Ræða borgarstjóra vekur kátínu: Vefmyndavélar í augu Ólafs Thors Stígur Helgason skrifar 16. október 2013 09:15 Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur. Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur.
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Erlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Sjá meira