Ingvar og Jónína best í íshokkí árið 2013 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2013 18:01 Ingvar og Jónína á ísnum. Mynd/Íshokkísamband Íslands/Elvar Freyr Pálsson Íshokkísamband Íslands hefur útnefnt Ingvar Þór Jónsson og Jónínu Margréti Guðbjartsdóttur, bæði hjá Skautafélagi Akureyrar, sem íshokkíkarl og -konu ársins 2013. Ingvar Þór varð spilandi þjálfari Íslands- og deildarmeistara Akureyringa auk þess að vera fyrirliði íslenska landsliðsins sem hafnaði í 3. sæti í sínum riðli á HM í Króatíu. Hann hefur leikið alla landsleiki Íslands frá því liðinu var komið á koppinn árið 1999. Þá hefur Ingvar á ferli sínum fimm sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður karlalandsliðsins á heimsmeistaramótum ásamt því að vera varnarmaður mótsins á HM-móti sem haldið var á Íslandi árið 2006. Ingvar hefur unnið að þjálfun auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir íshokkíhreyfinguna, sat t.d. í stjórn Íshokkísambands Íslands, þar til í vor. Jónína varð Íslandsmeistari í tólfta skipti í vor auk þess að verða deildarmeistari með SA. Jónína Margrét lék einnig með landsliðinu á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins á Spáni í vor. Jónína Margrét hefur leikið íshokkí frá stofnun kvennaliðs Skautafélags Akureyrar vorið 2000 og orðið Íslandsmeistari með liðinu í öll þau skipti sem félagið hefur unnið þann titil. Hún hefur og átt fast sæti í landsliði Íslands síðastliðin ár. Jónína Margrét hefur lengst af spilað sem varnarmaður og hefur verið bæði fyrirliði og aðstoðarfyrirliði hjá SA og aðstoðarfyrirliði landsliðsins. Auk þess að að leika íshokkí hefur Jónína verið virk í starfi íshokkíhreyfingarinnar í gegnum árin, bæði þjálfað yngri flokka félagsins og einnig var hún ritari í stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar veturna 2004-2005 og 2005-2006. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira
Íshokkísamband Íslands hefur útnefnt Ingvar Þór Jónsson og Jónínu Margréti Guðbjartsdóttur, bæði hjá Skautafélagi Akureyrar, sem íshokkíkarl og -konu ársins 2013. Ingvar Þór varð spilandi þjálfari Íslands- og deildarmeistara Akureyringa auk þess að vera fyrirliði íslenska landsliðsins sem hafnaði í 3. sæti í sínum riðli á HM í Króatíu. Hann hefur leikið alla landsleiki Íslands frá því liðinu var komið á koppinn árið 1999. Þá hefur Ingvar á ferli sínum fimm sinnum verið valinn verðmætasti leikmaður karlalandsliðsins á heimsmeistaramótum ásamt því að vera varnarmaður mótsins á HM-móti sem haldið var á Íslandi árið 2006. Ingvar hefur unnið að þjálfun auk þess að gegna trúnaðarstörfum fyrir íshokkíhreyfinguna, sat t.d. í stjórn Íshokkísambands Íslands, þar til í vor. Jónína varð Íslandsmeistari í tólfta skipti í vor auk þess að verða deildarmeistari með SA. Jónína Margrét lék einnig með landsliðinu á heimsmeistaramóti Alþjóða Íshokkísambandsins á Spáni í vor. Jónína Margrét hefur leikið íshokkí frá stofnun kvennaliðs Skautafélags Akureyrar vorið 2000 og orðið Íslandsmeistari með liðinu í öll þau skipti sem félagið hefur unnið þann titil. Hún hefur og átt fast sæti í landsliði Íslands síðastliðin ár. Jónína Margrét hefur lengst af spilað sem varnarmaður og hefur verið bæði fyrirliði og aðstoðarfyrirliði hjá SA og aðstoðarfyrirliði landsliðsins. Auk þess að að leika íshokkí hefur Jónína verið virk í starfi íshokkíhreyfingarinnar í gegnum árin, bæði þjálfað yngri flokka félagsins og einnig var hún ritari í stjórn Íshokkídeildar Skautafélags Akureyrar veturna 2004-2005 og 2005-2006.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Sjá meira