GM selur bréf sín í PSA Peugeot Citroën Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 10:30 Brátt á GM ekkert í PSA. Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala. Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent
Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala.
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent