Endahnútur bundinn á Quarashi Ómar Úlfur skrifar 28. nóvember 2013 12:26 Sölvi Blöndal Sölvi Blöndal var á árum áður prímusmótorinn í hljómsveitinni Quarashi. Hann er kominn af stað með nýtt tónlistarverkefni, hljómsveitina Halleluwah sem hefur vakið athygli. Quarashi drengir komu saman árið 2011 og þótti endurkoman vel heppnuð. Sölvi segir að það hafi verið góð tilfinning fyrir þennan fimm manna kjarna að hittast aftur og loka sveitinni með stæl. Endahnútur var bundinn á Quarashi árið 2005 og segir Sölvi að enginn meðlima hafi viljað pimpa bandið út frekar eftir endurkomuna. Menn séu komnir á allt annan stað í dag. Sölvi segir að Quarashi eigi stóran og dyggan hóp aðdáenda og varla líði sú vika án þess að hann fái einhverskonar fyrirspurn varðandi bandið. Ýmislegt magnað gerðist á þessum níu árum sem að sveitin starfaði. Ameríkuævintýri drengjanna standi uppúr í minningunni. Mikið hefur verið gert úr árangri Quarashi í Japan en í raun lék sveitin aðeins á fernum tónleikum þar í landi sem vissulega voru stórir. Þeir léku á fleiri hundruð tónleikum í Ameríku og mættu á stundum fleiri þúsund öskrandi aðdáendum. Sölvi segir að þannig stundum gleymi maður aldrei. Eftir að Quarashi ævintýrinu lauk tók Sölvi sér hlé frá tónlistarsköpun. Hann skellti sér í hagfræði og lauk við meistaragráðu í faginu. Árið 2009 hóf hann að semja lög að nýju og safna í sarpinn. Þessi lög er hann að nota í Halleluwah í dag. Von er á breiðskífu frá sveitinni á næsta ári.Fyrsta platan? Sölvi glottir í kampinn og vildi óska þess að fyrsta platan hans væri aðeins svalari eins og til dæmis eitthvað með Kraftwerk. Fyrsta plata Sölva er West End Girls með Pet Shop Boys sem að bróðir hans verslaði fyrir hann.Fyrstu tónleikarnir? Það voru hinir goðsagnakenndu melarokkstónleikar. Hann var ansi ungur þannig að hann man ekki greinilega eftir tónleikunum.Fyrsta lagið sem að Sölvi féll fyrir? Ef að Sölvi fær lag á heilann þá getur hann hlustað á það margoft. Hann greinir lögin og reynir að skilja hvernig að hlutirnir séu gerðir. Þetta sé allt einskonar stærðfræði. Moby Dick með Led Zeppelin er fyrsta lagið sem að Sölvi féll fyrir. Rúdolf með hljómsveitinni Þeyr er líka minnisstætt. Bæði mikil trommaralög.Hvað fílar Sölvi í dag? Sölvi hefur fjarlægst rokkið á undanförnum árum en hann hlustar á allskonar tónlist og nefnir Grimes sem dæmi um það sem hann hefur fallið fyrir undanfarið. Hann segir að tónlist sé skemmtileg sem að sé skrýtin og grípandi.Uppáhalds kvikmynd? Taxi Driver eftir Martin Scorsese sem er leikstjóri sem að Sölvi heldur gríðarlega mikið uppá.Átrúnaðargoð Sölva? Mamma. Sterk og heillandi manneskja. Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan. Harmageddon Mest lesið Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rokkprófið: Jón Jónsson vs. Matti Matt Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon Munir frá Axl Rose á uppboði Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon
