Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-24 | Haukar á toppinn Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 00:01 Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita