NBA í nótt: Sextándi sigur Indiana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2013 09:02 Indiana Pacers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann í nótt sinn sextánda sigur í fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu. Indiana vann LA Clippers, 105-100, þar sem Paul George fór mikinn en hann var alls með 27 stig og tólf fráköst. David West skoraði 24 stig, þar af fjórtán í þriðja leikhluta. Jamal Crawford var með 20 stig fyrir Clippers og Chris Paul sautján. Blake Griffin var með sextán stig og tólf fráköst. Þetta var fyrsti leikur Clippers eftir að liðið fékk þær fregnir að JJ Redick verður frá næstu 6-8 vikurnar þar sem hann er með brotið bein og rifið liðband í skothöndinni sinni. Miami vann Charlotte, 99-98. Chris Bosh skoraði þrettán stig í röð fyrir Miami á lokamínútum leiksins, þar af þrjár þriggja stiga körfur. Þetta var tíundi sigur Miami í röð en Bosh kom Miami tveimur stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. LeBron James skoraði 26 stig og Bosh alls 22 stig. Oklahoma City vann Minnesota, 113-103. Kevin Durant var með sína fyrstu þreföldu tvennu á tímabilinu en hann var með 32 stig, tíu fráköst og tólf stoðsendingar. Oklahoma City hefur nú unnið sjö leiki í röð, er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og hefur unnið alla níu heimaleiki sína þetta tímabilið. Þetta er lengsta sigurganga félagsins síðan 2004 en þá hét það Seattle Supersonics. Golden State vann Sacramento, 115-113. Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir Golden State, þar af tólf í fjórða leikhluta. Hann var með tíu stoðsendingar þar að auki. Detroit vann Philadelphia, 115-100. Þar átti Andre Drummond stórleik en hann var með 31 stig, nítján fráköst og sex stolna bolta. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nær álíka framlagi síðan að Hakeem Olajuwon árið 1990.Úrslit næturinnar: Toronto - Denver 98-112 LA Clippers - Indiana 100-105 Detroit - Philadelphia 115-100 Sacramento - Golden State 113-115 Miami - Charlotte 99-98 Oklahoma City - Minnesota 113-103 New York Knicks - New Orleans 99-103 LA Lakers - Portland 108-114 NBA Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Indiana Pacers heldur áfram að gera það gott í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann í nótt sinn sextánda sigur í fyrstu sautján leikjum sínum á tímabilinu. Indiana vann LA Clippers, 105-100, þar sem Paul George fór mikinn en hann var alls með 27 stig og tólf fráköst. David West skoraði 24 stig, þar af fjórtán í þriðja leikhluta. Jamal Crawford var með 20 stig fyrir Clippers og Chris Paul sautján. Blake Griffin var með sextán stig og tólf fráköst. Þetta var fyrsti leikur Clippers eftir að liðið fékk þær fregnir að JJ Redick verður frá næstu 6-8 vikurnar þar sem hann er með brotið bein og rifið liðband í skothöndinni sinni. Miami vann Charlotte, 99-98. Chris Bosh skoraði þrettán stig í röð fyrir Miami á lokamínútum leiksins, þar af þrjár þriggja stiga körfur. Þetta var tíundi sigur Miami í röð en Bosh kom Miami tveimur stigum yfir þegar rúm mínúta var eftir af leiknum. LeBron James skoraði 26 stig og Bosh alls 22 stig. Oklahoma City vann Minnesota, 113-103. Kevin Durant var með sína fyrstu þreföldu tvennu á tímabilinu en hann var með 32 stig, tíu fráköst og tólf stoðsendingar. Oklahoma City hefur nú unnið sjö leiki í röð, er í efsta sæti Vesturdeildarinnar og hefur unnið alla níu heimaleiki sína þetta tímabilið. Þetta er lengsta sigurganga félagsins síðan 2004 en þá hét það Seattle Supersonics. Golden State vann Sacramento, 115-113. Stephen Curry skoraði 36 stig fyrir Golden State, þar af tólf í fjórða leikhluta. Hann var með tíu stoðsendingar þar að auki. Detroit vann Philadelphia, 115-100. Þar átti Andre Drummond stórleik en hann var með 31 stig, nítján fráköst og sex stolna bolta. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem nær álíka framlagi síðan að Hakeem Olajuwon árið 1990.Úrslit næturinnar: Toronto - Denver 98-112 LA Clippers - Indiana 100-105 Detroit - Philadelphia 115-100 Sacramento - Golden State 113-115 Miami - Charlotte 99-98 Oklahoma City - Minnesota 113-103 New York Knicks - New Orleans 99-103 LA Lakers - Portland 108-114
NBA Mest lesið Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira