Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 10:32 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify] Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify]
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira