Körfubolti

Benedikt: Ætla að sleppa því að hrósa Ragga

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ragnar Nathanaelsson.
Ragnar Nathanaelsson. Mynd/Heimasíða Þórs Þorlákshafnar
„Við vissum að ef við myndum sýna sama töffaraskap í fjórða leikhluta myndum við taka þetta en ef við værum eitthvað litlir í okkur myndi þetta vera erfitt," segir Benedikt Guðmundsson.

Lærisveinar Benedikts hjá Þór Þorlákshöfn gerðu sér lítið fyrir og lögðu Íslandsmeistara Grindavíkur í Röstinni í Grindavík í kvöld. Maður leiksins var Ragnar Nathanaelsson sem skoraði 19 stig og tók 25 fráköst.

„Það sjá allir hversu miklum framförum Raggi hefur tekið. Ég ætla hinsvegar að sleppa að hrósa honum núna, hann er fljótur að fara upp í skýin eftir smá hrós og vonandi heldur hann áfram að láta verkin tala," sagði Benedikt að lokum.

Umfjöllun og viðtöl úr Röstinni má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×