NBA: Svört jól í New York | Sjötti sigur Heat í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. desember 2013 11:00 LeBron James í baráttunni við Nick Young í leik Miami Heat og Los Angeles Lakers í gær. Í tilefni jóladags voru öll liðin í sérstökum stutterma jólatreyjum. Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Það voru svo sannarlega svört jól hjá körfuboltaliðum New York borgar í gær, bæði liðin steinlágu á heimavelli. Chicago Bulls vann öruggan sautján stiga sigur á Brooklyn Nets í Brooklyn 95-78. Eftir þrjá leikhluta leiddu Bulls með nítján stigum og var sigurinn aldrei í hættu eftir það. Taj Gibson var atkvæðamestur í liði Bulls með 20 stig af bekknum ásamt því að taka átta fráköst. Jason Kidd, þjálfari Nets kallaði til krísufundar leikmanna og þjálfara eftir leikinn enda hefur gengi Nets verið hörmulegt hingað til á tímabilinu með dýrasta leikmannahóp deildarinnar. Ekki var það betra hjá nágrönnum Nets í New York Knicks, án Carmelo Anthony áttu Knicks ekki möguleika gegn Oklahoma City Thunder. Leiknum lauk með 123-94 sigri Oklahoma, 29 stiga munur sem er stærsta tap heimaliðs í sögu jólaleikja NBA. Russel Westbrook átti glæsilegan leik fyrir Oklahoma og var með þrefalda tvennu í þriðja leikhluta með 14 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar en hvíldi allan fjórða leikhluta. Dwyane Wade og Chris Bosh leiddu Miami Heat í naumum 101-95 sigri á fámennum Los Angeles Lakers í Staples Center í þriðja leik kvöldsins. Miami leiddi lengst af í leiknum en Lakers gáfust aldrei upp og voru skammt undan allt til loka leiks þegar gestirnir frá Miami náðu að loka leiknum. Þetta var sjötti sigurleikur Miami í röð en byrjun tímabilsins í ár er besta byrjun liðsins frá upphafi. Houston Rockets unnu mikilvægan 13 stiga sigur á San Antonio Spurs á útivelli. James Harden sneri aftur í lið Rockets eftir meiðsli og var stigahæstur í liði Houston með 28 stig. Þá átti Dwight Howard góðan leik undir körfunni með 15 stig og 20 fráköst en í liði Spurs var Manu Ginobili atkvæðamestur með 22 stig af bekknum. Að lokum vann Golden State Warriors nauman heimasigur á Los Angeles Clippers í Oakland. Liðin skiptust á forskotinu allan leikinn og var mikill hiti í mönnum.Einum leikmanni úr hvoru liði var vikið úr húsi í leiknum og voru átök milli liðanna þegar lokaflautan gall. Clippers fengu nokkur ágætis færi á lokasekúndum leiksins til að jafna metin en hittu ekki úr erfiðum skotum.Úrslit gærkvöldsins: Brooklyn Nets 78-95 Chicago Bulls New York Knicks 94-123 Oklahoma City Thunder Los Angeles Lakers 95-101 Miami Heta San Antonio Spurs 98-111 Houston Rockets Golden State Warriors 105-103 Los Angeles Clippers
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira