Maria Alyokhina, meðlimur rússnesku pönkveitarinnar Pussy Riot hefur verið látin laus úr fangelsi.
Maria var ásamt tveimur öðrum meðlimum hljómsveitarinnar dæmd í tveggja ára fangelsi árið 2012 fyrir að standa fyrir skrílslátum í kirkju. Búist er við því að Nadezhda Tolokonnikova, annar meðlimur sveitarinnar, verði einnig látin laus úr fangelsi í dag.
Rússneska þingið samþykkti fyrr í þessum mánuði að náða allt að 25 þúsund fanga í Rússlandi til að minnast þess að tuttugu ár er liðin frá því landið fékk nýja stjórnarskrá í kjölfar hruns Sovétríkjanna.