Sölvi Blöndal var á árum áður prímusmótorinn í hljómsveitinni Quarashi. Hann er kominn af stað með nýtt tónlistarverkefni, hljómsveitina Halleluwah sem hefur vakið athygli. Quarashi drengir komu saman árið 2011 og þótti endurkoman vel heppnuð. Sölvi segir að það hafi verið góð tilfinning fyrir þennan fimm manna kjarna að hittast aftur og loka sveitinni með stæl. Endahnútur var bundinn á Quarashi árið 2005 og segir Sölvi að enginn meðlima hafi viljað pimpa bandið út frekar eftir endurkomuna. Menn séu komnir á allt annan stað í dag. Sölvi segir að Quarashi eigi stóran og dyggan hóp aðdáenda og varla líði sú vika án þess að hann fái einhverskonar fyrirspurn varðandi bandið. Ýmislegt magnað gerðist á þessum níu árum sem að sveitin starfaði. Ameríkuævintýri drengjanna standi uppúr í minningunni. Mikið hefur verið gert úr árangri Quarashi í Japan en í raun lék sveitin aðeins á fernum tónleikum þar í landi sem vissulega voru stórir. Þeir léku á fleiri hundruð tónleikum í Ameríku og mættu á stundum fleiri þúsund öskrandi aðdáendum. Sölvi segir að þannig stundum gleymi maður aldrei. Eftir að Quarashi ævintýrinu lauk tók Sölvi sér hlé frá tónlistarsköpun. Hann skellti sér í hagfræði og lauk við meistaragráðu í faginu. Árið 2009 hóf hann að semja lög að nýju og safna í sarpinn. Þessi lög er hann að nota í Halleluwah í dag. Von er á breiðskífu frá sveitinni á næsta ári.Fyrsta platan? Sölvi glottir í kampinn og vildi óska þess að fyrsta platan hans væri aðeins svalari eins og til dæmis eitthvað með Kraftwerk. Fyrsta plata Sölva er West End Girls með Pet Shop Boys sem að bróðir hans verslaði fyrir hann.Fyrstu tónleikarnir? Það voru hinir goðsagnakenndu melarokkstónleikar. Hann var ansi ungur þannig að hann man ekki greinilega eftir tónleikunum.Fyrsta lagið sem að Sölvi féll fyrir? Ef að Sölvi fær lag á heilann þá getur hann hlustað á það margoft. Hann greinir lögin og reynir að skilja hvernig að hlutirnir séu gerðir. Þetta sé allt einskonar stærðfræði. Moby Dick með Led Zeppelin er fyrsta lagið sem að Sölvi féll fyrir. Rúdolf með hljómsveitinni Þeyr er líka minnisstætt. Bæði mikil trommaralög.Hvað fílar Sölvi í dag? Sölvi hefur fjarlægst rokkið á undanförnum árum en hann hlustar á allskonar tónlist og nefnir Grimes sem dæmi um það sem hann hefur fallið fyrir undanfarið. Hann segir að tónlist sé skemmtileg sem að sé skrýtin og grípandi.Uppáhalds kvikmynd? Taxi Driver eftir Martin Scorsese sem er leikstjóri sem að Sölvi heldur gríðarlega mikið uppá.Átrúnaðargoð Sölva? Mamma. Sterk og heillandi manneskja. Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér fyrir ofan.
Harmageddon Mest lesið Engum skotum hleypt af byssu Sævars fyrr enn eftir að lögregla mætti á vettvang Harmageddon Oasis að koma saman að nýju? Harmageddon Rokkprófið: Jón Jónsson vs. Matti Matt Harmageddon Sannleikurinn: Pírati hyggst ekki ávarpa þingmenn samkvæmt venju Harmageddon Munir frá Axl Rose á uppboði Harmageddon Villi naglbítur var landsliðsmaður í handbolta Harmageddon Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon Harmageddon fer til Færeyja Harmageddon Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon Sá eini sem getur komið í veg fyrir stríð núna er Ólafur Ragnar Harmageddon
Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon
Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon
Sannleikurinn: Stofnfundur félags fólks með ofvirkni fór úr böndunum: Stofnuðu 7 önnur félög Harmageddon
Sannleikurinn: "Ef hún hefði flúið með þrjá danska ketti til Íslands þá væri búið að finna þá“ Harmageddon