Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 10:32 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify] Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify]
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira