"Harmsaga veiks manns“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. desember 2013 14:43 „Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
„Þetta er þriðja barnið sem móðir okkar, komin á níræðisaldur missir. Við höfum haft um nóg að hugsa,“ segir Anna Jóna Jónasdóttir, systir Sævarrs Rafns Jónassonar. Sævarr lést í gær eftir skotbardaga við sérsveit lögreglunnar í Árbænum.Veikindasagan löng Anna Jóna segir að veikindasaga hans sé löng en þegar Sævar bjó úti í Noregi vissu þau lítið sem ekkert af honum nema að hann væri á kafi í neyslu. „Hann var sendur heim til Íslands frá lögreglunni í Noregi um miðjan níunda áratuginn og það var enginn sem tók á móti honum í Keflavík. Trúlega tók hann bara rútu í bæinn. Hann dúkkar svo upp hjá Samhjálp og fékk þar inni, ég veit ekki hvort og hvar hann fékk húsaskjól,“ segir Anna Jóna. Hún segir hann hafa átt mjög bágt á þessu tímabili og svo verður honum á.Sviptur sjálfræði „Hann fer upp í einhvern fána hjá bandaríska sendiráðinu og var í framhaldinu tekinn og settur inn á geðdeild. Þar var hann sviptur sjálfræði,“ segir Anna Jóna. Eftir dvöl á geðdeild fékk Sævarr aðstöðu á áfangaheimili á Miklubraut. Anna Jóna segir að þar hafi honum liðið þokkalega. „Þar var síðan talið að hann væri það fær að hann gæti séð um sig sjálfur. Sem var ekki rétt. Hann fékk félagslega íbúð á Barónsstíg. Það gekk skelfilega. Það var bara alveg hryllilegt. Hann olli því engan veginn að sjá um sig sjálfur. Við hringdum í félagsmálayfirvöld og báðum um að það yrði farið í íbúðina og skoðað en það var ekkert gert,“ segir Anna Jóna.Tilraun sem misheppnaðist Þessi tilraun til að gera Sævarri kleift að fóta sig einn í lífinu í félagslegu íbúðinni tókst alls ekki. „Hann var síðan settur inn á Klepp og aftur sviptur sjálfræði. Þetta var fyrir einhverjum árum síðan. Honum var haldið þarna inni, af því hann var svo veikur. Hann neitaði að taka lyfin sín í töfluformi og var þess vegna sprautaður með lyfjum,“ segir Anna Jóna um ástandið á bróður sínum. Hana minnir að Sævarr hafi verið á Kleppi í rúmt ár. „Hann er síðan settur þaðan út. Það sem okkur fannst verst var að hann var náttúrulega lyfjalaus eftir það. Vildi ekki taka lyfin á töfluformi. Hann fór beint á Starengi og leið þokkalega þar til að byrja með. Eftir eitt og hálft, tvö ár fór að halla undan fæti á Starengi og þá er hann settur í þessa blokk þar sem að ferill hans endaði,“ segir Anna Jóna.Ástandið var skelfilegt Hún segir ástandið á bróður sínum á þessum tíma hafi verið skelfilegt. „Íbúðin í Árbænum var orðin eins og á Barónsstígnum. Hann var mikið veikur maður en hann var settur út í lífið aftur án samráðs við okkur og án lyfja. Ég myndi segja að þetta sé harmsaga veiks manns,“ segir Anna Jóna.Lífið var ekki neinn dans Anna Jóna er verulega döpur yfir því hvernig haldið var á málum bróður hennar í kerfinu. „Það var eins og hann fyndi það að hann væri alls staðar fyrir og ekkert væri hlustað. Við erum bara ósköp þakklát fyrir að hann varð engum að bana. Þetta er skelfilegur atburður. Okkur þótti bara betra fyrst þetta þurfti að fara svona að hann lét lífið frekar en einhver fjölskyldumaður. Lífið hans var ekki neinn dans, þetta hefur verið ósköp erfitt,“ segir Anna Jóna.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira