Körfubolti

Nýr þjálfari og Kani til Njarðvíkinga

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/UMFN.is
Agnar Mar Gunnarsson hefur tekið við þjálfun Njarðvíkurkvenna í Domino's-deildinni í körfubolta. Hann tekur við liðinu af Bandaríkjamanninum Nigel Moore sem stýrði liðinu á fyrri hluta tímabilsins. Agnar var Nigel innan handar í haust en tekur nú við liðinu. og þá er

Njarðvíkingar hafa gengið frá samningi við hina bandarísku Nikittu Gartrell. Hún leysir Jasmine Beverley af hólmi sem sagt var upp störfum um miðjan mánuðinn.

Gatrell þykir fjölhæfur bakvörður sem á að geta leyst flestar stöður á vellinum að því er fram kemur í frétt á heimasíðu Njarðvíkinga. Hún er 175 cm á hæð og 25 ára gömul.  

Hún lék með North Carolina State í háskólaboltanum vestanhafs en skólinn er í Atlantshafsriðlinum. Þar lék einmitt Lele Hardy með Clemson háskólanum á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×