Hatursáróður í Sogamýri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 27. nóvember 2013 20:00 Þrír menn dreifðu svínshausum og svínsblóði um Sogamýri í dag. Var þetta gert til að mótmæla byggingu Mosku í Reykjavík. „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. Það var snemma í morgun sem ökumenn og vegfarendur við Mörkina tóku eftir undarlegum mannaferðum í Sogamýri. Þrír menn voru þar á ferð og dreifðu svínshausum og blóði um túnið. Þeir sögðu vegfarenda að þeir væru með þessu að mótmæla fyrirhugaðri Mosku á svæðinu og skildu þeir einnig eftir sjálfan Kóraninn, útataðan í svínablóði. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru snöggir á staðinn og hreinsuðu upp hræin. Fáar en háværar raddir gagnrýnisraddir hafa verið uppi um byggingu Mosku í Sogamýri. En lóðinni hefur verið úthlutað, deiliskipulagið samþykkt og hugmyndasamkeppni um útlit bænahússins hefst á næstunni.Frá Sogamýrií dag.MYND/VILHELMÞó að sátt ríki að mestu um framkvæmdirnar í Sogamýri eru hópar, aðallega á Facebook, sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni. Vel yfir þrjú þúsund manns hafa lækað hópinn Mótmælum mosku á Íslandi.Í ágúst síðastliðnum greindi Vísir frá því að notendur á nýnasista-vefsvæðinu alræmda Stormfront hefðu hvatt íslendinga til að mótmæla moskunni. Hér er um að ræða hreinræktaðan hatursáróður. Mönnunum sem örkuðu um túnið í morgun, með svínshausa í eftirdragi, mistókst ætlunarverk sitt, að mati forsvarsmanna Félags múslima á Íslandi sem gefa lítið fyrir lágkúru sem þessa. Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun. Hann fær reglulega hatursfull skilaboð á samskiptamiðlum og í smáskilaboðum. Hann vorkennir þeim sem voru að verki í Sogamýri í morgun.Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun.„Þetta er óskiljanlegt. Þetta er sárt en engu að síður getur maður ekki annað en hlegið að þessu fólki og vorkennt,“ segir Salmann. Hann segir atburðinn fyrst og fremst undirstrika vanþekkingu þessa hóps á Íslam. „Þetta móðgar okkur ekki neitt. Þetta sýnir í raun aðeins hvers eðlis þetta fólk er. Ef þetta breiðist út í okkar fallega samfélagi þá getur það skaðað okkur öll,“ segir Salmann að lokum. Tengdar fréttir Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53 Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40 Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00 Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Þrír menn dreifðu svínshausum og svínsblóði um Sogamýri í dag. Var þetta gert til að mótmæla byggingu Mosku í Reykjavík. „Þetta er alveg óskiljanlegt“ segir varaformaður Félags múslima á Íslandi sem vorkennir þeim sem voru að verki. Það var snemma í morgun sem ökumenn og vegfarendur við Mörkina tóku eftir undarlegum mannaferðum í Sogamýri. Þrír menn voru þar á ferð og dreifðu svínshausum og blóði um túnið. Þeir sögðu vegfarenda að þeir væru með þessu að mótmæla fyrirhugaðri Mosku á svæðinu og skildu þeir einnig eftir sjálfan Kóraninn, útataðan í svínablóði. Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru snöggir á staðinn og hreinsuðu upp hræin. Fáar en háværar raddir gagnrýnisraddir hafa verið uppi um byggingu Mosku í Sogamýri. En lóðinni hefur verið úthlutað, deiliskipulagið samþykkt og hugmyndasamkeppni um útlit bænahússins hefst á næstunni.Frá Sogamýrií dag.MYND/VILHELMÞó að sátt ríki að mestu um framkvæmdirnar í Sogamýri eru hópar, aðallega á Facebook, sem hafa farið mikinn í gagnrýni sinni. Vel yfir þrjú þúsund manns hafa lækað hópinn Mótmælum mosku á Íslandi.Í ágúst síðastliðnum greindi Vísir frá því að notendur á nýnasista-vefsvæðinu alræmda Stormfront hefðu hvatt íslendinga til að mótmæla moskunni. Hér er um að ræða hreinræktaðan hatursáróður. Mönnunum sem örkuðu um túnið í morgun, með svínshausa í eftirdragi, mistókst ætlunarverk sitt, að mati forsvarsmanna Félags múslima á Íslandi sem gefa lítið fyrir lágkúru sem þessa. Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun. Hann fær reglulega hatursfull skilaboð á samskiptamiðlum og í smáskilaboðum. Hann vorkennir þeim sem voru að verki í Sogamýri í morgun.Salmann Tamimi þekkir fordóma af eigin raun.„Þetta er óskiljanlegt. Þetta er sárt en engu að síður getur maður ekki annað en hlegið að þessu fólki og vorkennt,“ segir Salmann. Hann segir atburðinn fyrst og fremst undirstrika vanþekkingu þessa hóps á Íslam. „Þetta móðgar okkur ekki neitt. Þetta sýnir í raun aðeins hvers eðlis þetta fólk er. Ef þetta breiðist út í okkar fallega samfélagi þá getur það skaðað okkur öll,“ segir Salmann að lokum.
Tengdar fréttir Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53 Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40 Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00 Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fleiri fréttir Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Sjá meira
Fáar en háværar raddir á móti mosku í Reykjavík Formaður félags múslima á Íslandi segist ekki finna fyrir mikilli andstöðu við byggingu mosku í Reykjavík þó fáar háværar raddir heyrist gegn byggingunni. 14. júlí 2013 18:53
Afsagaðir svínshausar á moskulóð í Sogamýri Svínshausum hefur verið dreift á lóð Félags múslima á Íslandi sem er staðsett í Sogamýri. "Það eina sem ég hef áhyggjur af er að þarna eru hótanir frá vefsíðum og öðru slíku komnar út í veruleikann og það er miður," segir formaður félags múslima. 27. nóvember 2013 10:40
Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi "Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. 28. ágúst 2013 07:00
Þess vegna vil ég hafa mosku í Reykjavík Um nokkurra ára bil bjuggum við hjónin beint á móti stærstu moskunni í Brussel. Moskan stendur í horninu á stórum almenningsgarði, Parc Cinquantenaire. 26. júlí 2013 08:51