Reyndi við tveggja kílóa borgara Hjörtur Hjartarson skrifar 13. desember 2013 18:06 Veitingastaðurinn, Texasborgarar hefur undanfarið skorað á fólk að reyna við máltíðina ógurlegu. Hún samanstendur af tveimur kílóum af kjöti, 200 grömmum af frönskum kartöflum og hálfum lítra af vatni. Þá er brauðið, sósan og annað álegg ótalið. Björn Sigurðarson, júdókappi er mikill maður að vexti og var sjálfsöryggið í samræmi við það í upphafi. "Ég stefni á að klára þetta á 45 mínútum," sagði Björn, brattur.Heldur dró þó úr okkar manni strax eftir tíu mínútur og kvartaði hann undan því að líkaminn væri lítið sáttur við allt þetta kjöt. Hann náði aftur vopnum sínum eftir um hálftíma og með nýrri aðferð virtist allt ætla að enda vel.Björn tók þá upp á því að vefja risabrauðinu utan um kjötið og búa þar til með einskonar vefju. Greinilegt var þó að um mikil átök voru að ræða og svo fór þegar sjö mínútur voru eftir af klukkutímanum, kastaði Björn inn hvíta handklæðinu. "Ég er búinn, alveg pakksaddur, takk fyrir mig," sagði Björn þegar ljóst var að ekki yrði lengra komist.Björn sagðist svekktur að hafa ekki nálgast verkefnið af meiri auðmýkt. Í stað þess að drekka vatn með matnum, drakk hann malt og appelsín. Að eigin sögn varð það honum að falli. Björn náði þó lengra en nokkur annar, aðeins herslumuninn vantaði upp á. Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Veitingastaðurinn, Texasborgarar hefur undanfarið skorað á fólk að reyna við máltíðina ógurlegu. Hún samanstendur af tveimur kílóum af kjöti, 200 grömmum af frönskum kartöflum og hálfum lítra af vatni. Þá er brauðið, sósan og annað álegg ótalið. Björn Sigurðarson, júdókappi er mikill maður að vexti og var sjálfsöryggið í samræmi við það í upphafi. "Ég stefni á að klára þetta á 45 mínútum," sagði Björn, brattur.Heldur dró þó úr okkar manni strax eftir tíu mínútur og kvartaði hann undan því að líkaminn væri lítið sáttur við allt þetta kjöt. Hann náði aftur vopnum sínum eftir um hálftíma og með nýrri aðferð virtist allt ætla að enda vel.Björn tók þá upp á því að vefja risabrauðinu utan um kjötið og búa þar til með einskonar vefju. Greinilegt var þó að um mikil átök voru að ræða og svo fór þegar sjö mínútur voru eftir af klukkutímanum, kastaði Björn inn hvíta handklæðinu. "Ég er búinn, alveg pakksaddur, takk fyrir mig," sagði Björn þegar ljóst var að ekki yrði lengra komist.Björn sagðist svekktur að hafa ekki nálgast verkefnið af meiri auðmýkt. Í stað þess að drekka vatn með matnum, drakk hann malt og appelsín. Að eigin sögn varð það honum að falli. Björn náði þó lengra en nokkur annar, aðeins herslumuninn vantaði upp á.
Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira