Ingvar og Jónína best í íshokkí árið 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2013 18:01 Ingvar og Jónína á ísnum. Mynd/Íshokkísamband Íslands/Elvar Freyr Pálsson Íshokkísamband Íslands hefur útnefnt Ingvar Þór Jónsson og Jónínu Margréti Guðbjartsdóttur, bæði hjá Skautafélagi Akureyrar, sem íshokkíkarl og -konu ársins 2013. Ingvar Þór varð spilandi þjálfari Íslands- og deildarmeistara Akureyringa auk þess að vera fyrirliði íslenska landsliðsins sem hafnaði í 3. sæti í sínum riðli á HM í Króatíu. Hann hefur leikið alla landsleiki Íslands frá því liðinu var komið á koppinn árið 1999. Þá hefur Ingvar á ferli sínum fimm sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður karlalandsliðsins á heimsmeistaramótum ásamt því að vera varnarmaður mótsins á HM-móti sem haldið var á Íslandi árið 2006. Ingvar hefur unnið að þjálfun auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir íshokkíhreyfinguna, sat t.d. í stjórn Íshokkísambands Íslands, þar til í vor. Jónína varð Íslandsmeistari í tólfta skipti í vor auk þess að verða deildarmeistari með SA. Jónína Margrét lék einnig með landsliðinu á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins á Spáni í vor. Jónína Margrét hefur leikið íshokkí frá stofnun kvennaliðs Skautafélags Akureyrar vorið 2000 og orðið Íslandsmeistari með liðinu í öll þau skipti sem félagið hefur unnið þann titil. Hún hefur og átt fast sæti í landsliði Íslands síðastliðin ár. Jónína Margrét hefur lengst af spilað sem varnarmaður og hefur verið bæði fyrirliði og aðstoðarfyrirliði hjá SA og aðstoðarfyrirliði landsliðsins. Auk þess að að leika íshokkí hefur Jónína verið virk í starfi íshokkíhreyfingarinnar í gegnum árin, bæði þjálfað yngri flokka félagsins og einnig var hún ritari í stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar veturna 2004-2005 og 2005-2006. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira
Íshokkísamband Íslands hefur útnefnt Ingvar Þór Jónsson og Jónínu Margréti Guðbjartsdóttur, bæði hjá Skautafélagi Akureyrar, sem íshokkíkarl og -konu ársins 2013. Ingvar Þór varð spilandi þjálfari Íslands- og deildarmeistara Akureyringa auk þess að vera fyrirliði íslenska landsliðsins sem hafnaði í 3. sæti í sínum riðli á HM í Króatíu. Hann hefur leikið alla landsleiki Íslands frá því liðinu var komið á koppinn árið 1999. Þá hefur Ingvar á ferli sínum fimm sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður karlalandsliðsins á heimsmeistaramótum ásamt því að vera varnarmaður mótsins á HM-móti sem haldið var á Íslandi árið 2006. Ingvar hefur unnið að þjálfun auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir íshokkíhreyfinguna, sat t.d. í stjórn Íshokkísambands Íslands, þar til í vor. Jónína varð Íslandsmeistari í tólfta skipti í vor auk þess að verða deildarmeistari með SA. Jónína Margrét lék einnig með landsliðinu á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins á Spáni í vor. Jónína Margrét hefur leikið íshokkí frá stofnun kvennaliðs Skautafélags Akureyrar vorið 2000 og orðið Íslandsmeistari með liðinu í öll þau skipti sem félagið hefur unnið þann titil. Hún hefur og átt fast sæti í landsliði Íslands síðastliðin ár. Jónína Margrét hefur lengst af spilað sem varnarmaður og hefur verið bæði fyrirliði og aðstoðarfyrirliði hjá SA og aðstoðarfyrirliði landsliðsins. Auk þess að að leika íshokkí hefur Jónína verið virk í starfi íshokkíhreyfingarinnar í gegnum árin, bæði þjálfað yngri flokka félagsins og einnig var hún ritari í stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar veturna 2004-2005 og 2005-2006.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Fleiri fréttir Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Fyrsti Ítalinn í fjörutíu ár til að vinna opna ítalska Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Átti Henderson að fá rautt spjald? Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjá meira