Foreldrar á barnajólaballi: Ósáttir við klúrt jólalag Ingós Veðurguðs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. desember 2013 11:17 Jólaballið var haldið í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar. Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Klúr útgáfa lagsins Hókí pókí í flutningi Ingós Veðurguðs féll ekki í kramið á barnajólaballi starfsmanna Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gær. Díana Hafsteinsdóttir er eitt foreldra sem voru á ballinu, sem haldið var í troðfullum brottfararsal flugstöðvarinnar, og segir hún foreldra barnanna hafa verið sammála um að uppátækið hefði verið algjörlega óviðeigandi á barnaskemmtun. „Ingó söng skemmtileg jólalög sem allir kunna og þar á meðal Hókí pókí,“ segir Díana, sem tók þátt í fjörinu með fjögurra ára dóttur sinni. „Börnin sungu hástöfum með og foreldrarnir duglegir að syngja með og kenna börnunum hreyfingarnar. Það heyrðist svo greinilega þegar foreldrarnir tóku andköf þegar Ingó byrjaði að syngja: „Við setjum tillann inn og setjum tillann út, inn, út, inn, út og hristum hann svo til.““ Díana segir að dóttir sín hafi hætt að dansa, enda hafi hún ekki vitað hvaða hreyfingu hún ætti að gera. „Ég verð bara að segja að þetta sjokkeraði mig alveg gífurlega og alla þá foreldra sem ég hef talað við sem voru á staðnum,“ segir Díana, en hún telur að atvikið hafi verið tilraun til að vera fyndinn frekar en að þetta hafi verið óvart. „Svo hélt hann bara áfram eins og ekkert væri eftir tillasönginn og söng um „allan búkinn inn og allan búkinn út“.Greip fyrir eyru sonarins Maður sem vildi ekki láta nafns síns getið var einnig á jólaballinu og staðfestir hann orð Díönu. „Ég greip hálfpartinn fyrir eyrun á stráknum mínum,“ segir maðurinn. „Þetta er kannski ekki alveg við hæfi hjá strákgreyingu á barnakskemmtun. Það er voða skrýtið að heyra svona, dansandi í kringum jólatréð með börnin sín.“ Þá ræddi Vísir við konu sem var á ballinu með vinkonu sinni og dóttur hennar. „Það litu bara allir hver á aðra,“ segir konan, sem segir að foreldrarnir hefðu ekki verið ánægðir. „Flestir sem voru að dansa stoppuðu. Vinkona mín var til dæmis alls ekki ánægð. Krakkar auðvitað apa eftir öllu sem þau heyra.“ Allir viðmælendur Vísis voru þó sammála um að skemmtunin hefði verið mjög vel heppnuð fyrir utan þetta atvik. Ekki náðist í Ingó sjálfan við vinnslu fréttarinnar.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent