Citroën fjölgar lúxusbílunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2013 10:43 Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan. Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent
Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan.
Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent