NBA: Svört jól í New York | Sjötti sigur Heat í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. desember 2013 11:00 LeBron James í baráttunni við Nick Young í leik Miami Heat og Los Angeles Lakers í gær. Í tilefni jóladags voru öll liðin í sérstökum stutterma jólatreyjum. Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Sjá meira
Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Sjá meira