Stöngum fækkað á svæði II í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 9. desember 2013 11:49 Frá bökkum Blöndu Mynd: www.lax-a.is Svæði II í Blöndu hefur verið lítið sótt í mörg ár fyrir einhverjar sakir en svæðið er magnað veiðisvæði með fallegum breiðum þar sem stórlaxarnir leynast gjarnan. Það hefur kannski helst bitnað á svæðinu að vera of stórt og að það séu of margir vænlegir veiðistaðir en það ætti nú ekki að flokka sem vandamál. Þeir sem þekkja svæðið ekki en hyggjast veiða það ættu að hafa samband við Lax-Á sem er með svæðið og fá leiðbeiningar um hvernig sé best að veiða það. Málið er nefnilega að sumir staðir eru "inni" á morgnana en detta út á kvöldin og öfugt vegna dægurrennslis. Þegar þannig er háttað er auðvitað gott að fá smá leiðsögn um hvar sé best að byrja. Aðgengi að helstu stöðum er mjög gott og hvergi þarf eiginlega að vaða nokkuð út í ána svo þarna eiga allir að geta veitt nokkuð vel. Svæði II var veitt á sex stangir í fyrra en þeim hefur nú verið fækkað í fjórar sem þýðir bara meira pláss fyrir alla og miðað við hvað svæðið er langt geta menn veitt þarna með öðrum án þess að hitta þá allann daginn. Þetta svæði nær frá ósum Svartár og niður á breiðuna fyrir ofan foss við Damminn sem er líklega einn besti veiðistaður á Íslandi. Það fer mikill fjöldi laxa um svæði II en fáir veiðast. Skýringin á veiðileysinu hefur samt ekkert með fiskleysið að gera heldur yfirleitt þekkingarleysi á ánni, þess vegna hvet ég þá sem vilja prófa að veiða þarna að fá allar upplýsingar um Blöndu frá leigutakanum. Verðið á veiðileyfunum hefur verið frekar ódýrt og miðað við veiðivon, stærð á löxum og aðgengi er þetta klárlega veiðisvæði sem menn ættu að prófa þó ekki væri nema einu sinni. Stangveiði Mest lesið 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Lifnar yfir veiði í Varmá Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði
Svæði II í Blöndu hefur verið lítið sótt í mörg ár fyrir einhverjar sakir en svæðið er magnað veiðisvæði með fallegum breiðum þar sem stórlaxarnir leynast gjarnan. Það hefur kannski helst bitnað á svæðinu að vera of stórt og að það séu of margir vænlegir veiðistaðir en það ætti nú ekki að flokka sem vandamál. Þeir sem þekkja svæðið ekki en hyggjast veiða það ættu að hafa samband við Lax-Á sem er með svæðið og fá leiðbeiningar um hvernig sé best að veiða það. Málið er nefnilega að sumir staðir eru "inni" á morgnana en detta út á kvöldin og öfugt vegna dægurrennslis. Þegar þannig er háttað er auðvitað gott að fá smá leiðsögn um hvar sé best að byrja. Aðgengi að helstu stöðum er mjög gott og hvergi þarf eiginlega að vaða nokkuð út í ána svo þarna eiga allir að geta veitt nokkuð vel. Svæði II var veitt á sex stangir í fyrra en þeim hefur nú verið fækkað í fjórar sem þýðir bara meira pláss fyrir alla og miðað við hvað svæðið er langt geta menn veitt þarna með öðrum án þess að hitta þá allann daginn. Þetta svæði nær frá ósum Svartár og niður á breiðuna fyrir ofan foss við Damminn sem er líklega einn besti veiðistaður á Íslandi. Það fer mikill fjöldi laxa um svæði II en fáir veiðast. Skýringin á veiðileysinu hefur samt ekkert með fiskleysið að gera heldur yfirleitt þekkingarleysi á ánni, þess vegna hvet ég þá sem vilja prófa að veiða þarna að fá allar upplýsingar um Blöndu frá leigutakanum. Verðið á veiðileyfunum hefur verið frekar ódýrt og miðað við veiðivon, stærð á löxum og aðgengi er þetta klárlega veiðisvæði sem menn ættu að prófa þó ekki væri nema einu sinni.
Stangveiði Mest lesið 112 sm lax stærsti laxinn í sumar Veiði Fyrsti laxinn úr Bíldsfelli var maríulax Veiði Allt uppselt hjá Hreggnasa nema seinni part sumars í Korpu Veiði Aðalfundur SVFR Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði Lifnar yfir veiði í Varmá Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Risaurriði veiddist í Grænavatni Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði