Sport

Verðlaunapeningur seldur fyrir metfé

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jesse Owens á leikunum í Berlín.
Jesse Owens á leikunum í Berlín. Nordicphotos/Getty
Gullverðlaunapeningur úr safni Bandaríkjamannsins Jesse Owens hefur verið seldur á uppboði fyrir tæplega 1,5 milljónir dala eða jafnvirði 176 milljóna íslenskra króna. BBC greinir frá þessu.

Owens vann gullið á Ólympíuleikunum í Berlín árið 1936 þar sem Adolf Hitler sá fyrir sér að yfirburðir kynstofns aría fengjust staðfestir. Sá bandaríski var án nokkurs vafa konungur leikanna enda nældi hann í fern gullverðlaun.

Upphæðin, 176 milljónir króna, er sú hæst sem greidd hefur verið fyrir minjagrip er tengjast Ólympíuleikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×