Umfjöllun, myndir og viðtöl: Stjarnan - ÍR 89-61 | Auðvelt hjá Stjörnunni Guðmundur Marinó Ingvarsson í Ásgarði skrifar 21. nóvember 2013 12:18 Mynd/Daníel Stjarnan vann öruggan sigur á ÍR 89-61 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld á heimavelli sínum í Ásgarði. Stjarnan var mun betri aðilinn og var leikurinn aldrei spennandi.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér með því að fletta hér yrir ofan en einnig eru nokkrar góðar myndir hér fyrir neðan. Leiðir skildu strax í fyrsta leikhluta. ÍR virtist ekki hafa nokkra trú á því að liðið gæti strítt Stjörnunni og heimamenn gengu á lagið og voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 25-10. ÍR-ingar fengu hressilega tölu hjá Örvari Þór Kristjánssyni í leikhléinu og buðu upp á baráttu í –öðrum leikhluta sem skilaði því að liðið minnkaði muninn um eitt stig fyrir hálfleik í 44-30. Það kom ekki að sök fyrir Stjörnuna að vera aðeins með 9 leikmenn á leikskýrslu. Byrjunarlið liðsins átti frábæran leik og mætti til leiks í seinni hálfleik til að gera út um leikinn sem fyrst og það gerði liðið. Stjarnan skoraði tíu fyrstu stig seinni hálfleiks og átti ÍR enga von upp frá því. 22 stigum munaði fyrir fjórða leikhluta 68-46. Stjarnan fór með sigrinum upp í 6 stig en ÍR situr eftir með 4 í bullandi fallbaráttu. Varnarleikur ÍR var gjörsamlega í molum og var sóknarleikur liðsins engu skárri. Liðið átti í raun aldrei möguleika í leiknum. Calvin Henry var að leika sinn þriðja leik fyrir ÍR og miðað við frammistöðuna í kvöld er ekki líklegt að ÍR hafi mikla þolinmæði fyrir mikið meira áður en hann verður sendur til síns heima. Hann þarf að leika mikið betur til að verðskulda atvinnumannalaun. Stigaskorið dreifðist vel hjá stigahæstu leikmönnum Stjörnunnar. Dagur Kári Jónsson skoraði 22 stig og Hairston 18. Justin Shouse skoraði 17 og Marvin Valdimarsson 16. Sveinbjörn Claessen, Matthías Orri Sigurðarson og Calvin Henry skoruðu 11 stig hver fyrir ÍR. Teitur: Þetta var aldrei spurning„Ég var mjög ánægður með strákana í dag frá fyrstu mínútu. Við vorum afskaplega daufir og dofnir út í Grindavík um daginn. Þá var virkilegt andleysi en við þjöppuðum okkur saman og frá fyrstu mínútu í dag fannst mér þetta aldrei vera spurning,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar. „Það var einbeiting og menn að hjálpa hverjum öðrum í vörn og sókn. Hvergi sá maður að menn voru að hugsa um sjálfa sig. Það var ekki fyrr en Dagur Kári var kominn með 18 stig. Við vildum leyfa honum að ná 20 stigum og hentum honum inn á aftur og það tók hann held ég 30 sekúndur að skora 4 stig,“ sagði Teitur og var skemmt. „Þetta var 14 stig í hálfleik og það er ekki mikið í körfubolta. Það er svo auðvelt að vera lélegur og hleypa hinu liðinu inn í leikinn. Það eru oft svona augnablik í körfubolta þar sem sveiflurnar verða fáránlegar og oft ekki í neinu samræmi við styrkleika liðanna og því verða menn að halda haus. Við gerðum það,“ sagði Teitur en Stjarnan skoraði tíu fyrstu stig seinni hálfleiks. „Þá var leikurinn í raun og veru búinn að formsatriði að klára hann. „Öll stig eru ofboðslega dýrmæt fyrir okkur núna og við viljum gera betur en við höfum verið að gera. Við erum búnir með erfitt prógram og núna koma leikir sem við teljum að við getum unnið. Við eigum Snæfell næst í Hólminum og þeir hafa reyndar verið upp á við en við ætlum vestur og taka tvö stig þar líka. „Staðan á hópnum er ekki nógu góð. Það eru fleiri fullklæddir á bekknum heldur en í körfuboltabúning. Við vorum níu í dag og þetta er búið að vera svona á æfingum hjá okkur. Ég ætla að vona að þessir menn jafni sig einhvern tímann, annars fá þeir ekkert að sitja á bekknum,“ sagði Teitur léttur að vanda. Örvar: Hittum ekki neitt„Við byrjum á að hleypa þeim langt fram úr og við náðum aldrei að minnka muninn. Við áttum aldrei breik,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson þjálfari ÍR. „Við höfum unnið mikið í varnarleiknum og bæta hann og mér fannst hann ágætur á köflum hjá okkur en þá vantaði sóknarleikinn. Þegar þriðji leikhluti er að verða búinn erum við með 25% skotnýtingu. Þú vinnur ekki leik með þá skotnýtingu og við vorum að fá opin skot. „Þetta hefur eitthvað með andlegan undirbúning að gera. Við höfum æft mikið í vikunni og það er eitthvað andlegt að mönnum þegar þeir hitta ekki neitt. „Þetta er einn af erfiðari útivöllunum en við eigum að geta unnið hvar sem er ef menn hitta á góðan leik en við hittum á okkar lang lélegasta sóknarleik hér í kvöld,“ sagði Örvar Þór sem var allt annað en ánægður með framlag Calvin Henry í leiknum. „Hann bætti nákvæmlega engu við hér í kvöld og var arfaslakur, það verður að segjast eins og er. Við erum nýbúnir að skipta og hann fær lengri tíma en hann þarf að gera mikið, mikið betur. Það er nokkuð ljóst.“ Leik lokið (89-61): Öruggur sigur Stjörnunnar38. mínúta (85-59): Kjartan Atli með þrist af spjaldinu, ritararnir ætluðu ekki að vilja telja hann þar sem hann kallaði ekki spjaldið.36. mínúta (80-56): Byrjunarlið ÍR er enn inni á vellinum, það gæti verið refsing hjá Örvar þjálfara.34. mínúta (75-53): Þá jók Stjarnan muninn aftur.32. mínúta (70-51): ÍR hefur aðeins náð að minnka muninn en það sést varla.3. leikhluta lokið (68-46): Ekki náði ÍR að minnka muninn og fátt sem getur gert þennan leik spennandi úr þessu annað en kraftaverk.29. mínúta (66-44): Kjartan Atli kominn með fyrstu stig Stjörnunnar af bekknum.28. mínúta (62-41): Leikurinn er að leysast upp enda úrslitin í raun ráðin.26. mínúta (60-35): Stjarnan er ekki komið með stig af bekknum en það kemur ekki að sök í þessum leik.25. mínúta (60-32): Stjarnan hefur ekkert fyrir þessu enda býður ÍR ekki upp að merkilegan varnarleik.24. mínúta (54-32): Matthías Orri eftir hraðaupphlaup og ÍR er komið á blað í seinni hálfleik.23. mínúta (54-30): 10-0 sprettur í byrjun seinni hálfleiks var ekki það sem leikurinn þurfti en Stjarnan kvartar ekki, það er ljóst.22. mínúta (51-30): Brekkan verður bara brattari fyrir ÍR.21. mínúta (46-30): Dagur Kári með fyrstu körfu seinni hálfleiks fyrir Stjörnuna.Hálfleikur: Calvin Henry er með 9 stig og 6 fráköst. Sveinbjörn hefur skorað 8 stig og Matthías Sigurðarson með 6 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.Hálfleikur: Justin Shouse með 11 stig fyrir Stjörnuna og sex stoðsendingar. Marvin er með 11 stig og 8 fráköst og Hairston með 10 stig og 10 fráköst. Dagur Kári hefur skorað 9 stig.Hálfleikur (44-30): Björgvin Hafþór með flautuþrist.19. mínúta (44-26): Sjö stiga sprettur hjá Stjörnunni.18. mínúta (41-26): Hairston aftur með viðstöðulausa.17. mínúta (37-26): Þetta helst stöðugt í 11 stigum.16. mínúta (35-24): Hairston og Sveinbjörn bjóð upp á hressandi rusltal. Gaman að þessu.15. mínúta (33-22): Justin sendi Sveinbjörn á afturendann og setti niður þrist. Sveinbjörn svarar með þrist hinum megin. Svona á að gera þetta.14. mínúta (30-19): ÍR farið að spila góða vörn. Allt annað að sjá þetta.13. mínúta (28-16): Matthías Sigurðarson er að keyra ÍR áfram, sex stig í röð hjá gestunum og kannski verður þetta leikur.11. mínúta (28-10): Dagur Kári með þrist.Fyrsta leikhluta lokið (25-10): Fimmtán stiga munur eftir fyrsta leikhluta. Justin og Hairston með 8 stig hvor fyrir Stjörnuna. Calvin Henry með 4 fyrir ÍR.9. mínúta (25-8): Stjarnan gerir sig seka um kæruleysi og ÍR nær að tvöfalda stigaskor sitt. Það hjálpar ekki ÍR þó að liðið geti ekki spilað vörn gegn þessu Stjörnuliði.8. mínúta (20-4): Hairston með viðstöðulausa troðslu. Þetta verður langt kvöld hjá Breiðhyltingum. 7. mínúta (16-4): Calvin Henry setur tvö víti niður. Er kominn í 50% nýtingu þar.6. mínúta (14-2): Til að kóróna slaka byrjun hjá ÍR er Matthías Sigurðarson kominn með 2 villur. Hann er samt enn inni á vellinum.5. mínúta (11-2): Hairston kominn á blað og Stjarnan að stinga af.4. mínúta (7-2): Stjarnan ræður betur við hraðann í leiknum í byrjun.3. mínúta (5-2): Aftur Justin.2. mínúta (3-2): Justin með þrist og Hjalti svarar, þetta er betra.1. mínúta (0-0): Tapaður bolti hjá Stjörnunni og loftbolti hjá Henry, ekki fer það fallega af stað.Fyrir leik: Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda enda liðin aðeins tveimur stigum frá fallsæti.Fyrir leik: Stjarnan á í miklum vandræðum vegna meiðsla. Liðið mætir til leiks í dag með aðeins 9 leikmenn en ÍR er með 12 menn á skýrslu eins og leyfilegt er.Fyrir leik: ÍR tapaði í síðustu umferð heima gegn KFÍ. ÍR hefur því tapað tveimur síðustu leikjum sínum.Fyrir leik: Stjarnan steinlá í síðasta leik í Grindavík 87-67.Fyrir leik: Hér mætast liðin í áttunda og níunda sæti en bæði lið eru með 4 stig, ÍR í sjö leikjum en Stjarnan sex.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og ÍR lýst.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira
Stjarnan vann öruggan sigur á ÍR 89-61 í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld á heimavelli sínum í Ásgarði. Stjarnan var mun betri aðilinn og var leikurinn aldrei spennandi.Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í Ásgarði í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum sem má sjá hér með því að fletta hér yrir ofan en einnig eru nokkrar góðar myndir hér fyrir neðan. Leiðir skildu strax í fyrsta leikhluta. ÍR virtist ekki hafa nokkra trú á því að liðið gæti strítt Stjörnunni og heimamenn gengu á lagið og voru fimmtán stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 25-10. ÍR-ingar fengu hressilega tölu hjá Örvari Þór Kristjánssyni í leikhléinu og buðu upp á baráttu í –öðrum leikhluta sem skilaði því að liðið minnkaði muninn um eitt stig fyrir hálfleik í 44-30. Það kom ekki að sök fyrir Stjörnuna að vera aðeins með 9 leikmenn á leikskýrslu. Byrjunarlið liðsins átti frábæran leik og mætti til leiks í seinni hálfleik til að gera út um leikinn sem fyrst og það gerði liðið. Stjarnan skoraði tíu fyrstu stig seinni hálfleiks og átti ÍR enga von upp frá því. 22 stigum munaði fyrir fjórða leikhluta 68-46. Stjarnan fór með sigrinum upp í 6 stig en ÍR situr eftir með 4 í bullandi fallbaráttu. Varnarleikur ÍR var gjörsamlega í molum og var sóknarleikur liðsins engu skárri. Liðið átti í raun aldrei möguleika í leiknum. Calvin Henry var að leika sinn þriðja leik fyrir ÍR og miðað við frammistöðuna í kvöld er ekki líklegt að ÍR hafi mikla þolinmæði fyrir mikið meira áður en hann verður sendur til síns heima. Hann þarf að leika mikið betur til að verðskulda atvinnumannalaun. Stigaskorið dreifðist vel hjá stigahæstu leikmönnum Stjörnunnar. Dagur Kári Jónsson skoraði 22 stig og Hairston 18. Justin Shouse skoraði 17 og Marvin Valdimarsson 16. Sveinbjörn Claessen, Matthías Orri Sigurðarson og Calvin Henry skoruðu 11 stig hver fyrir ÍR. Teitur: Þetta var aldrei spurning„Ég var mjög ánægður með strákana í dag frá fyrstu mínútu. Við vorum afskaplega daufir og dofnir út í Grindavík um daginn. Þá var virkilegt andleysi en við þjöppuðum okkur saman og frá fyrstu mínútu í dag fannst mér þetta aldrei vera spurning,“ sagði Teitur Örlygsson þjálfari Stjörnunnar. „Það var einbeiting og menn að hjálpa hverjum öðrum í vörn og sókn. Hvergi sá maður að menn voru að hugsa um sjálfa sig. Það var ekki fyrr en Dagur Kári var kominn með 18 stig. Við vildum leyfa honum að ná 20 stigum og hentum honum inn á aftur og það tók hann held ég 30 sekúndur að skora 4 stig,“ sagði Teitur og var skemmt. „Þetta var 14 stig í hálfleik og það er ekki mikið í körfubolta. Það er svo auðvelt að vera lélegur og hleypa hinu liðinu inn í leikinn. Það eru oft svona augnablik í körfubolta þar sem sveiflurnar verða fáránlegar og oft ekki í neinu samræmi við styrkleika liðanna og því verða menn að halda haus. Við gerðum það,“ sagði Teitur en Stjarnan skoraði tíu fyrstu stig seinni hálfleiks. „Þá var leikurinn í raun og veru búinn að formsatriði að klára hann. „Öll stig eru ofboðslega dýrmæt fyrir okkur núna og við viljum gera betur en við höfum verið að gera. Við erum búnir með erfitt prógram og núna koma leikir sem við teljum að við getum unnið. Við eigum Snæfell næst í Hólminum og þeir hafa reyndar verið upp á við en við ætlum vestur og taka tvö stig þar líka. „Staðan á hópnum er ekki nógu góð. Það eru fleiri fullklæddir á bekknum heldur en í körfuboltabúning. Við vorum níu í dag og þetta er búið að vera svona á æfingum hjá okkur. Ég ætla að vona að þessir menn jafni sig einhvern tímann, annars fá þeir ekkert að sitja á bekknum,“ sagði Teitur léttur að vanda. Örvar: Hittum ekki neitt„Við byrjum á að hleypa þeim langt fram úr og við náðum aldrei að minnka muninn. Við áttum aldrei breik,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson þjálfari ÍR. „Við höfum unnið mikið í varnarleiknum og bæta hann og mér fannst hann ágætur á köflum hjá okkur en þá vantaði sóknarleikinn. Þegar þriðji leikhluti er að verða búinn erum við með 25% skotnýtingu. Þú vinnur ekki leik með þá skotnýtingu og við vorum að fá opin skot. „Þetta hefur eitthvað með andlegan undirbúning að gera. Við höfum æft mikið í vikunni og það er eitthvað andlegt að mönnum þegar þeir hitta ekki neitt. „Þetta er einn af erfiðari útivöllunum en við eigum að geta unnið hvar sem er ef menn hitta á góðan leik en við hittum á okkar lang lélegasta sóknarleik hér í kvöld,“ sagði Örvar Þór sem var allt annað en ánægður með framlag Calvin Henry í leiknum. „Hann bætti nákvæmlega engu við hér í kvöld og var arfaslakur, það verður að segjast eins og er. Við erum nýbúnir að skipta og hann fær lengri tíma en hann þarf að gera mikið, mikið betur. Það er nokkuð ljóst.“ Leik lokið (89-61): Öruggur sigur Stjörnunnar38. mínúta (85-59): Kjartan Atli með þrist af spjaldinu, ritararnir ætluðu ekki að vilja telja hann þar sem hann kallaði ekki spjaldið.36. mínúta (80-56): Byrjunarlið ÍR er enn inni á vellinum, það gæti verið refsing hjá Örvar þjálfara.34. mínúta (75-53): Þá jók Stjarnan muninn aftur.32. mínúta (70-51): ÍR hefur aðeins náð að minnka muninn en það sést varla.3. leikhluta lokið (68-46): Ekki náði ÍR að minnka muninn og fátt sem getur gert þennan leik spennandi úr þessu annað en kraftaverk.29. mínúta (66-44): Kjartan Atli kominn með fyrstu stig Stjörnunnar af bekknum.28. mínúta (62-41): Leikurinn er að leysast upp enda úrslitin í raun ráðin.26. mínúta (60-35): Stjarnan er ekki komið með stig af bekknum en það kemur ekki að sök í þessum leik.25. mínúta (60-32): Stjarnan hefur ekkert fyrir þessu enda býður ÍR ekki upp að merkilegan varnarleik.24. mínúta (54-32): Matthías Orri eftir hraðaupphlaup og ÍR er komið á blað í seinni hálfleik.23. mínúta (54-30): 10-0 sprettur í byrjun seinni hálfleiks var ekki það sem leikurinn þurfti en Stjarnan kvartar ekki, það er ljóst.22. mínúta (51-30): Brekkan verður bara brattari fyrir ÍR.21. mínúta (46-30): Dagur Kári með fyrstu körfu seinni hálfleiks fyrir Stjörnuna.Hálfleikur: Calvin Henry er með 9 stig og 6 fráköst. Sveinbjörn hefur skorað 8 stig og Matthías Sigurðarson með 6 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.Hálfleikur: Justin Shouse með 11 stig fyrir Stjörnuna og sex stoðsendingar. Marvin er með 11 stig og 8 fráköst og Hairston með 10 stig og 10 fráköst. Dagur Kári hefur skorað 9 stig.Hálfleikur (44-30): Björgvin Hafþór með flautuþrist.19. mínúta (44-26): Sjö stiga sprettur hjá Stjörnunni.18. mínúta (41-26): Hairston aftur með viðstöðulausa.17. mínúta (37-26): Þetta helst stöðugt í 11 stigum.16. mínúta (35-24): Hairston og Sveinbjörn bjóð upp á hressandi rusltal. Gaman að þessu.15. mínúta (33-22): Justin sendi Sveinbjörn á afturendann og setti niður þrist. Sveinbjörn svarar með þrist hinum megin. Svona á að gera þetta.14. mínúta (30-19): ÍR farið að spila góða vörn. Allt annað að sjá þetta.13. mínúta (28-16): Matthías Sigurðarson er að keyra ÍR áfram, sex stig í röð hjá gestunum og kannski verður þetta leikur.11. mínúta (28-10): Dagur Kári með þrist.Fyrsta leikhluta lokið (25-10): Fimmtán stiga munur eftir fyrsta leikhluta. Justin og Hairston með 8 stig hvor fyrir Stjörnuna. Calvin Henry með 4 fyrir ÍR.9. mínúta (25-8): Stjarnan gerir sig seka um kæruleysi og ÍR nær að tvöfalda stigaskor sitt. Það hjálpar ekki ÍR þó að liðið geti ekki spilað vörn gegn þessu Stjörnuliði.8. mínúta (20-4): Hairston með viðstöðulausa troðslu. Þetta verður langt kvöld hjá Breiðhyltingum. 7. mínúta (16-4): Calvin Henry setur tvö víti niður. Er kominn í 50% nýtingu þar.6. mínúta (14-2): Til að kóróna slaka byrjun hjá ÍR er Matthías Sigurðarson kominn með 2 villur. Hann er samt enn inni á vellinum.5. mínúta (11-2): Hairston kominn á blað og Stjarnan að stinga af.4. mínúta (7-2): Stjarnan ræður betur við hraðann í leiknum í byrjun.3. mínúta (5-2): Aftur Justin.2. mínúta (3-2): Justin með þrist og Hjalti svarar, þetta er betra.1. mínúta (0-0): Tapaður bolti hjá Stjörnunni og loftbolti hjá Henry, ekki fer það fallega af stað.Fyrir leik: Bæði lið þurfa nauðsynlega á sigri að halda enda liðin aðeins tveimur stigum frá fallsæti.Fyrir leik: Stjarnan á í miklum vandræðum vegna meiðsla. Liðið mætir til leiks í dag með aðeins 9 leikmenn en ÍR er með 12 menn á skýrslu eins og leyfilegt er.Fyrir leik: ÍR tapaði í síðustu umferð heima gegn KFÍ. ÍR hefur því tapað tveimur síðustu leikjum sínum.Fyrir leik: Stjarnan steinlá í síðasta leik í Grindavík 87-67.Fyrir leik: Hér mætast liðin í áttunda og níunda sæti en bæði lið eru með 4 stig, ÍR í sjö leikjum en Stjarnan sex.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Stjörnunnar og ÍR lýst.Mynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/DaníelMynd/Daníel
Dominos-deild karla Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Sjá meira