Citroën fjölgar lúxusbílunum Finnur Thorlacius skrifar 23. desember 2013 10:43 Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent
Citroën hefur verið þekktara fyrir framleiðslu minni og ódýrari bíla. Frá því að fyrirtækið kynnti DS-línu sína árið 2010 með komu DS3 bílsins kveður talsvert við annan tón hjá Citroën og stefnan hefur greinilega verið tekin í átt að lúxusbílum. Citroën er nú að smíða millistærðar lúxusbíl sem fær nafnið DS 5LS. Hann verður í fyrstu markaðssettur í Kína, en þar er mikil eftirspurn eftir slíkum bílum. Ekki er ljóst hvenær sala hans hefst í Evrópu. Þessi nýi bíll er á stærð við Mercedes Benz C-Class, en þó er lengra milli öxla á DS 5LS. Bíllinn er hlaðinn lúxus, harðviðið og leðri, framsætin er með nuddi og aftursætin stillanleg. Vélarnar sem í boði verða í DS 5LS eru 1,6 og 2,0 lítra forþjöppuvélar og þær tengjast 6 gíra sjálfskiptingu. Citroën hyggst einnig bjóða nýjan jeppling í Kína á næsta ári og greinilegt er að Citroën horfir mjög til stærsta bílamarkaðar heims í Kína þessa dagana, en á meðan er sala Citroën bíla dræm í Evrópu.Snotur að innan.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent