„Þetta var bara eins og í bíómynd“ Fanney Birna Jónsdóttir og Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 3. desember 2013 11:01 "Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg. Mynd/Stefán „Maður er svo vanur að eitthvað sé í gangi úti í garði að við héldum bara áfram að sofa. Svo vöknuðum við um þrjú leytið við svakaleg læti og sáum þá lögreglubílana og það var verið að skjóta og brjáluð læti,“ segir Kristbjörg Jónsdóttir, dagmamma og íbúi í Hraunbæ 22. Hún fylgdist með atburðum gærdagsins þegar Sævarr Rafn Jónasson var skotinn niður af sérsveitarmönnum eftir að hafa látið illum látum í Hraunbæ aðfararnótt mánudagsins. „Þetta var ekkert smá sko, lögreglan þurfti skýla sér bak við bílana hérna úti á planinu og við heyrðum þegar lögreglumaðurinn datt niður tröppurnar, svefnherbergið er alveg við næsta stigagang og hann slóst upp við handriðið og rúllaði niður tröppurnar,“ segir Kristbjörg. Hún fylgdist með sérsveitinni alvopnaðri út úm eldhúsgluggann hjá sér og segir að hún hafi upplifað sig eins og í bíómynd - nema þetta var ískaldur raunveruleikinn fyrir utan gluggann hjá henni. „Okkur grunaði strax að þetta væri hann. Við höfum séð hann áður vera með læti. Aumingjans maðurinn að fá ekki hjálp í stað þess að vera settur í íbúðahverfi. Börnin okkar eru mikið að spá í þessu núna. Hvort það sé svona hættulegt að vera á Íslandi, hvort þeir séu fleiri og hvort þau þurfa að vera hrædd,“ segir Kristbjörg áhyggjufull. Hún segir engan hafa talað við þau meðan þetta var í gangi né hafi þeim verið boðin áfallahjálp. „Ég held það væri fínt ef einhver talaði við krakkana um þetta, en þetta er kannski svo einstakt að það kann enginn að taka á þessu. Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg að lokum. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
„Maður er svo vanur að eitthvað sé í gangi úti í garði að við héldum bara áfram að sofa. Svo vöknuðum við um þrjú leytið við svakaleg læti og sáum þá lögreglubílana og það var verið að skjóta og brjáluð læti,“ segir Kristbjörg Jónsdóttir, dagmamma og íbúi í Hraunbæ 22. Hún fylgdist með atburðum gærdagsins þegar Sævarr Rafn Jónasson var skotinn niður af sérsveitarmönnum eftir að hafa látið illum látum í Hraunbæ aðfararnótt mánudagsins. „Þetta var ekkert smá sko, lögreglan þurfti skýla sér bak við bílana hérna úti á planinu og við heyrðum þegar lögreglumaðurinn datt niður tröppurnar, svefnherbergið er alveg við næsta stigagang og hann slóst upp við handriðið og rúllaði niður tröppurnar,“ segir Kristbjörg. Hún fylgdist með sérsveitinni alvopnaðri út úm eldhúsgluggann hjá sér og segir að hún hafi upplifað sig eins og í bíómynd - nema þetta var ískaldur raunveruleikinn fyrir utan gluggann hjá henni. „Okkur grunaði strax að þetta væri hann. Við höfum séð hann áður vera með læti. Aumingjans maðurinn að fá ekki hjálp í stað þess að vera settur í íbúðahverfi. Börnin okkar eru mikið að spá í þessu núna. Hvort það sé svona hættulegt að vera á Íslandi, hvort þeir séu fleiri og hvort þau þurfa að vera hrædd,“ segir Kristbjörg áhyggjufull. Hún segir engan hafa talað við þau meðan þetta var í gangi né hafi þeim verið boðin áfallahjálp. „Ég held það væri fínt ef einhver talaði við krakkana um þetta, en þetta er kannski svo einstakt að það kann enginn að taka á þessu. Við erum ekki vön svona á Íslandi. Menn með byssur að skjóta hvor á annan,“ segir Kristbjörg að lokum.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira