Umfjöllun og viðtöl: ÍR - HK 36-30 Elvar Geir Magnússon skrifar 28. nóvember 2013 21:00 ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum." Olís-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Sjá meira
ÍR-ingar reyndust sterkari á lokasprettinum gegn botnliði HK í leik liðanna í Olísdeild karla í kvöld. ÍR vann sex marka sigur en staðan var jöfn, 22-22, þegar átján mínútur voru eftir af leiknum. Breiðhyltingum hefur gengið brösuglega að undanförnu og því lífsnauðsynlegt fyrir þá að taka sigur í kvöld gegn botnliðinu á heimavelli. Fæðingin var alls ekki eins auðveld og lokatölurnar gefa til kynna. HK var skrefinu á undan lengi vel og heimamenn að gera of mörg mistök. En á lokasprettinum keyrðu ÍR-ingar yfir andstæðinga sína sem eru sjálfstraustslitlir eftir dapurt gengi. Fögnuður Breiðhyltinga í leikslok var ósvikinn enda mikill léttir að ná loksins sigri eftir þrjá tapleiki þar á undan. Björgvin Hólmgeirsson var markahæstur ÍR-inga en mörg mörk hans komu á sérlega mikilvægum augnablikum í leiknum. Arnór Freyr Stefánsson kom í markið snemma leiks og átti góðan leik.Jón Heiðar: Skulduðum fólkinu okkarJón Heiðar Gunnarsson, leikmaður ÍR, var sammála blaðamanni í því að sigurinn hafi verið lífsnauðsynlegur eftir slæmt gengi að undanförnu. "Guð minn almáttugur já. Maður var nánast búinn að gleyma því hvernig sigurtilfinning er, það er orðið svo langt síðan. Við höfum verið í lægð og síðustu þrír leikir verið skelfilega erfiðir. Fyrst klikkaði vörnin og svo sóknin," segir Jón. "Þessi sigur gerir mikið fyrir sjálfstraustið og svo töpum við ekki hér á heimavelli! Það er bara þannig! Við skulduðum fólkinu okkar það að spila betur en við höfum verið að gera." "Ég held að hungrið hafi skilað þessu. Leið og við fundum lyktina af sigrinum þá fórum við að spila af getu. Um leið og við sáum að við getum þetta urðum við betri." "Það er engin spurning að þessi hópur á heima ofar. Við erum með háleit markmið og það voru gríðarleg vonbrigði að vera í þessu sjötta sæti sem við vorum í fyrir þennan leik." ÍR-ingar sérsmíðuðu varamannabekk með strætósætum fyrir þennan leik en máttu ekki færa hann yfir í seinni hálfleiknum. Eftirlitsdómarinn bannaði það og fengu HK-ingar að nota hann eftir hlé. "Það er búið að leggja blóð, svita og tár í þennan bekk. Þetta er skýringin á því að við höfum tapað þessum leikjum. Við höfum unnið öll kvöld að því að smíða þennan bekk með hjálp frá strætó og BYKO sem útveguðu hráefnið. Bjarki, sem vinnur sem blaðberi í hlutastarfi, hefur unnið myrkrana á milli að smíða þetta. Nú er bekkurinn kominn og sigurinn kominn og við getum haldið áfram á réttri braut," segir Jón Heiðar kíminn.Samúel: Menn ekki að skrópa á æfingarSamúel Ívar Árnason, þjálfari HK, segir að andinn í hópnum sé góður þrátt fyrir að liðið vermi botnsætið. "Við erum að lenda manni færri í seinni hálfleik og erum ekki að leysa það vel. Það skildi aðeins á milli það. Þannig komust þeir inn í leikinn en fram að því fannst mér við hafa verið mun betri en þeir," segir Samúel. "Svo voru þeir að skora úr sóknum þar sem mér fannst við vera búnir að klára að vinna boltann. Það er hægt að taka fullt jákvætt úr þessum leik. Strákarnir eru að mæta tilbúnir í slaginn, eru að berjast og leggja sig fram. Smáatriðin falla ekki með okkur." "Mér fannst þetta stöngin út. Þó þeir hafi unnið með sex í lokin er það bara því þeir síga fram úr í lokin. Við erum yfir stærstan hluta leiksins en svo falla hlutirnir ekki alveg með okkur." "Það er enginn ánægður að tapa og enginn ánægður að vera á botninum en andinn í hópnum er fínn. Við erum að díla við þetta á réttan hátt. Við erum með ungt lið og það tekur tíma fyrir menn að læra að vera í stórum hlutverkum. Þessir strákar hafa ekki verið að væla eða skrópa á æfingum eða vorkennt sjálfum sér. Við vinnum bara áfram í okkar málum."
Olís-deild karla Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Sport Fleiri fréttir Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Sjá meira