Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöll Íslands eru 289 milljónir króna. Þar af eru 187 milljónir króna með hlutabréf Vodafone. Það samsvarar tæpum 65 prósentum af heildarveltunni.
Alls hafa hlutabréf fyrirtækisins lækkað um 10,59 prósent klukkan hálf tvö í dag og stóðu þá í 26,60 krónur á hlut.
Lægst fór gengið í 25,3 krónur klukkan hálf ellefu í morgun. Síðan þá hefur gengi hlutabréfanna komið nokkuð upp á við aftur.

