segir hvarfið hafa haft djúpstæð áhrif á fjölskylduna. Óljóst hvar hann hvarf Fréttastofa ræddi í dag við Moniku Costa, yfirmann rannsóknardeildar Interpol í Paragvæ. Hún segir að lögreglan vinni í málinu en ekki sé hægt að staðfesta hvort Friðrik hafi farið til Brasilíu og síðan til Paragvæ þar sem landamæraeftirlitið getur ekki staðfest ferðir þeirra. Það sé því óljóst hvar hann hvarf. Öll gögn í málinu send til Íslands Monika segir að Interpol hafi í morgun sent lögreglunni á Íslandi öll gögn í máli Friðriks. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur haft mál Friðriks á sínum snærum og fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfið. Karl sagði í samtali við fréttastofu í gær að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en að ferðin hafi lítinn árangur borið. Jólin erfið fyrir fjölskylduna Bróðir Friðriks, Kristján Einar Kristjánsson, segir fjölskylduna hafa þungar áhyggjur af afdrifum Friðriks. Þau hafa lýst eftir honum með margvíslegum hætti og vinnur fjölskyldan náið með lögreglunni. Kristján segir jólin hafa verið erfið. Fjölskyldan mun þó að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að halda leitinni áfram á nýju ári. „Við höldum í vonina um að fá einhverjar góðar fréttir. Maður hættir aldrei að leita að fjölskyldumeðlim," segir Kristján.
Hvarf Friðriks Kristjánssonar Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira