Fótbolti

Intel með auglýsingu innan á treyju Barcelona

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Carles Puyol á kynningarfundi um samvinnu Barcelona og Intel.
Carles Puyol á kynningarfundi um samvinnu Barcelona og Intel. Mynd/Heimasíða Barcelona
Spænski knattspyrnurisinn Barcelona hefur löngum stært sig af því að vera meira en knattspyrnufélag og lengi vel neitaði það að bera auglýsingar á treyjum liðsins.

Nú hafa Börsungar hins vegar tekið forystu er varðar auglýsingar á leikmannatreyjur. Félagið hefur gert samning við tölvurisann Intel um auglýsingar innan á treyjum liðsins. Merkið „Intel inside“ verður öllum sýnilegt ákveði leikmenn Barcelona að lyfta aðeins upp treyju sinni.

Ekki hefur verið upplýst nákvæmlega um virði samningsins. Forbes segir Intel muni greiða Barcelona um 5 milljónir dollara á ári, tæpar 600 milljónir íslenskra króna, fyrir nýmynduð tengsl sín við spænska félagið. Samningurinn er til fimm ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×