Gnarr ársins 2013 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 23. desember 2013 13:15 Mynd/GVA Skemmtikrafturinn og stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr mun yfirgefa stjórnmálasviðið í vor þegar hann lætur af embætti borgarstjóra. Jón Gnarr er tvímælalaust einn af mönnum ársins og það vakti gríðarlega athygli þegar hann á hápunkti vinsælda sinna og flokks síns tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum. Þar með var Besti flokkurinn fyrir bí og gekk inn í Bjarta framtíð. Margir gráta Jón Gnarr meðan pólitískir andstæðingar hans fagna því að hann vilji nú snúa sér að öðru. Jón vekur jafnan athygli hvert sem hann kemur og var árið 2013 engin undantekning þar á. Vísir hefur tekið saman hápunkta ársins hjá Jóni Gnarr sem sjá má hér að neðan.Sendi aðdáanda mynd Í febrúar sat borgarstjórinn fyrir svörum á vefsíðunni Reddit, þar sem hann var spurður út í allt og ekkert. Einn spyrjendanna bað Jón að senda sér áritaða mynd, sem hann að sjálfsögðu gerði strax í kjölfarið.„Ég bað Jón Gnarr um áritaða mynd af sér í AMA (innsk: Ask me anything) og hann sendi hana! Reykjavík á STÓRKOSTLEGAN borgarstjóra," skrifaði Bandaríkjamaðurinn í texta við myndir sem hann birti á Reddit.Slíta samstarfi við Moskvu Í júlí lagði staðgengill Jóns fram tillögu fyrir hans hönd á borgarráðsfundi um að endurskoða ætti eða slíta samstarfssamningi Reykjavíkur og Moskvu. Það þýðir að hann lagði til að formleg stjórnmála- og menningartengsl borgarinnar við Moskvu yrðu slitin. Tillagan vakti nokkra athygli en norska ríkisútvarpið, NRK, fjallaði meðal annars um málið. Borgarstjóri vildi að þetta yrði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átti sér stað í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi.Jón í peysunum hennar Jóhönnu.Yoko Ono heiðursborgari Í október útnefndi Jón Gnarr listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára þann 9. október síðastliðinn. Í tilkynningu sagði að Reykjavíkurborg vildi með heiðursnafnbótinni þakka Yoko Ono fyrir dýrmætt framlag hennar til að vekja athygli á mikilvægi friðar og mannréttinda í heiminum og fyrir að kjósa Reykjavík sem vettvang til að breiða út þann boðskap. Fjórir aðrir hafa hlotið þessa nafnbót áður, þau séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010 og Erró árið 2012. Jón og Yoko klæddust bæði forláta prjónapeysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn um kvöldið, sem Jóhanna Friðrikka Sæmundsdóttir leikkona prjónaði á þau. Jóhanna hefur áður prjónað peysur á Jón Gnarr, annars vegar peysu með anarkistamerkinu sem og peysu með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar.Styttan af Ólafi Thors Jón kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í október í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Jón varði í ræðu sinni drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar.Jón Gnarr tilkynnti að hann gæfi ekki aftur kost á sér í útvarpsþættinum Tvíhöfði.Fer ekki fram aftur Í lok október tilkynnti Jón það síðan formlega í þættinum Tvíhöfði á Rás 2 með Sigurjóni Kjartanssyni að hann ætlaði ekki fram í næstu kosningum. Þeir félagar snéru aftur með þáttinn til að vekja athygli á átaki Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni, og hafði Jón boðað að þar og þá myndi hann segja til um áform sín. Um 5.500 manns höfðu þakkað Jóni fyrir vel unnin störf í stóli borgarstjóra á Facebook-síðunni Takk Jón sem stofnuð var í kjölfar tilkynningarinnar í Tvíhöfða. Post by Jón Gnarr.Nýtt ríkisfang Í nóvember óskaði borgarstjórinn síðan eftir nýju ríkisfangi á Facebook-síðu sinni. Ástæðan var sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“Russel Brand og Jón Gnarr.Grínast með Russel Brand Í desember fór Jón á uppistand með grínistanum og leikaranum Russel Brand og tóku þeir fund eftir sýninguna. „Hann var bara hinn hressasti en þeir áttu nánast tveggja tíma spjall um stöðu stjórnmála vítt og breitt,“ sagði Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður þingflokks Besta Flokksins og fyrrum aðstoðarkona borgarstjórans, í samtali við Vísi. Brand gerði til að mynda töluvert grín að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra Íslands, í uppistandi sínu. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira
Skemmtikrafturinn og stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr mun yfirgefa stjórnmálasviðið í vor þegar hann lætur af embætti borgarstjóra. Jón Gnarr er tvímælalaust einn af mönnum ársins og það vakti gríðarlega athygli þegar hann á hápunkti vinsælda sinna og flokks síns tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum. Þar með var Besti flokkurinn fyrir bí og gekk inn í Bjarta framtíð. Margir gráta Jón Gnarr meðan pólitískir andstæðingar hans fagna því að hann vilji nú snúa sér að öðru. Jón vekur jafnan athygli hvert sem hann kemur og var árið 2013 engin undantekning þar á. Vísir hefur tekið saman hápunkta ársins hjá Jóni Gnarr sem sjá má hér að neðan.Sendi aðdáanda mynd Í febrúar sat borgarstjórinn fyrir svörum á vefsíðunni Reddit, þar sem hann var spurður út í allt og ekkert. Einn spyrjendanna bað Jón að senda sér áritaða mynd, sem hann að sjálfsögðu gerði strax í kjölfarið.„Ég bað Jón Gnarr um áritaða mynd af sér í AMA (innsk: Ask me anything) og hann sendi hana! Reykjavík á STÓRKOSTLEGAN borgarstjóra," skrifaði Bandaríkjamaðurinn í texta við myndir sem hann birti á Reddit.Slíta samstarfi við Moskvu Í júlí lagði staðgengill Jóns fram tillögu fyrir hans hönd á borgarráðsfundi um að endurskoða ætti eða slíta samstarfssamningi Reykjavíkur og Moskvu. Það þýðir að hann lagði til að formleg stjórnmála- og menningartengsl borgarinnar við Moskvu yrðu slitin. Tillagan vakti nokkra athygli en norska ríkisútvarpið, NRK, fjallaði meðal annars um málið. Borgarstjóri vildi að þetta yrði gert í ljósi þeirrar þróunar sem átti sér stað í málefnum samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks í Rússlandi.Jón í peysunum hennar Jóhönnu.Yoko Ono heiðursborgari Í október útnefndi Jón Gnarr listakonuna Yoko Ono sem heiðursborgara Reykjavíkur, en John Lennon eiginmaður hennar hefði orðið 73 ára þann 9. október síðastliðinn. Í tilkynningu sagði að Reykjavíkurborg vildi með heiðursnafnbótinni þakka Yoko Ono fyrir dýrmætt framlag hennar til að vekja athygli á mikilvægi friðar og mannréttinda í heiminum og fyrir að kjósa Reykjavík sem vettvang til að breiða út þann boðskap. Fjórir aðrir hafa hlotið þessa nafnbót áður, þau séra Bjarni Jónsson árið 1961, Kristján Sveinsson augnlæknir árið 1975, Vigdís Finnbogadóttir árið 2010 og Erró árið 2012. Jón og Yoko klæddust bæði forláta prjónapeysum þegar friðarsúlan var tendruð í Viðey í sjötta sinn um kvöldið, sem Jóhanna Friðrikka Sæmundsdóttir leikkona prjónaði á þau. Jóhanna hefur áður prjónað peysur á Jón Gnarr, annars vegar peysu með anarkistamerkinu sem og peysu með sjálfu skjaldarmerki höfuðborgarinnar.Styttan af Ólafi Thors Jón kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í október í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Jón varði í ræðu sinni drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar.Jón Gnarr tilkynnti að hann gæfi ekki aftur kost á sér í útvarpsþættinum Tvíhöfði.Fer ekki fram aftur Í lok október tilkynnti Jón það síðan formlega í þættinum Tvíhöfði á Rás 2 með Sigurjóni Kjartanssyni að hann ætlaði ekki fram í næstu kosningum. Þeir félagar snéru aftur með þáttinn til að vekja athygli á átaki Krabbameinsfélagsins, Bleiku slaufunni, og hafði Jón boðað að þar og þá myndi hann segja til um áform sín. Um 5.500 manns höfðu þakkað Jóni fyrir vel unnin störf í stóli borgarstjóra á Facebook-síðunni Takk Jón sem stofnuð var í kjölfar tilkynningarinnar í Tvíhöfða. Post by Jón Gnarr.Nýtt ríkisfang Í nóvember óskaði borgarstjórinn síðan eftir nýju ríkisfangi á Facebook-síðu sinni. Ástæðan var sú að hann fær ekki nafnið Gnarr samþykkt hjá þjóðskrá. „Ég hef ekki efni á því að fara í mál við ríkið. Og ég gæti tapað. En ég gæti flutt til annars lands þar sem nafnið mitt yrði samþykkt og þar af leiðandi yrði það sjálfkrafa samþykkt hér. Ekkert vandamál. Svo hvar get ég fengið ríkisborgararétt? Einhverjar hugmyndir? Ég heiti Jón. Jón Gnarr. Getur einhver hjálpað mér?“Russel Brand og Jón Gnarr.Grínast með Russel Brand Í desember fór Jón á uppistand með grínistanum og leikaranum Russel Brand og tóku þeir fund eftir sýninguna. „Hann var bara hinn hressasti en þeir áttu nánast tveggja tíma spjall um stöðu stjórnmála vítt og breitt,“ sagði Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður þingflokks Besta Flokksins og fyrrum aðstoðarkona borgarstjórans, í samtali við Vísi. Brand gerði til að mynda töluvert grín að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra Íslands, í uppistandi sínu.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Sjá meira