GM selur bréf sín í PSA Peugeot Citroën Finnur Thorlacius skrifar 14. desember 2013 10:30 Brátt á GM ekkert í PSA. Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent
Þessi vika hefur aldeilis verið söguleg hjá General Motors. Þeir réð nýjan forstjóra, kraftkonuna Mary Barra, tilkynntu um brotthvarf Chevrolet í Evrópu og framleiðslu bíla í Astralíu og eru nú að selja sinn 7% hlut í PSA Peugeot Citroën. GM og PSA munu samt eiga í samstarfi við þróun undirvagna í bíla sína. Mun það eiga við MPV og Crossover bíla fyrirtækjanna og jafnvel fleiri bíla. Áætlanir um sameiginlega þróun undirvagna fyrir bíla í B-stærðparflokki hefur hinsvegar verið hætt, sem og þróun lítilla bílvéla. Fyrirtækin ætla áfram að eiga í samstarfi um sameiginleg innkaup íhluta. Hlutir GM í PSA Peugeot Citroën er 28,84 milljón hluta og vonast GM til að fá 500 milljónir dala fyrir þennan hlut, en GM keypti þennan hlut fyrir 22 mánuðum síðan á 400 milljónir dala.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent