NBA í nótt: Kyle Korver með þrist í 90. leiknum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2013 10:26 Kyle Korver setti nýtt glæsilegt NBA-met í nótt þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í 90. leiknum í röð en Korver setti niður tvær slíkar í 108-89 sigri Atlanta Hawks á Cleveland Cavaliers. Portland Trail Blazers vann sinn fimmtánda sigur í sextán leikjum, Oklahoma City Thunder er á sigurbraut og New York Knicks vann loksins á heimavelli.NBA-met féll þegar Atlanta Hawks vann öruggan 108-89 sigur á Cleveland Cavaliers. Kyle Korver bætti met Dana Barros þegar hann setti niður þrist þegar fyrsti leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Dana Barros skoraði þriggja stiga körfur í 89 leikjum í röð frá 1994 til 1996. Korver hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 10 stig. Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 22 stig en Dion Waiters skoraði 30 stig fyrir Cleveland. Kyrie Irving hjá Cleveland klikkaði hinsvegar á öllum 9 skotum sínum í leiknum.Wesley Matthews skoraði 24 stig og LaMarcus Aldridge var með 20 stig og 15 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 130-98 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í sextán leikjum og Portland setti félagsmet með því að skora sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Damian Lillard skoraði 21 stig og Frakkinn Nicolas Batum var með 13 stig.Carmelo Anthony var með 20 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði sjö leikja taphrinu á heimavelli með því að vinna Orlando Magic 121-83. Þetta var annar sannfærandi sigur liðsins á einum sólarhring því kvöldið áður fór New York liðið illa með nágranna sína í Brooklyn Nets. Þetta er í fyrsta sinn sem New York vinnur tvo leiki í röð í vetur en liðið var búið að tapa níu leikjum í röð fyrir þessa flottu sigra. Andrea Bargnani og J.R. Smith skoruðu báðir 17 stig fyrir New York.Kevin Durant skoraði 29 stig og Russell Westbrook var með 25 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 109-95 útisigur á New Orleans Pelicans. Serge Ibaka bætti við 17 stigum og 13 fráköstum en Ryan Anderson skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 18 stig.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 22 stig og 18 fráköst þegar Houston Rockets endaði tveggja leikja taphrinu með 105-83 sannfærandi sigir á Golden State Warriors. Stephen Curry skoraði 22 stig fyrir Golden StateJodie Meeks setti niður tvo dýrmæta þrista á lokamínútunum og skoraði alls 19 stig þegar Los Angeles Lakers vann 106-100 sigur á Sacramento Kings í síðasta leik sínum fyrir endurkomu Kobe Bryant. Pau Gasol var með 19 stig og 7 fráköst og Steve Blake bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum.Svíinn Jeffery Taylor setti persónulegt met með því að skora 20 stig í 105-88 sigri Charlotte Bobcats á Philadelphia 76ers. Taylor fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði 9 af fyrsti 22 stigum liðsins.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Bobcats - Philadelphia 76ers 105-88 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 105-109 (framlengt) Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 108-89 Boston Celtics - Denver Nuggets 106-98 New York Knicks - Orlando Magic 121-83 Houston Rockets - Golden State Warriors 105-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 95-109 Phoenix Suns - Toronto Raptors 106-97 Portland Trail Blazers - Utah Jazz 130-98 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 100-106 NBA Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira
Kyle Korver setti nýtt glæsilegt NBA-met í nótt þegar hann skoraði þriggja stiga körfu í 90. leiknum í röð en Korver setti niður tvær slíkar í 108-89 sigri Atlanta Hawks á Cleveland Cavaliers. Portland Trail Blazers vann sinn fimmtánda sigur í sextán leikjum, Oklahoma City Thunder er á sigurbraut og New York Knicks vann loksins á heimavelli.NBA-met féll þegar Atlanta Hawks vann öruggan 108-89 sigur á Cleveland Cavaliers. Kyle Korver bætti met Dana Barros þegar hann setti niður þrist þegar fyrsti leikhlutinn var rúmlega hálfnaður. Dana Barros skoraði þriggja stiga körfur í 89 leikjum í röð frá 1994 til 1996. Korver hitti úr 2 af 3 þriggja stiga skotum sínum og endaði með 10 stig. Al Horford var stigahæstur hjá Atlanta með 22 stig en Dion Waiters skoraði 30 stig fyrir Cleveland. Kyrie Irving hjá Cleveland klikkaði hinsvegar á öllum 9 skotum sínum í leiknum.Wesley Matthews skoraði 24 stig og LaMarcus Aldridge var með 20 stig og 15 fráköst þegar Portland Trail Blazers vann 130-98 heimasigur á Utah Jazz. Þetta var fimmtándi sigur liðsins í sextán leikjum og Portland setti félagsmet með því að skora sautján þriggja stiga körfur í leiknum. Damian Lillard skoraði 21 stig og Frakkinn Nicolas Batum var með 13 stig.Carmelo Anthony var með 20 stig og 11 fráköst þegar New York Knicks endaði sjö leikja taphrinu á heimavelli með því að vinna Orlando Magic 121-83. Þetta var annar sannfærandi sigur liðsins á einum sólarhring því kvöldið áður fór New York liðið illa með nágranna sína í Brooklyn Nets. Þetta er í fyrsta sinn sem New York vinnur tvo leiki í röð í vetur en liðið var búið að tapa níu leikjum í röð fyrir þessa flottu sigra. Andrea Bargnani og J.R. Smith skoruðu báðir 17 stig fyrir New York.Kevin Durant skoraði 29 stig og Russell Westbrook var með 25 stig þegar Oklahoma City Thunder vann 109-95 útisigur á New Orleans Pelicans. Serge Ibaka bætti við 17 stigum og 13 fráköstum en Ryan Anderson skoraði mest fyrir Pelíkanana eða 18 stig.James Harden skoraði 34 stig og Dwight Howard var með 22 stig og 18 fráköst þegar Houston Rockets endaði tveggja leikja taphrinu með 105-83 sannfærandi sigir á Golden State Warriors. Stephen Curry skoraði 22 stig fyrir Golden StateJodie Meeks setti niður tvo dýrmæta þrista á lokamínútunum og skoraði alls 19 stig þegar Los Angeles Lakers vann 106-100 sigur á Sacramento Kings í síðasta leik sínum fyrir endurkomu Kobe Bryant. Pau Gasol var með 19 stig og 7 fráköst og Steve Blake bætti við 13 stigum og 10 stoðsendingum.Svíinn Jeffery Taylor setti persónulegt met með því að skora 20 stig í 105-88 sigri Charlotte Bobcats á Philadelphia 76ers. Taylor fékk tækifæri í byrjunarliðinu og skoraði 9 af fyrsti 22 stigum liðsins.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Charlotte Bobcats - Philadelphia 76ers 105-88 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 105-109 (framlengt) Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 108-89 Boston Celtics - Denver Nuggets 106-98 New York Knicks - Orlando Magic 121-83 Houston Rockets - Golden State Warriors 105-83 New Orleans Pelicans - Oklahoma City Thunder 95-109 Phoenix Suns - Toronto Raptors 106-97 Portland Trail Blazers - Utah Jazz 130-98 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 100-106
NBA Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Sjá meira