Eygló Ósk Gústafsdóttir tók því rólega í 100 m fjórsundi á EM í 25 m laug í Herning í Danmörku í morgun. Enginn Íslendinganna sem keppti í morgun náði að bæta sig.
Eygló keppir síðdegis til úrslita í 100 m baksundi á mótinu. Í morgun varð hún í 24. sæti í undanrásum í 100 m flugsundi á 1:02,62 mínútum og var 0,2 sekúndum frá Íslandsmeti sínu í greininni.
Alexander Jóhannesson synti á 50,85 sekúndum í 100 m skriðsundi og varð í 56. sæti af 62 keppendum. Hann náði ekki að bæta sinn besta árangur í greininni.
Kristinn Þórarinsson keppti í 50 m baksundi og kom í mark á 25,64 sekúndum. Hann varð í 46. sæti af 49 keppendum og var rúmri sekúndu frá sínum besta tíma.
Þá náði Inga Elín Cryer sér ekki á strik í 800 m skriðsundi en hún synti á 8:55,96 mínútum í greininni og var um fjórtán sekúndum frá Íslandsmeti sínu.
Sveit Íslands í 4x50 m boðsundi karla og kvenna (blönduðu) var svo dæmd úr leik. Hún kom í mark á tímanum 1:49,79 mínútum en hann fékkst ekki skráður.
Eygló syndir til úrslita í 100 m baksundi klukkan 16.34 að íslenskum tíma í dag en sýnt er beint frá mótinu á Eurosport.
Enginn bætti sig í Herning
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti

„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn

