Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-24 | Haukar á toppinn Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 23. nóvember 2013 00:01 Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira
Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum. Haukar byrjuð leikinn vel og voru þéttir í vörn. Varnarleikur heimamanna skilaði þeim góðum markvörslum frá Morkunas og hraðaupphlaupum. Eyjamenn áttu fá svör í upphafi leiks og heimamenn náðu forystu snemma í leiknum. Haukar komust í 4-1 á 4. mínútu en þá gáfu Eyjamenn í og áttu góðan kafla. Haukar voru að spila mjög vel en duttu niður á köflum og hleyptu ÍBV inn í leikinn á ný. Klaufagangur í sókninni hjá heimamönnum var dýr þar sem liðið spilaði öfluga vörn. Haukar voru með fimm marka forystu á 24. mínútu en þá kom dapur kafli hjá þeim og ÍBV skoraraði hvert markið á eftir öðru. Eyjamenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lok hálfleiksins og staðan í hálfleik var 16-15, fyrir heimamönnum. Markvarslan og vörnin var alveg út á þekju síðustu fimm mínúturnar hjá Haukum. Seinni hálfleikur var jafn og spennandi fyrstu tíu mínúturnar en þá settu heimamenn í lás í vörninni. Einar Ólafur Vilmundarsson var settur í ramman hjá Haukum og hann átti nokkrar mikilvægar markvörslur. Sóknaleikur Eyjamanna hrundi gjörsamlega á móti sterkri vörn Hauka á þessum kafla. Reynsluboltar eins og Elísas Már Halldórsson stigu upp fyrir heimamenn. Elías skoraði þrjú mörk í röð þegar að tíu mínútur voru eftir og fór langleiðina með sigurinn á ÍBV. Lengra komust gestirnir ekki í leiknum og Haukar unnu 30-24, sanngjarnan sigur og eru komnir í 1-2. sæti deildarinnar með nágrönnum sínum í FH. Þórður Rafn Guðmundsson átti virkilega góðan leik og skoraði sex mörk. Þórður kom sterkur inn fyrir Hauka á slæmum kafla hjá þeim í leiknum. Andri Heimir Friðriksson, stórskytta ÍBV, var bestur í liði gestanna og skoraði sjö mörk. Patrekur: Vörnin var grimm í dag„Ég er ánægður með sigur hérna í dag. Þetta var erfiður leikur og Eyjamenn búa alltaf yfir sérstökum krafti. Þrátt fyrir að Róbert sé ekki með sem er þeirra sterkasti maður. Þannig að þeir eru með sterkan hóp,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka eftir leikinn. „Vörnin hjá okkur var grimm í dag. Ég sá það strax í upphitun að það yrði í góðu lagi. Markvarslan hefði mátt vera betri í leiknum en ég veit að Morkunas kemur sterkur inn á móti FH.“ „Við vorum svolítið seinir tilbaka fannst mér. Í stöðunni 16-11 gerir ÍBV 4-0 kafla og við förum þannig inn í hálfleik. Það var pínu erfitt að tækla.“ „Það var dofi yfir báðum liðum fannst mér í dag en svona heilt yfir vorum við sterkari. Síðasta korterið áttum við alveg skuldlaust og kláruðum dæmið þar,“ sagði Patrekur Jóhannesson sáttur að lokum. Gunnar: Orðnir þreyttir í síðari hálfleik„Þetta var óþarfalega stórt tap. Við misstum þá of langt frá okkur hérna í lokin. Ég er samt sem áður ánægður með fyrri hálfleikinn,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, eftir leikinn. „Það sem við lögðu upp með gekk vel í fyrri hálfleik, vantaði kannski aðeins upp á markvörsluna í fyrri hálfleik. En í síðari hálfleik var komin þreyta í mannskapinn fannst mér. Það Komu tveir tíu mínútna kaflar sem við misstum aga bæði í vörn og sókn.“ „Haukarnir eru með sterkt lið og þeir voru fljótir að refsa okkur og náðu góðum kafla sem við náðum ekki að brúa,“ sagði Gunnar og bætti við: „Við vorum aðeins einu marki undir í hálfleik eftir flottan kafla undir lok fyrri hálfleiks. En Haukarnir með alla þá reynslu og gæði kláruðu leikinn hérna í lokin,“ sagði Gunnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Sjá meira